Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 18

Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 18
1B ATVINNUMÁL r A laxfiskræktun, klak og eldi eftir að verða arð- vænlegur atvinnuvegur? Jakob V. Hafstein lögfr. svarar nokkrum spurningum F.Y. Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, hefur nýlega skipað nefrnl til þess að endurskoða lög um lax- og silungsveiði frá 1957 og gera tillögur um löggjöf varðandi laxfiskræktun, klak og eldi. 1 nefndinni eiga þeir m. a. sæti veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son, og Jakob V. Hafstein lögfræðingur, sem befur mjög látið þessi mál til sín taka. Frjáls verzlun sendi þeim veiðimálastjóra og Jakobi V. Iiafstein nokkrar spurningar, sem lesendur mun fýsa að sjá svör við. Tími var sluttur til stefnu, og sá veiðimálastjóri sér ekki fært að verða við beiðni blaðsins, en hins vegar svaraði Jakob, og birtast spurningar F.V. og svör hans hér á eftir. Teljið þér rœktun, klak, eldi og kynbœtur vatna- og göngu- fiska í íslenzkum ám og veiði- vötnum framtíðaratvinnuveg á ís- landi? Þessari spurningu yðar svara ég afdráttarlaust játandi. En til við- bótar því, sem í henni felst, ber svo að benda á það, að ef til vill eru mestir þjóðarhagsmunir fólgnir í því, að laxfiskaeldi verði almenn- ur atvinnuvegur í landinu, þar sem laxfiskar eru aldir upp og fóðraðir í vissa stærð til sölu og útflutn- ings úr eldisstöðvum víðs vegar um landið. Þess atvinnuvegur hefur vaxið og bh gazt víða um heim og ekki hvi sízt í nágranna- löndum okkar og fært miklar tekj- ur í þjóðabúin og bætt afkomu einstaklinganna, einkum bænd- anna. Ég tel, að möguleikarnir á íslandi í þessum efnum séu alveg óvenjulega miklir og góðir. Til þess liggja margar samverkandi orsakir. Við eigum svo að segja í hverri sveit á landinu ágætis vötn til þessara hluta; ýmsa laxfiskastofna í ám og vötnum; fátt er um hættu- leg skordýr, .sem oft eru hvimleið þessum atvinnurekstri; sveppa- gróður er mjög lítill hér á landi í ám og vötnum, sem annars stað- ar er oft mjög hvimleiður þessum verðmætu eldisfiskum; sýking er afar sjaldgæf í íslenzkum laxfisk- um; jarðvegur mjög víða góður fyrir eldistjarnir; heitt vatn víða nærtækt, sem er ákaflega þýðing- armikið fyrir þennan atvinnuveg og rafmagn á að geta orðið mjög ódýrt til afnota víðast hvar við þennan atvinnurekstur. Allt þetta eru undirstöðuatriði, sem aðrar þjóðir mundu þakka heilshugar fyrir að hafa svo að segja við bæj- ardyrnar. En það þarf að marka í nýrri löggjöf skýr takmörk milli klaks, kynbóta og ræktunar ánna og vatn- anna annars vegar og starfsemi, uppbyggingar og reksturs eldi- stöðvanna hins vegar, en þó með FRJÁLB VERZLUN náinni samvinnu og samstarfi þessara tveggja aðalþátta, sem eru forsenda fyrir því, að hvort tveggja þetta takist giftusamlega í framtíðinni. Klakstöðvarnar eiga að framleiða seiðin, selja þau til eldisstöðvanna, sem síðan taka við þeim og ala þau upp í útflutn- ingsverðmæti fyrir einstaklinga og þjóðina í heild. Þannig getur þessi atvinnuvegur orðið tvíþættur og á að vera það, svo að vel takist til. Auðvitað geta .svo og eiga bæði klak- og eldisstöðvar mjög víða að vinna saman á sama stað og við sömu aðstæður. Þetta verður að marka allt mjög skýrt og ákveðið með fullkominni löggjöf og skil- greina nákvæmlega, en vonandi á þetta nú ekki mjög langt í land. Álítið þér, að þessi atvinnu- vegur geti skapað mikil verð- mœti? Ef við lítum til nágrannaþjóð- anna og gerum okkur vonir um að geta nálgazt þær að nokkru í þess- um efnum, sem alls ekki er nema eðlilegt, þrátt fyrir fólksfæð okk- ar í samanburði við þær, þá má t. d. geta þess, að undanfarin ár hafa Danir haft 5—800 milljónir íslenzkra króna í tekjur af útflutn- ingi og .sölu eldisfiska, „portions- fiska“, sem eru 2—300 gr. stórir; sölu seiða og augnhrogna, og danskur fiskiræktarbúskapur hef- ur gefið allt upp í tæplega 20% arð af rekstrinum. Þetta eru vissu- lega engir smámunir á okkar mæli- kvarða, — eins og góð síldarver- tíð! — Hér við bætist einnig sú vinna í landinu, sem slíkur at- vinnurekstur mundi veita mörg- um; aukin verkefni gætu skapazt fyrir hraðfrystiiðnaðinn og niður- suðuverksmiðjurnar og á ýmsan hátt hafa í för með sér nýsköpun viðskipta og verkefna. Álítið þér, að málum þessum hafi verið nœgilegur gaumur gefinn á undanfömum árum? A undanförnum árum hefur þessum mikilsverðu málum verið sáralítill gaumur gefinn, og það er sorglegt til þess að vita, hve við erum orðnir langt á eftir öðrum menningarþjóðum í hagnýtingu og þróun þessara mála. Tvennt er þó ef til vill sorglegast og tilfinnan- legast í þessum efnum: í fyrsta lagi það, að þeir, sem hér hafa átt og eiga enn mestra hagsmuna að

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.