Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERZLUN
61
Aframhaldandi VERÐSTÖÐVUN í ræðu Jóhanns Hafstein á Iðnþingi kom það fram, að ríkisstjórnin leggur áherzlu á, að verðstöðvunin verði áframhaldandi. Ríkisstjórnin mun hafa tilbúnar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum. Verða þessar tillögur lagðar fyrir Alþingi í haust. Verðlag hefur hækkað mjög í nágrannalöndunum, sérstaklega á Norðurlöndum, og ef áframhald verður á verðstöðvuninni, gæti verð- lagið hérlendis nálgazt það, sem er í öðrum löndum, og hefði það auð- vitað í för með sér stórbætta samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar. $>
LOFTLEIÐAMÁLIÐ Nú er lokið umboðsmannafundi Loftleiða. Þar var tekið til um- ræðu tilboð SAS-landanna. Tilboðið hljóðaði upp á eftirfarandi skil- mála: 9—10% fargjaldamismun á þotum SAS og RR 400 flugvélun- um, á leiðinni Skandinavía — Bandaríkin. Þrjár ferðir í viku yfir sum- arið og tvær yfir vetrarmánuðina. Um borð fá allra náðarsamlegast að vera 160 farþegar að sumri, en 114 að vetri til. í nafni norrænnar samvinnu var svo boðið upp á óbreytt ástand, sem felur í sér 13—15% fargjaldamismun með DC 6-B flugvélum Loftleiða. Stjórn Loftleiða hefur nú ákveðið að hafna þessu boði. —
SENDIHERRASKIPTI Vikublað í Reykjavík hefur látið orð að því liggja, að sendiherra- skipti séu framundan í Moskvu. Taldi blaðið, að þangað yrði sendur i stað Kristins Guðmundssonar þekktur stjórnmálamaður. Frjáls verzlun telur hins vegar, að til Moskvu verði sendur einn þekktasti embættismaður ríkisins á sviði viðskiptamála. -—— <s>
GATT íslendingar eru nú orðnir aðilar að GATT, Alþjóða tollasamband- inu. Tilgangur GATT er að samræma tolla aðildarríkjanna, þannig að þau að lokum njóti öll sömu tollakjara. Hefur þetta óhjákvæmilega í för með sér, að íslendingar verða að lækka stig af stigi tolla á sumum vörum. í GATT eru 50 þjóðir, sem fara með 80% heimsverzlunarinnar. <$>
M YNTBRE YTIN G AR Síðustu árin hefur oft verið rætt um myntbreytingar á íslandi. Einnig hefur oft komið til orða að sníða af núllið frá tug og upp í þús- und, þannig t. d. að 10 kr. verða 1 kr. o. s. frv. Nú eru myntbreytingar fyrirhugaðar, þótt ekki sé víst, að gripið verði til svo róttækra ráðstafana sem þeirra að fækka núllum. Einnig hefur það heyrzt, að fimm krónurnar verði slegnar í gull.
ALDARAFMÆU Hinn 24. nóvember n.k. á Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna í Reykjavík aldarafmœli. I þvi tilefni heíur verið ákveðið að gefa út heimildarit um sögu sjóðsins og starfsemi hans. Rit þetta hefur Eggert P. Briem teldð saman og verður þar >að finna hinar margvíslegu upp- lýsingar um sjóðinn. Formaður sjóðsstjómar er Gunnar Magnússon.