Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 12
12 FRJALS VERZLUN HORNSTEINAR viðskiptalífsins eru hag- kvæmar og traustar tryggingar. Stór hluti þeirra, sem reka verzlanir og fyrirtæki, eiea öll sín tryggingarviðskipti við Almennar tryggingar. ALMENNAR TRYGGINGAR 2 PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 □ H□ PP - SLYS bruninn h]á eimskip Miðvikudaginn 30. ágúst um kl. 11 að kvöldi varð eldur laus í vöruskemmum Eimskipafélags ís- lands við Borgartún í Reykjavík. Eldurinn kviknaði við norð-vest- urhorn tveggja sambyggðra vöru- skála, barst á tiltölulega skömm- um tíma yfir í skálana sjálfa og gjöreyðilagði þá og allt, sem þeir höfðu að geyma, án þess að nokk- uð yrði að gert. Þarna var geymd- ur stykkjavarningur, og namverð- mæti hans tugum milljóna króna að því er álitið er. Um eldsupptök er öldungis ókunnugt. í brunanum í Borgarskála varð líklega mesta eignatjón, sem orð- ið hefur hérlendis. Hefur mönn- um eðlilega orðið tíðrætt um brunann, og ber þar margt til. í fyrsta lagi má geta þess, að slökkviliðsstjóri og yfirmaðurEld- varnaeftirlitsins héldu blaða- mannafund daginn eftir brunann og skýrðu þar frá bréfi, sem Eld- varnaeftirlitið sendi Eimskipa- félagi fslands árið 1964, en í því bréfi æskti Eldvarnaeftirlit- ið betri brunavarna í Borgarskála. Að sögn þessara forystumanna brunavarna fór Eimskipafélagið ekki nægilega eftir þessu bréfi. — Skr if stof ust j óri Eimskipaf élags- ins, Valtýr Hákonarson, hefur vísað þessum ummælum á bug. Þá ber að geta þess, að nokkur kvittur hefur gengið um íkveikju, en ekkert er enn vitað um elds- upptök, eins og áður var sagt. Þá leiddu menn getur að því, hvort Eimskipafélagið mundi inn- heimta farmgjöld og hvort tollar af vörum þeim, er brunnu, yrðu niður felldir. Nú hefur Fjármála- ráðuneytið tilkynnt, að tollar verði niður felldir í þessu tilfelli, en það verði ekki gert aftur í svipuðum tilvikum. Hins vegar mun Eimskipafélagið innheimta farmgjöldin. Mikill hluti þess varnings, er brann, var óvátrvggður. Hafa þannig margir innflytjendur orð- ið fyrir tilfinnanleeu tióni. Er ekki ósennilegt, að Eimskinafélag íslands fái á sig einhveriar kröfur, ef það kemur í ljns. að bruna- vö^num hafi verið áfátt. En varð- andi trvgp-ingar vísast að öðru levti til viðtals á bls. 15, en þar er rætt við Baldvin Einarsson, for- stjóra Almennra trygginga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.