Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 58
5B FRJÁLS VERZL'JN sölunefnd varnarliöseigna BRÚTTÚHAGNAÐURINN KR. 1 B.34G.1966 Aðdragandi. í sambandi við brezku og bandarísku herliðin, sem dvöldu á íslandi í heimsstyrj- öldinni síðari, dafnaði ýmiss kon- ar svartamarkaðsbrask, þar sem varningur sá, sem liðin eða ein- stakir liðsmenn vildu losna við, barst til íslendinga eftir miður æskilegum leiðum. Því var við lok styrjaldarinnar sett á fót nefnd, sem kaupa skyldi fyrir hönd ríkissjóðs ýmsar eignir setuliðanna beggja, sem þau tóku ekki með sér, er þau hurfu af landi brott. Nefndin annaðist og sölu þessara eigna til innlendra aðila. Voru með þessu tryggðir hagsmunir ríkissjóðs. Árið 1951 hófust sams konar kaup af banda- riska herliðinu, er kom til íslands samkvæmt varnarsamningi ís- lendinga og Bandaríkjamanna í maí 1951. SÖLUNEFND V ARNARLIÐSEIGN A. Stjóm nefndarinnar. Sölunefnd varnarliðseigna heyrir undirvarn- armáladeild utanríkisráðuneytis- ins. Skipar ráðherra menn án til- nefningar í sölunefndina, en hún ræður sér síðan framkvæmda- stjóra. Hefur framkvæmdastjór- inn frá upphafi verið Helgi Eyj- ólfsson byggingameistari. Stefna. Sú stefna hefur verið mörkuð, að hafa verð á þeim vör- um, er sölunefndin selur, það hátt, að ekki komi til mála að kaupa þær til endursölu. Hefur þannig átt að tryggja hagsmuni kaup- manna. Annars mun það mjög matsatriði hverju sinni, hvernig vörur nefndarinnar eru verðlagð- ar, og ræður þar margt um. Bifreiðar og stærri tæki eru boðin út. Eru tilboðin opnuð í viðurvist þriggja manna, þannig að þeir geti vottað, að löglega hafi verið farið að. Innkaup og sala. Sölunefnd varnarliðseigna hefur einkarétt til þess að kaupa þær vörur af varnarliðinu eða einstökum liðs- mönnum þess, sem þessir aðilar vilja losa sig við. Þessar vörur fá þó ekki tollmeðferð eins og aðrar 1951 204 1955 2 045 1952 77 1956 2 439 1953 664 1957 2 401 1954 1 731 1958 5 113 Heildarsala Sölunefndar varn- arliðseigna hefur aldrei verið gef- in upp opinberlega. Ekki mun þó vera um neitt leyndarmál að ræða, heldur er þetta einkum gert vegna hinna bandarísku viðsemj- enda, sem vitanlega væru tregari til samninga, ef þeir vissu ná- kvæmlega um gróða sölunefndar- innar. F.V. tókst þó að fá vitn- eskju um brúttóhagnað ársins 1966, og er hann kr. 18.340.000.00. Verða menn síðan að bera sama hlutfall kaupa og sölu þessa árs og nota það sem viðmiðun við hin árin. innfluttar vörur, og er þar af leið- andi ekki unnt að telja þær með innflutningi í verzlunarskýrslum. En ,,innflutningur“ varnarliðs- liðseigna hefur verið þessi á ár- unum 1951—1966 (í þús. kr.): 1959 9 797 1963 6 335 1960 16 825 1964 4 141 1961 8 029 1965 4 283 1962 4 473 1966 4 123 Alls 4 283 4 123 Samdráttur — samkeppni. Það sést, þegar litið er á innkaupa- upphæðir sölunefndarinnar á und- anförnum árum, að heldur hefur dregið úr starfsemi hennar. Ber vissulega ekki að harma það, því að sölunefndin hefur veitt ís- lenzkum kaupmönnum sam- keppni, þrátt fyrir það, að reynt hefur verið að koma í veg fyrir slíkt með háu endursöluverði á þeim varningi, er nefndin selur. Hefur starfsemi hennar einkum komið illa við þá, er verzla með vélavarahluti o. þ. u. 1. LokaorS. Sölunefnd varnarliðs- í kaupverðmætinu er innifalinn kostnaður við viðgerðir o. fl. til aukningar á söluverðmæti, o. fl. Sundurgreining kaupverðmætisins eft- ir vöruflokkum 1965 og 1966 fer hér á eftir (í þús. kr.): 1965 1966 Fólksbílar (tala 1965: 115, 1966: 100) ............... 1 809 1 709 Vöru- og sendiferðabílar (tala 1965: 53, 1966: 33)....... 203 53 Aðrir bílar ............................................ 34 17 Vörulyftur, dráttar- og tengivagnar ..................... 225 115 Vinnuvélar ............................................... 84 170 Varahlutir í bíla og vélar ............................... 82 249 Herskálar ............................................. .. 40 Rafmagns- og símavörur.................................... 41 825 Skrifstofu- og búsáhöld og heimilistæki ................. 363 196 Fatnaður ................................................. 46 6 Ýmsar vörur ............................................. 168 35 Vörur keyptar innanlands vegna söluvarnings, svo og viðgerðir .......................................... 1 213 698 Bankakostnaður ........................................... 15 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.