Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 30
30 nigería íbúafjöldi: 56 milljónir. íbúar nærri því allir svertingjar. Höfuðborg: Lagos. Ættbólkar: Um 250 talsins. Eru þeir dreifðir um allt landið, en því er skipt niður í fjórar stjórn- unareiningar. íbóættbálkurinn stjórnar austursvæðinu, Ebóætt- bálkurinn miðvestursvæðinu, Yorubaættbálkurinn vestursvæð- inu og Fulani- og Hausaættbálk- arnir stjórna norðursvæðinu, en þar er Múhameðstrú að mestu ríkj andi. NdttúruauSœfi og framleiðsla: Nígeríumenn eru sjöttu í röðinni af tinframleiðendum heims. Land- ið er auðugt af níóbíum, sem er sjaldgæfur málmur og notaður í þotuhreyfla. Miklar kola- og járn- námur. Aðalframleiðandi „salt- hneta“. Ræktar Vj af öllu kakói heims. Framleiðir pálmaolíu. Flyt- ur út gúmmí, baðmull og timbur. Auðug fiskimið. Mikið flutt út af rækjum. Saga. Hinn 1. október 1960 varð Nígería sjálfstætt ríki, en íbúarnir höfðu áður lotið Bretum. Þó höfðu þeir haft mikla sjálf- stjórn í innanlandsmálum. Hagvöxturinn hefur verið um 4% á ári, og hefur hann verið mun meiri en fólksfjölgunin. Allt virtist því ganga vel og ekki var annað sýnt en landið ætti sér bjarta og mikla framtíð. Hinn 15. janúar 1966 var for- sætisráðherrann, Sir Abubakar Tafawa Balewa, myrtur í uppreisn hersins. Þá tók við völdum Aguiyi- Ironsi, herforingi, sem myrtur var í annarri uppreisn hersins hinn 29. júlí 1966. Eftir hann tók við Yakubu Gowon, sem enn er við völd. Borgarastyrjöld. Vandinn. Hann er einfaldlega sá, að ættbálkarnir í landinu hafa ekki borið gæfu til samlyndis. í austurhéruðunum búa íbóar. Þeir eru duglegir, framgjarnir, fljótir að læra og þykja að ýmsu leyti bera af öðrum ættbálkum. Áður fyrr bjuggu íbóar einnig dreifðir um allt land og báru af öðrum Nigeríumönnum. Vakti þetta hina mestu öfund annarra. Á síðasta ári voru íbóar reknir úr norðurfylkjunum. Voru þús- undir þeirra drepnar. Varð þetta vitaskuld ekki til þess að bæta ættbálkaríginn í landinu. Nú, þegar íbóar eru sameinaðir í heimahéruðum sínum, vilja þeir algjöra sjálfstjórn í eigin málum og einungis lausleg tengsl við sam- bandsstjórnina í Lagos. Til þess að knýja fram þe,ssa beiðni, hafa þeir sagt sig úr lögum við aðra landsmenn og stofnað ríki, sem nefnist Biafra. — Þessu gat sam- bandsstjórnin ekki unað og geisar nú borgarastyrjöld í Nígeríu. Styrjöldin. Hún hefur leikið landið fjarskalega illa. Víða má nú sjá auðn, þar sem áður var byggð eða ræktað land. Afríka. Leiðtogi sambandsstjórnarinnar, Gowon. Orsakir. Orsakir þeirrar borg- arastyrjaldar, er nú ríkir í Nígeríu, eru margvíslegar. Ein meginorsök- in er vitaskuld sundurlyndi ætt- bálkanna. Þá hefur einnig verið rætt mikið um olíu, en í austur- hluta landsins eru miklar olíu- lindir. Voru þeir Biaframenn þess lítt fýsandi að láta olíugróðann til annarra landsmanna og vildu hann handa íbóum einum. — En vart verður úr því skorið, hver hlýtur, fyrr en að styrjöldinni lok- inni, — og veitir þá víst ekki af olíufénu til að bæta það, er eytt hefur verið. Foringi uppreisnarmanna, Ojukwu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.