Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 56
56 FFÍJÁLS VERZLUN YTRI TDLLUR EBE Á 5 JÁVARAF U RÐ U M Hér fer á eftir yfirlit yfir hinn fyrirhugaða ytri toll Efina- hagsbandalagsins á helztu sjávarafurðir, er íslendingar flytja út: 1) Saltfiskur, sérverkaður ......... 13% Fiskflök, söltuð.................. 20% Þunnildi, söltuð ................. 13% !) Skreið .......................... 13% 2) ísfiskur ........................ 15% Freðfiskur, flök ................. 15% Heilfrystur fiskur ............... 15% Fiskimjöl ................ .... 5% Síldarmjöl ........................ 5% Þorskalýsi ...................... 8 % Síldarlýsi ..................... 0 Hvallýsi ........................ 2 % 3) Síld, fryst ..................... 20% 3) Síld, ísuð ...................... 20% Síld, söltuð ..................... 12% Hrogn, söltuð .................... 15% 1) Ítalía hefur tollfrjálsan kvóta fyrir ákveðið magn af salt- fiski og skreið. 2) Þýzkaland hefur heimild fyrir tollkvóta fyrir vissum ísfisk- tegundum. En tollur í þessum kvóta fer nú hækkandi. 3) Þýzkaland hefur heimild fyrir tollkvóta fyrir frysta og ís- aða síld. stofnað. Þegar umræðurnar hóf- ust um myndun stórs fríverzlun- arsvæðis að frumkvæði OEEC, höfðu íslendingar mikinn áhuga á því, að þær umræður bæru ár- angur, þar eð það hefði verið heppilegast fyrir íslendinga að vera aðilar að stóru fríverzlunar- svæði, sem öll helztu viðskipta- lönd þeirra í Vestur-Erópu ættu aðild að. Þegar Fríverzlunar- bandalag Evrópu var stofnað, a- kváðu íslendingar að bíða enn a- tekta. Var þá talið, að samkomu- lag kynni ef til vill að nást fljót- lega milli markaðsbandalaganna, og því tóku íslendingar þann kostinn að bíða og sjá, hverju fram yndi í þeim efnum. Þessi bið er nú orðin nokkuð löng fyrir ís- lendinga. Og á meðan þeir hafa beðið aðgerðalausir í markaðs- málum, hafa markaðsbandalögin verið að breyta toilum sínum, og hefur sú breyting þegar skaðað út- flutning íslendinga verulega. ERFIÐLEIKAR. Það er einkum í tveimur aðild- arríkjum markaðsbandalaganna, sem viðskiptahagsmunir íslend- inga hafa skaðazt vegna tolla- breytinga bandalaganna, það er i Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Fríverzlunarbandalag Evrópu hef- ur m. a. fellt niður innbyrðis toll á frystum fiskflökum og síldar- lýsi, en þessar afurðir hafa ís- lendingar flutt mikið út til Bret- lands. Hefur samkeppnisaðstaða íslendinga á brezka markaðnum versnað mikið af þessum sökuin. Norðmenn geta nú selt freðfisk sinn tollfrjálsan inn á brezka markaðinn, en á sama tíma fellur 10% tollur á íslenzk freðfiskflök, sem flutt eru út til Bretlands. Sami tollamismunur er á síldar- lýsi, og hefur sá tollamismunur m. a. valdið því, að mikið af síld- arlýsi frá íslandi er nú flutt til Danmerkur, en þaðan er það sið- an aftur flutt til Bretlands sem danskt lýsi og fær EFTA-meðferð. í Þýzkalandi hefur ytri tollur Efnahagsbandalagsins farið hækk- andi á fiski, og skaðar hann íiu enn meira útflutning íslendinga á fiski til Þýzkalands. íslending- ar hafa notið góðs af því, að ýmis lönd Efnahagsbandalagsins, þar á meðal Vestur-Þýzkaland, hafa haft tollkvóta fyrir fisk, en þessir kvótar hafa nú verið minnkaðir, og svo virðist sem gert sé ráð fyrir því, að þeir hverfi með tím- anum. Ytri tollur Efnahagsbanda- lagsins á ísfiski á að verða 15 %, en hann er nú 11,5% í Vestur- Þýzkalandi. Ytri tollur Efnahags- bandalagsins á frystum fiskflök- um átti upphaflega að vera 18%, en í Kennedy-viðræðunum féllst Efnahagsbandalagið á að lækka þann toll í 15%. Ytri tollur Efna- hagsbandalagsins á frystri og ís- aðri síld verður 20% og ytri toll- urinn á saltfiski og skreið 13%. En það eru ekki aðeins há- ir tollar Efnahagsbandalagsins á fiskafurðum, sem munu bitna á fiskútflutningi íslendinga til landa bandalagsins, heldur einnig og ekki síður margvísleg viðskipta- höft, sem beita á gegn fiskinn- flutningi á hinn sameiginlega markað. Efnahagsbandalagið ætl- ar að reka verndarstefnu í fiski- málum til þess að vernda fisk- veiðar og fiskiðnað innan Efna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.