Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 10
1 □ FFÍJAL5 VERZLUN ENSK GÓLF- TEPPI FYRIR: Verzlanir afgreiðslusali skrifstofur hótel, opinberar stofnanir, tryggingafélög, banka, matsölur, stigaganga, forstofur, íbúðir, o. fl. ★ DÚNMJÚK, FALLEG, ÁBYRGÐ Á ENDINGU. ÖNNUMST ÁSETNINGU. KYNNIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI POLARIS H.F. HAFNARSTRÆTI 8 SÍMAR: 21085 OG 21388 að afla fjárins. Persónulega þarf ég ekki að kvarta undan ágengni starfsbræðra minna í ríkisstjórn- inni, en það liggur í hlutarins eðli, að fjármálaráðherranum er ætlað að segja neiið. Það er því miður langsennilegast, að vinsæll fjármálaráðherra sé ekki góður fjármálaráðherra. Því kann ein- hver að álykta sem svo, að annað- hvort sé ég ekki hæfur fjármála- ráðherra eða þá illa innrættur, er ég svara síðari hluta spurn- ingarinnar á þann veg, að mér hefur eftir atvikum líkað vel að gegna embættinu og mundi eigi fremur kjósa annað ráðherraem- bætti. Hvort embættið er öðrum ráðherraembættum erfiðara, get ég ekki dæmt um, en ég er að minnsta kosti ekki meiri afreks- maður en svo, að mér finnst ég alltaf hafa næg viðfangsefni. SKATTAEFTIRLIT. F.V.: Sá orðrómur hefur lagzt á, að Guðmundur Skaftason, fyrrverandi forstöðumaður rann- sóknardeildar ríkisskattstjóra, hafi sagt starfi sínu lausu vegna óánœgju með starfsskdlyrði sín. Er eitthvað til í þessu? RÁÐHERRA: Eins og spurning- in er orðuð, get ég ekki svarað henni nema að takmörkuðu leyti. Með tilkomu skattarannsóknar- deildarinnar var í fyrsta sinngerð kerfisbundin tilraun til þess að uppræta skattsvik, og var því hér um mjög erfitt brautryðjandastarf að ræða. Þetta erfiða hlutverk leysti Guðmundur Skaftason af hendi með ágætum. Kom fjölþætt menntun hans og mikil reynsla þar að góðu gagni. Það er hins vegar mikil þolraun að gegna slíku starfi, ekki sízt meðan það er í mótun, og lagði ég því marg- oft á það áherzlu við Guðmund, hversu mikilvægt ég teldi starf hans og að ég væri reiðubúinn til að beita mér fyrir breytingum á starfsaðstöðu með lagabreytingum eða á annan hátt, ef reynsla hans af starfinu leiddi í Ijós, að slíkt væri nauðsynlegt. Nokkru áður en hann lét af störfum, afhenti hann mér, eftir minni ósk, ýmsar fróðlegar ábendingar um ýmis atriði, bæði í lögum og fram- kvæmd, er hann teldi æskilegt að breyta með hliðsjón af fenginni reynslu, en sérstaklega aðspurð- ur kvað hann þær breytingar, þótt gerðar yrðu, ekki geta haft nein áhrif á þá ákvörðun sína að láta af störfum skattrannsókna- stjóra. Ég tel það ekkert undrun- arefni, þótt Guðmundur Skafta- son hafi ekki verið ánægður með þá starfsaðstöðu, sem núverandi skattkerfi veitir til fullnægjandi skatteftirlits. Það er ég ekki held- ur, en það skiptir mestu máli 1 því sambandi, að af minni hálfu og ráðuneytisins var lögð áherzla á að styðja við bakið á honum, en ekki setja fyrir hann fótinn, svo sem mér skilst orðrómurinn gefa til kynna. Ég harma það, að Guðmundur Skaftason sá sér ekki fært að gegna þessu veiga- mikla starfi lengur, en ég vil nota þetta tækifæri til þess að lýsa því yfir, að það er staðföst ákvörðun mín að auka fremur skattaeftirlit en draga úr því og stefna markvisst að því að upp- ræta spillingu skattsvikanna. Mik- ill árangur er þegar fenginn, þótt enn sé langt að markinu. VERÐBÓLGAN. F.V.: Hverja teljið þér megin- orsök verðbólgunnar? RÁÐHERRA: Orsakir verðbólg- unnar eru svo margþættar, að þær verða ekki skýrðar í fáum orð- um, enda eru menn þar ekki á eitt sáttir. Við höfum verið í þeim framkvæmdaham frá stríðslokum og sótt svo fast fram til betri lífs- kjara, að við höfum alltof oft brotið viðurkennd jafnvægislög- mál efnahagskerfisins og með kröfugerð okkar á hendur atvinnu- vegunum og raunar þjóðfélaginu gengið lengra en þanþol fram- leiðslunnar hefur leyft. Þá hefur einnig hinn mikli munur á greiðsluþoli atvinnuveganna og framleiðni þeirra átt verulegan þátt í að auka vandann. Því mið- ur hafa líka alltof margir haft hag af aukinni verðbólgu. VERÐSTÖÐVUNIN. F.V.: Eruð þér ánœgður með árangur verðstöðvunarinnar? RÁÐHERRA: Verðstöðvuninhef- ur tvímælalaust heppnazt í öllum meginatriðum, og tel ég sérstaka ástæðu til að þakka stéttarsam- tökunum fyrir skilning þeirra á nauðsyn hennar. Verðstöðvunin hefur leitt í Ijós, að almenningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.