Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 28
2B FFÍJALS VERZLUN «islendingar vilja vandaóar vörur » Þeir félagarnir Pétur Sigurðsson og Ólafur Maríusson eru þegar kunnir athafnamenn. Verzlun þeirra, „P & Ó“, hefur í aJl- mörg ár verið talin standa fremst allra karlmannafataverzlana landsins. Nú eru þeir félagar heldur betur að færa út kvíamar, því að þeir eiga í smíðum stórhýsi við Laugaveg, nánar tiltekið að Lauga- vegi 66. Hitti blaðamaður F.V. þá félaga að máli í skrifstofu þeirra og ræddi við þá um verzlun þeirra og framtiðarhorfur. F.V.: VerSur hin nýja bygging til þess, a3 þiS fœriS út starfsemi ykkar? P.: Nei, svo verður ekki. Við munum eftir sem áður einskorða okkur við sölu á karlmannaföt- um. Varla er við því að búast, að framboðið aukist að mun frá því, sem nú er, því að við höfum raun- verulega getað haft allar nauð- synlegar vörur á boðstólnum í núverandi verzlunum. Hinn mikli gólfflötur nýju verzlunarinnar gerir það þó kleift að stofna eins konar vísa að sérdeildum innan verzlunarinnar. Þannig getum við t. d. haft frakka í stórum stíl á einum stað og skyrtur á öðrum. F.V.: /Etlið þið að leggja mikla áherzlu á útstillingar? Ó.: Útstillingar eru sál verzl- unarinnar. Þær hafa áreiðanlega úrslitaþýðingu fyrir velgengni einstakra verzlana. Fólk staldrar við og skoðar í gluggana. Sjái það ekkert, sem því líkar, heldur það einfaldlega áfram. Við ger- um okkur grein fyrir þessari stað- reynd og fórnum þess vegna 6 lengdarmetrum af gólfplássi nýju verzlunarinnar til að geta aukið gluggarými. Sjá má á líkani, að unnt verður að ganga hringinn í kringum heila gluggasamstæðu. Þarna sýnum við væntanlega allt- af það nýjasta í karlmannafatn- aði og auk þess „standard“-vörur. F.V.: En eftir að inn í verzlun- ina kemur, hefur þá ekki þjón- ustan mikið að segia? Ó.: Mjög mikið. Það segir sig sjálft, að menn leita frekar í þær verzlanir, þar sem þeir eiga von þægilegrar og öruggrar fyrir- greiðslu. Ekkert fælir viðskipta- vin fremur burt en snúinn og af- undinn afgreiðslumaður, sem er herralegur við viðskiptavininn. Við höfum venjulega 10 starfs- menn nema jólamánuðinn, en þá hafa þeir komizt upp í 24, enda er þá nauðsynlegt að hafa af- greiðslufólk alls staðar. P.: Já, og við höfum eingöngu karlmenn við afgreiðslu. Því er nú einu sinni þannig farið, að karlmenn vilja margra hluta vegna láta kynbræður sína af- greiða sig í herrafataverzlunum, og konur, sem eru með í ráð- um um fataval eiginmannanna, treysta karlmönnum konum bet- ur til að aðstoða sig við valið. F.V.: Á hvaða aldri eru við- skiptavinir ykkar? P.: Segja má, að menn á öllum aldri verzli við okkur. Þó eru menn milli tvítugs og þrítugs í meirihluta. Táningar verzla hér lítið, enda seljum við ekki þenn- an venjulega útbúnað þeirra. F.V.: Verzla utanbœjarmenn hjá ykkur? Ó.: Já, það er mikið um það, að menn utan af landi kaupi hjá okkur, sérstaklega í ágústmánuði. Við höfum þó aldrei farið í leið- angra um landið, eins og einstaka verzlun hefur haft á sínum veg- um, — en engu að síður þykir okkur vænt um þann miklaáhuga, sem sveitafólkið sýnir verzlun- inni Ovkur berast oft vísur úr þeirri áttinni. F.V.: Hvort seljið þið meira af íslenzkum eða erlendum jakka- fötum? Ó.: Það er ekkert sambærilegt, því miður. íslenzki klæðnaðurinn er mun ódýrari en t. d. sá holl- enzki, sem við höfum verið með, en gæði íslenzku vörunnar standa svo langt að baki gæðum þeirrar hollenzku, að fólk kaupir dýrari vöruna langtum frekar. íslending- ar vilja vandaða vörur. F.V.: En hvemig vilduð þið stemma stigu við hinum stór- felldu fatakaupum í útlöndum? Ó.: Það á skilyrðislaust að lækka tolla. Þeir eru allt of háir á erlendum fatnaði, og eru raun- ar ástæðan fyrir innkaupunum úti. Væru þeir lækkaðir, sæi fólk sér ekki sama hag og nú er í því að verzla úti, og innkaupin mundu þá færast inn í landið, þannig að í raun og veru kæmi jafn mikið í ríkiskassan. Tollalækkunin mundi vitanlega einnig koma fram á inn- fluttum fataefnum, svo að ekki væri hér gengið á hlut innlendra fataverksmiðja. Það má taka sem dæmi, að hér á árunum voru innfluttir nælon- sokkar tollaðir um 100%. Þetta olli því, að hver sem betur gat smyglaði nælonsokkum inn í land- ið, þeir voru meira að segja seldir í varzlunum, og ekki kom grænn eyrir í ríkissjóð. Þá var gripið til þess ráðs að lækka tollinn niður í 50%, og afleiðingin var einfald- lega sú, að nú borgaði sig ekki lengur að smygla, svo að milljón- irnar streymdu í ríkissjóð. Sömu sögu er að segja um úr, og ég er sannfærður um, að það sama yrði upp á teningnum, ef tollar á er- lendum fatnaði yrðu lækkaðir. F.V.: Viljið þið þá ekki láta vemda innlenda fataframleiðslu? P.: Það hefur svo sannarlega verið reynt, og hver var árangur- inn mætti ég spyrja? í heil 20 ár, meðan á höftunum stóð, höfðu ís- lenzkar fataverksmiðjur nóg tæki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.