Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 60
6D FRJALS VERZLUN Sigfús Bjarnason MllMlMINGARORÐ Erfitt er að gera sér grein fyi'ir og sætta sig við, þegar menn á bezta aldri og með fullu stavfs- þreki eru fyrirvaralaust kallaðir burt. Svo varð mörgum þegar and- látsfregn Sigfúsar Bjarnasonar, forstj. í Heklu, barst um borgina, þriðjudaginn 19. sept. ,s.l., en hann andaðist að heimili sínu árla þann sama dag. Sigfús var fæddur í Núpdals- tungu í Miðfirði 4. maí 1913. Voru foreldrar hans hjónin Bjarni Björnsson, bóndi að Uppsölum, og Margrét Sigfúsdóttir. Stóðu að Sigfúsi í báðar ættir, traustir hún- vetnskir stofnar. Sigfús Bjarnason ólst upp í for- eldrahúsum og stundaði rxám í Reykjaskóla í Hrútafirði, þegar hann hafði aldur til. Síðan lá leið- in í atvinnuleit hingað suður á öndverðum kreppuárunum. Vann hann við ýms störf til sjós og lands, þar til hann rétt tvítugur að aldri stofnaði, ásamt Magnúsi Víglundssyni frá Höfða í Biskups- tungum, Heildverzlunina Heklu. Var Sigfús frá upphafi fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis og fyrirtækið í eign fjölskyldunnar hin síðustu ár. Fyrirtækið P. Stefánsson h.f., upphaflega stofn- að af Páli Stefánssyni frá Þverá og rekið af honum meðan aldur entist, keypti Sigfús árið 1952 og stjórnaði til dauðadags. Myndar- legustu raftækjaverzlun landsins rak hann á .sinni tíð í miðbænum í Reykjavík. Fékk sú verzlun, fyrst íslenzkra fyrirtækja, viðurkenn- ingu Neytendasamtakanna. Heildverzlunin Hekla gerðist bráðlega umsvifamikill aðili um innflutning ávaxta frá Spáni og hafði um tíma opna skrifstofu suð- ur þar. Þegar tók fyrir Spánarvið- skipti af völdum borgarastyrjald- arinnar, sneri félagið sér að inn- flutningi á vefnaðarvöru og eign- aðist aðild að fataiðnfyrirtækjum. f heimsstyrjöldinni síðari hóf Hekla innflutning á rafmagnsvör- um og vélum og má þar með .segja að stefna hinna síðari ára hafi markazt. Nú hefur félagið umboð fyrir mörg af þekktustu fyrirtækj- um heims og má í því sambandi nefna nöfnin: Caterpillar — John Deere — Rover — Volkswagen — Kohering — Goodyear — Kelvina- tor — Kenwood. Hefur Heildverzl- unin Hekla um nokkurra ára skeið verið í hópi allra stærstu og um- svifamestu íslenzkra innflytjenda og notið vaxandi trausts og vin- sælda bæði utanlands og innan. í ársbyrjun 1963 fluttu fyrirtækin Hekla og P. Stefánsson h.f. í eigin stórbyggingu að Laugavegi 170— 172 og Brautarholti 35. Var sú bygging mikið átak og myndar- legt. Fyrir um það bil aldarfjórðungi keypti Sigfús höfuðbólið Þingeyr- ar í Húnavatnssýslu og hafði þar bú um nokkurra ára skeið. Lagði hann mikið fé í jörðina í sambandi við bættan húsakost og aukna ræktun. Jafnframt því sem Sigfús Bjarnason .stjórnaði eigin fyrir- tækjum af röggsemi og framsýni, átti hann hlut að mörgum félög- um og tók löngum virkan þátt í félagsstarfi kaupsýslumanna í fé- lagi ísl. stórkaupmanna og Verzl- unarráði íslands. Átti um skeið sæti í stjórn Verzlunarráðs ís- lands. Meðan Sigfús rak fataiðn- aðarfyrirtæki ,sín, var hann virkur þátttakandi í félagsstarfi Félags íslenzkra iðnrekenda. Um tveggja áratuga skeið átti Sigfús sæti í f j ármálaráði Sj álf stæðisf lokksins og flokksráði. Reyndist hann í hverjum félagsskap tillögugóður, samvinnuþýður og öruggur liðs- maður hvers þess máls, sem hann taldi að til góðs mætti verða. Var sízt ofmælt, sem frændi hans og vinur, Sigurður heitinn Jónasson, sagði eitt sinn við þann sem þetta ritar, að ekki væri sá „ber að baki“, sem Sigfús Bjarnason .styddi. Sigfús Bjarnason var gæfumað- ur í einkalífi sínu. Ungur eignaðist hann góða og mikilhæfa konu, Rannveigu Ingimundardóttur frá Djúpavogi, er bjó honum glæsilegt en hlýtt heimili, sem lengst af stóð og stendur að Víðimel 66 hér í borg. Börn þeirra, öll hið efnileg- asta fólk, eru: Ingimundur, lög- fræðingur, Sverrir, framkvæmda- stjóri, Sigfús, viðskiptafræðingur, og Margrét, sem er við nám er- lendis. Sigfús Bjarnason var frænd- margur. Rækti hann vel frænd- semi við Húnvetninga og fylgdist jafnan með málum þeirra í héraði sínu. Hann var hjálpsamur þeim sem til hans leituðu og vissi þá ekki alltaf vinstri höndin hvað sú hægri gerði. Vinmargur var hann og þó manna vinfastastur. Því kveðja margir Sigfús Bjarnason með sárum trega. En þó er harm- urinn sárastur þeim, sem honum voru nákomnastir. Þorst. Bernharðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.