Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 35
FRJALS VERZLUN 35 Hátíðahöldin á 50 ára afmæli Verzlunarráðs Islands Hátíðahöldin í tilefni af 50 ára afmæli Verzlunarráðs íslands fóru fram laugardaginn 16. og sunnu- daginn 17. september, afmælisdag ráðsins. Dagskrá hátíðahaldanna var í stuttu máli þannig, að laugardag- inn 16. september snæddi hátíða- nefndin morgunverð á Hótel Holti með þeim erlendu gestum, er boðnir voru til hátíðahaldanna, en forystumenn verzlunarmála á hinum Norðurlöndunum sóttu ráð- ið heim á þessum tímamótum. Því næst var ekið um borgina, en síð- an setið hádegisverðarboð borgar- stjórans í Reykjavík, Geirs Hall- grímssonar. Um kvöldið var svo meginviðburður hátíðahaldanna, hóf að Hótel Borg, en það sátu nálega 200 manns. Formaður Verzlunarráðsins, Kristján G. Gíslason, setti hófið og bauð gesti velkomna, en skipaði síðan veizlu- stjóra Gunnar J. Friðriksson, for- mann Félags íslenzkra iðnrek- enda. Á sunnudaginn tók Verzlunar- ráðið á móti gestum í Verzlunar- skólanum. Komu nær 400 manns í móttökuna og fékk Verzlunar- ráðið þar ýmsar góðar gjafir. For- maður Verzlunarráðsins tilkynnti, að ákveðið hefði verið að gera Egil Guttormsson heiðursfélaga ráðsins. Þakkaði Egill nokkrum orðum, en síðan fól formaður Gunnari Ásgeirssyni stórkaup- manni stjórn móttökunnar. í móttökunni fluttu fulltrúar ým- issa félagssamtaka ávörp, svo og fulltrúar frá Norðurlöndunum. Um kvöldið var svo haldið áfrum- sýningu í Þjóðleikhúsinu, en sýndur var Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson. Á mánudaginn hélt stjórnVerzl- unarráðsins til Þingvalla með hin- um erlendu gestum, en þar var setið í Valhöll boð viðskiptamála- ráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar. Eftirfarandi myndir gefa von- andi nokkra hugmynd um þessi hátíðahöld, en hér eru birtar myndir frá komu hinna erlendu boðsgesta Verzlunarráðsins, mynd- ir frá móttöku borgarstjóra og frá hófinu að Hótel Borg, og mót- tökunni í Verzlunarskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.