Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 6
FRJÁLS VERZLUN
víós
vegar aó
FERÐAMENN OG GJALDEYRIR
Ferðalög milli landa halda áfram að aukast. En
hver eru vinsælustu ferðamannalöndin? Þar eiga
miklar breytingar sér stað frá ári til árs.
Sviss, Portúgal, Spánn og írland standa hér í
fremstu röð. En samkeppnin er hörð, og mikil
aukning varð á ferðamannastraumnum til Svíþjóð-
ar, Niðurlanda og Frakklands á s.l. ári.
Yfirfærslur gjaldeyris í aðildarlöndum Efna-
hagssamvinnustofnunar Evrópu námu á árinu 1966
10 billjónum dala. Voru það 6% af gjaldeyristekj-
um landanna.
ERLENT VINNUAFL 1 EVRÓPU
Um sjö milljónir erlendra verkamanna eru starf-
andi í löndum V-Evrópu. Sums staðar eru þeir aiit
frá 2—■6% af heildaríbúafjöldanum. Þannig er því
háttað í Þýzkalandi, Belgíu, Frakklandi, Bretlandi
og Svíþjóð. í Sviss er hlutfallið 17%. Á íslandi
svarar það til um 30 þúsund manns.
Flestir verkamannanna koma frá sveitum og
þorpum S-Evrópu. Oft eiga þeir í miklum erfið-
leikum með að aðlagast nýju umhverfi í háþró-
uðum iðnaðarlöndum. Einn þriðji hluti þeirra er
ólæs. Aðeins einn af hverjum sjö talar tungumál
landsins, sem hann starfar í. Málið er þeim því
mikill fjötur um fót, auk ólíkra siðvenja og stund-
um trúarbragða.
Um útlit og hegðun eru þeir oft frábrugðnir
þeim, sem fyrir voru. Leiðir þetta síðan til árekstra.
ÓEIRÐIR OG VERZLUN í HONG KONG
í Hong Kong hefur ríkt versta skálmöld um
mánaðabil. Nýlendan er ein helzta verzlunar- og
i
iðnaðarmiðstöð í Asíu, og erlend fjárfesting er þar
í hámarki. Þrátt fyrir óeirðirnar hefur framleiðsla
og útflutningur aukizt. Útflutningurinn nam 1324
milljónum dala á síðasta ári og byggist mest á
klæða- og plastiðnaði og auk þess rafmagns- og
útvarpsvörum.
Margir fjármálamannanna í nýlendunni eru
flóttamenn frá Rauða-Kína. Sagt er, að margir
þeirra hafi komið hluta af auði sínum fyrir í er-
lendum bönkum. Verksmiðjuvélar er margar
hverjar hægt að flytja úr landi með skömmum
fyrirvara.
Kínverjar gætu hertekið Hong Kong, en talið er
vafasamt, að svo muni fara. Kínverjar fá um 700
milljónir dala í erlendum gjaldeyri á ári af verzl-
uninni við Hong Kong. Er það allt að 50% af heild-
argjaldeyristekjum þeirra.
Markmið Maó-sinna með óeirðunum mun frem-
ur vera að ná tangarhaldi á stjórn nýlendunnar
og auka áhrif sín innan hennar. í gömlu portú-
gölsku nýlendunni Macao tókst þetta. Þar eru
þeir nú jafnt metnir, Mao og Salazar.
í Hong Kong átti að endurtaka leikinn. Það
hefur misheppnazt vegna festu Breta. Baráttan
hefur orðið að hryðjuverkastarfsemi, eftir að verk-
föll og óeirðir fóru út um þúfur. Allt útlit er
þó fyrir, að Bretar sitji um kyrrt í Hong Kong
með þegjandi samkomulagi formannsins.
„SVART VALD” OG MANNRÉTTINDI
Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkj-
unum er nú á krossgötum. Annars vegar standa
þeir, sem fylgja ábyrgri mannréttindahreyíingu,
sem krefst réttar blökkumanna og berst innan
ramma laga og velsæmis. Hins vegar stendur