Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 46
46
FRJÁLS VERZLUN
BLÖÐ - BÆKUR
„VERZLUNARRAÐ
ÍSLANDS 5D ÁRA”
í tilefni af fimmtíu ára afmæli
Verzlunarráðs íslands var gefið
út hátíðarrit: „Verzlunarráð ís-
lands 50 ára“.
Verzlunarútgáfan h.f. gaf ritið
út í samvinnu við Verzlunarráð
Islands. Ritstjórar voru þeir
Jóhann Briem og Ólafur Thór-
oddsen.
Ritið var sett í Félagsprent-
smiðjunni h.f., en prentað í Solna-
prent h.f.
Uppsetningu og útlit annaðist
Jakob V. Hafstein, en Gísli B.
Björnsson teiknaði forsíðu.
Af efni ritsins má nefna kveðju
frá forseta íslands og ávörp for-
sætisráðherra, viðskiptamálaráð-
herra, borgarstjóra og formanns
Verzlunarráðs. Þá skrifar Vil-
hjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri
langa og ítarlega grein um sögu
Verzlunarráðsins, enda er Vil-
hjálmur manna fróðastur um
verzlunarsögu Jandsins. Fyrrver-
andi framkvæmdastjórai' ráðsins,
þeir Helgi Bergsson framkvæmda-
stjóri og dr. Oddur Guðjónsson
viðskiptaráðunautur rita um störf
sín hjá ráðinu og þau mál, sem
mest snertu ráðið á þeirra tíð.
Viðtal er við Þorvarð Jón Júlíus-
son, núverandi framkvæmda-
stjóra ráðsins, og skýrir Þorvarð-
ur þar frá starfsemi ráðsins á
greinargóðan hátt. Þá eru einnig
viðtöl við starfsmenn ráðsins.
Einnig rita forystumenn þeirra
samtaka og félaga, sem eru í
tengslum við Verzlunarráð, kveðj-
ur til ráðsins.
„Verzlunarráð Islands 50 ára“
er heimildarrit um sögu Verzlun-
arráðs, og ætti hver sá, sem hefur
áhuga á sögu landsins á þessum
tíma að eignast ritið, því að ekki
er einungis fjallað um ráðið og
starfsemi þess, heldur og verzlun-
arsöguna á undanförnum fimmtíu
árum, en verzlunarsagan er auð-
vitað nátengd þjóðarsögunni. f
ritinu er því að finna margs kon-
ar fróðleik.
Á fjórtánda hundrað fyrirtæki,
stofnanir, félög og einstaklingar
skráðu nöfn sín í ritið, og senda
verði bandalaginu mikill styrkur.
Heimsástandið sé einnig þannig,
að bollaleggingar um slíkt banda-
lag séu raunhæfari nú en oftast
áður. Ástralíumenn og Ný-Sjá-
lendingar hafi orðið að reiða sig
í auknum mæli á Bandaríkin, þar
sem Bretar eru á förum frá her-
stöðvum sínum í Asíu. í Víetnam
er háð styrjöld, sem þessi ríki
taka sameiginlegan þátt í. Ótti
við að Bretland snúi baki við
samveldinu við inngöngu 1 EBE
er einnig ein höfuðástæðan fyrir
þeim stuðningi, sem bandalags-
hugmyndin hefur hlotið.
Andmælendur hennar segja
hins vegar, að hugmyndin sé
dæmd til að mistakast, þ. e. þessi
ríki myndi ekki eðlilega viðskipta-
lega heild. Fjarlægðir milli mark-
aðanna hljóti að valda miklum
erfiðleikum. Klofningurinn, sem
nú sé þegar fyrir hendi í NATO,
hljóti og að aukast. Bandalagið
gliðni í tvennt og verði annar
hlutinn undir forystu N.-Ameríku
og Bretlands, en hinn leiddur af
Frökkum. Stuðningsmenn nýja
bandalagsins segja aftur á móti,
að því verði ekki stefnt til höfuðs
neinum þeim samtökum, sem fyr-
ir eru. Það verði þvert á móti það
afl, er nægi til að sameina Evrópu
og Ameríku betur en nokkru
sinni fyrr.
þessir aðilar „Verzlunarráði ís-
lands afmælis- og heillaóskir á
fimmtíu ára afmælinu“.
Ávallt var gert ráð fyrir því, að
rit, sem Sigfús Haukur Andrésson
sagnfræðingur vinnur nú að og
hefur verið styrktur til af Verzl-
unarráðinu, kæmi út á afmælinu
En er sýnt þótti, að það gæti ekki
orðið, hófust samningar milli
Verzlunarútgáfunnar h.f. og Verzl-
unarráðs íslands um það, að
Verzlunarútgáfan gæfi út afmæl-
isrit Verzlunai’ráðs. Tókust samn-
ingar í júlímánuði, og þótt tími
væri ákaflega naumur, bá var
alltaf „stefnt að því, að ritið
kæmi út fyrir 17. september, af-
mælisdag ráðsins, og er ánægju-
legt, að svo hefur orðið“, — eins
og segir í eftirmála.
Allir þeir, sem skráð hafa nöfn
sín í ritið, fá það að sjálfsögðu
sent, svo og allir félagar Verzlun-
arráðsins. En aðrir, sem hafa
áhuga á að eignast ritið, geta
fengið það í bókaverzlunum Lár-
usar Blöndal eða á skrifstofu
Verzlunarútgáfunnar h.f., Óðins-
götu 4, og verður ritið sent í póst-
kröfu hvert á land, sem er.
hreino
i uppÞvon
ULLARÞVOTT
ALLAN ÞVOTT
H.F. HREINNaw >4,ti