Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 31
FRJALS VERZLUN 31 SDLU- DG MARKAÐSMÁL ÞDRGDDUR E. JDNSSDN STDRKAUPMAÐUR SKRIFAR U M KYNNI SÍN AF NÍGERÍUMÖNNUM DG SKREIÐARSÖLUNA TIL AFRÍKU Ekki er nema hálfur annar ára- tugur liðinn, síðan íslendingar hófu sölu skreiðar beint til Vestur- Afríku — og þá til Nígeríu, semer masti skreiðarkaupandi þar í álfu. Þó kaupa Kamerúnmenn svolítið, en Ghanamenn og Líberíumenn vart teljandi. — Skreiðarsala hefur verið til Vestur-Afríku allt árið, því að kaupendur töldu nauð- synlegt að láta skreiðina aldrei vanta. Fyrs'u árln. Skreiðarsala íslend- inga til Nígeríu hefur gengið vel, en þess ber að gæta, að Norðmenn höfðu að vissu leyti plægt akur- inn, því að fyrst í stað fóru við- skiptin mikið fram fyrir milli- göngu Norðmanna, og Englendinga að hluta. ÓFRIÐUR HEFST. Siðan gerðist það í maí s.l., að ófriður hófst milli ættflokka í Nígeríu. Ibó-þjóðflokkurinn, sem byggir Austur-Nígeríu, gerði upp- reisn gegn .sambandsstjórninni í Lagos og stofnaði sjálfstætt ríki, sem nefnt var Biafra. Þeir Biaframenn hafa keypt mest af skreið íslendinga, eða rúmlega 80%. Stjórnin í Lagos setti þá hafnbann á Austur-Nígeríu, svo að íbóar fá hvorki skreið né aðrar vörur. Segja má, að aðallega berjist Norður-Nígeríumenn (Hausar og Fulanir) gegn íbóum, sem kunn- ugir telja menntaðasta og dugleg- asta allra Nígeriumanna. Einnig byggja þeir auðugasta hluta Níger- íu, austurhlutann, en þar eru einnig miklar olíulindir og frjó- samt land og gott. VÁ FYRIR DYRUM. Ef ekki kemst bráðlega á friður í Nígeríu, er vá íyrir dyrum skreið- arframleiðenda. — Reynslan sýn- ir, að ef menn venjastviðaðkaupa Þóroddur E. Jónsson með vinum í Austur-Nígeríu (Biafra). eða geta notað annað en það, sem þeir eru vanir að nota, minnkar salan á þeim vörum, er áður feng- ust, eftir að þær fást á ný. Því er mikil hætta á því, að vinir mín- ir, Ibóarnir, minnki skreiðarkaup sín, eftir að friður kemst á, fyrir utan það, að eftir styrjöld er allt í rúst og fátækt og vesaldómur tekur við hjá því fólki, er áður var vcl bjargálna. Þetta eru afleið- ingar strí'os, hvar sem er, og verð- ur skaðinn aldrei fullbættur. NÍGERÍA. Nígería er fjölmennasta land Af- ríku, og ríkti þar velmegun, meðan hún var nýlenda Breta, en landið naut þá mikillar sjálfstjórnar. Það hlaut sjálfstæði í apríl 1960, og gekk þar allt vel fyrstu árin. Var uppbyggingin mikil, og var oft til landsins vitnað,er nefna þurfti Af- ríkuland á framfarabraut. SUNDURLYNDI. Hinar góðu og miklu vonir hafa nú brugðizt. Það má mest kenna sundurlyndi íbúanna, enda er kannski ekki við öðru að búast, því að ættflokkarnir eru margir og talar hver sína tungu, þó að enska sé sameiginlegt mál, opin- Heildarskreiðarútflutn- ingur fslendinga (í tonnum): 1960: 7434,0 1961: 10674,1 1962: 10653,5 1963: 9615,5 1964: 11579,7 1965: 12243,3 1966: 8744,8 Útflutningur skreiðar til Nígeríu (í tonnum): 1960: 5090,1 1961: 4635,7 1962: 4628,6 1963: 5228,6 1964: 8212,0 1965: 8641,8 1966: 6602,8 Skreiðarútflutningsverðmæti (í millj. ísl. kr.): 1963: 278,656 1964: 337.403 1965: 375.944 1966: 309.882 Heildarútflutningur íslendinga alls (í millj. kr.): 1963: 4.046.308 1964: 4.775.949 1965: 5.558.880 1966: 6.046.951 bert mál, eins og kallað er. Aðal- þjóðflokkarnir eru: HausaríNorð- ur-Nígeríu, Yorubar í Vestur- Nígeríu, Fulanir í Norðaustur- Nígeríu og íbóar í Austur-Nígeríu. Nú hefur þjóðflokkunum lent saman, og óhugsandi virðist, að nokkrar sættir verði. Þessa blóm- lega lands, er eitt sinn átti sér svo mikla framtíð, virðast því bíða erfðir tímar og ill örlög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.