Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERZLUN frú ritstjórn Verzlunarráð Islands á nú hálfrar aldar starf að baki. Var þess minnzt á veglegan hátt með vandaðri og fjölbreyttri hátíðardagskrá. Þá var og gefið út afmælisrit, sem hef- ur að geyma sögu Verzlunarráðsins. — En ánægjulegast við ritið var þó það, hversu margir aðilar sendu Verzlunarráðinu afmælis- og lieillaóskir á þessum tímamótum, — eða á fjórtánda hundrað aðilar. Sýnir þessi mikli fjöldi þeirra, er sendu kveðjur, hvers álits ráðið nýtur meðal verzlunarstéttarinnar og þjóðarinnar. — Þá heiðraði Póst- ogsíma- málastjórnin ráðið með því að gefa út frímerki í tilefni afmælisins. Verzlunarráð Islands hefur á sínum langa starfstíma verið heildarvettvangur kaup- sýslustéttarinnar. Það hefur látið vandamál hennar til sín taka og túlkað skoðanir henn- ar gagnvart hinu opinbera og öðrum þjóðfélagsstéttum, það hefur stefntaðbættuverzlun- arsiðgæði og betri verzlunarháttum, og fyrir frumkvæði þess hefur ýmsum þörfum mál- efnum verið komið í framkvæmd. Má þar fyrst og fremst nefna stofnunVerzlunarbanka Islands og Tollvörugeymslunnar. Þá hefur það haft með höndum rekstur Verzlunarskóla Islands, starfrækt upplýsingaskrifstofu og á allan hátt viljað efla tengsl og góð samskipti verzlunarstéttarinnar við aðrar atvinnugreinar þjóðfélagsins. Em allir sammála um, að vel hafi tekizt til og starf ráðsins orðið landi og þjóð að ómetanlegu gagni. En ekki er nóg að horfa aftur, á þau verkefni, sem þegar hafa verið leyst, því að í nútíð og framtíð bíður það, er gera skal. Nauðsynlegt er því, að kaupsýslumenn íhugi vandlega framtíðarstefnu Verzlunarráðsins og skipulag hagsmuna- og félagssamtaka sinna. Dylst engum, að róttækra breytinga er þörf, ef samtakamáttur verzlunarinnar á að nýtast til fullnustu. Félagssamtök verzlunarinnar eru allmörg. Þau reka hvert um sig eigin skrifstofu, gefa jafnvel út vísa að blöðum, sem þó eru þannig að efni til, að þau eiga ekki erindi til annarra en félagsmanna og hafa þannig hvorki baráttugildi né áhrif út á við. Félögin starfa að visu saman í Verzlunarráði Islands, en það samstarf er of lítið. Dægurmálin taka mest af tíma þessara félaga. Iiöfuðbaráttumálin vilja stundum sitja á hakanum. Er þetta ekki sizt að kenna því, að átakið er dreift og eigi hæft til mikilla átaka. En hér þarf að verða ráðin á bót. Verzlunarstéttin getur ekki staðið dreifð, meðan önnur þjóð- félagsöfl styrkjast með því að sameinast í sístærri baráttu- og hagsmunaheildir. Það ætti að vera unnt að sameina félög verzlunarinnar enn meir. Engin ástæða sýn- ist fyrir því, að hvert félag reki eigin skrífstofu og gefi út sér blað. Bæði er það, aðkraft- arnir dreifast, — en svo ber ekki síður að geta hins, að sum fyrirtæki, sem reka bæði stórsölu, smásölu og iðnað, þurfa að vera aðilar að mörgum félögum. Er þetta mikill kostnaður fyrir fyrirtækin, og hætt er við því, að forráðamenn þeirra verði ekki virkir í neinu félaganna, fyrst svo víða er komið við. Verzlunarráð Islands er heildarvettvangur kaupsýslumanna. Það liggur því beinast við, að menn fylki sér undir merki þess. Sérgreinafélögin þurfa ekki að reka eigin skrif- stofu hvert um sig, heldur ætti að vera unnt að koma á sameiginlegri skrifstofu, að vísu með deildaskiptingu. Þannig mundi bæði sparast stórfé og fást meira út úr félagsstarf- inu en áður. Væri vel, ef nægur skiíningur fengist á þessum mikilsverðu málefnum og glæða mætti samstarfsvilja um framkvæmd þeirra. Yrði það verzlunarstéttinni í landinu til heilla, og má telja víst, að þessi verði framtíðarstefnan í félagsstarfi kaupsýslumanna. En betra er fyrr en síðar. Frjáls verzlun vill að lokum óska ]>ess, að samliugur og fórnfýsi fyrir málefnunum megi ávallt ríkja innan Verzlunarráðsins, þannig að starf þess megi verða sem farsælast um alla framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.