Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 24
24 FFÍJÁLS VERZLUN viótal vió kristján g. gíslason F.V.: Hvaða þýðingu teljið þér, að starisemi Verzlunarróðs ís- lands hafi haít og hafi íyrir verzl- unarstéttina og þjóðina í heild? K.G.G.: í sambandi við þessa spurningu má minnast á ýmislegt, t. d. rekur Verzlunarráðið Verzi- unarskóla íslands með styrk frá ríki og borg. Verzlunarráðið starfrækir einu opinberu upplýsingaskrifstofuna, sem veitir erlendum aðilum upp- lýsingar um íslenzk fyrirtæki. Slíkar upplýsingaskrifstofur eru starfræktar í öllum menningar- löndum, og væri ekki vansalaust, ef slík stofnun væri ekki hér. Það, sem skiptir þó mestu máli 1 sambandi við ráðið er, að það hlýtur að vera ákjósanlegt, jafn- vel nauðsynlegt fyrir þjóðfélags- stéttir þær, er standa að verzlun, iðnaði, siglingum o. s. frv. að starfrækja sameiginlega stofnun, sem fylgist með opinberum á- kvörðunum um málefni, sem þær skipta, og jafnframt, ef nauðsyn krefur, að bera fram rökstutt álit um gagnsemi og nauðsyn slíkra ákvarðana. Þann tíma, sem ég hef haft afskipti af þessum málum, er mér ljúft að geta þess, að ábend- ingum af okkar hálfu til opin- berra aðila hefur ávallt verið vel tekið, og ég þori að halda þvi fram, að Þær hafi í mörgum til- fellum haft jákvæð áhrif, ekki eingöngu fyrir félaga Verzlunar- ráðsins, heldur fyrir þjóðina í heild. F.V.: Hver er að yðar áliti veigamesti áfanginn, sem náðst hefur fyrir atbeina Verzlunarráðs- ins? K.G.G.: Þessari spumingu er erfitt að svara, en mér dettur í þessu sambandi í hug listamaður, þykir jafnvænt um öll verkin sín eða móðir um börnin sín. Við höf- um haldið fram frjálsri verzlun sem hinni einu réttu stefnu í verzlunarmálum. í þessu sam- bandi má geta þess, að við erum tvímælalaust þeirrar skoðunar, að þótt nú virðist syrta í álinn í bili, þá stafi það ekki af þessari stefnu, en út í þá sálma vil ég ekki fara frekar hér. Við höfum bent á, að takmörk séu fyrir því, hve háir tollar megi vera. Við viljum sporna gegn þeirri þróun, að Glasgow verði höfuðverzlunar- borg íslendinga. Hefur komið í ljós, að tolltekjur ríkisins auk- ast með lækkun tolla. Einnig höf- um við bent á gagnsleysi og jafn- vel skaðsemi svonefndra verð- lagshafta. F.V.: Hvað viljið þér segja um stöðu og hag verzlunarinnar nú? K.G.G.: Verzlunarmálin eru auðvitað í nánum tengslum við hina einhliða framleiðsluatvinnu- vegi okkar. Þegar þjóðartekjurn- ar aukast, t. d. vegna aukins afla og verðhækkunar á fiskafurðum, er ekki óeðlilegt að krafizt sé, að umframtekjum verði dreift meðal þjóðarinnar í hækkuðum launum, aflahlut o. s. frv. Rök- rétt hugsun hlýtur þó að leiða í ljós, að minnki aflinn og verðið lækki, hljóti tekjur þær, sem áð- ur hækkuðu að lækka, en þá vandast málið. Reyndur útgerðarmaður sagði nýlega við mig, að hann sæi eng- in önnur ráð til þess að forðast slík vandræði í framtíðinni en að taka kúfinn af verðhækkun til geymslu í varasjóði, sem notaður yrði til verðjöfnunar síðar. Á þann hátt yrði komist hjá hættu- legum tekjusveiflum. Eins og ég gat um áðan, er verzlunin í nánu sambandi við þetta, hún eykst, þegar miklum tekjum er dreift meðal þjóðarinnar, en öfugt, þeg ar þær minnka, og þá fer hún ekki varhluta af óumflýjanlegum erfiðleikum. F.V.: Hvemig er samstarfi VerzlunarráSsins og aðildarfélag- anna háttað? K.G.G.: Málin berast frá ein- stökum meðlimum og eru oft send aðildarfélögunum, Félagi ísl. iðn- rekenda, Félagi ísl. stórkaup- manna og Kaupmannasamtökum íslands til umsagnar. Stundum berast málin frá þessum félögum, og eru þá unnin og athuguð af starfsliði ráðsins og síðan rædd í stjórn þess og framkvæmdastjórn, sem ákvarðar málsmeðferð og stefnu málanna. í stjórninni eiga sæti, auk kosinna meðlima, full- trúar ofannefndra stéttarfélaga. F.V.: Eru lyrirhugaðar nokkrar breytingar á starfsemi Verzlunar- ráðsins? K.G.G.: Ég ræddi þetta atriði nokkuð í stuttu ávarpi í hátíðar- riti, sem Verzlunarútgáfan gaf út í tilefni af 50 ára afmæli Verzlun- arráðsins. Eins og fyrr getur, er verzlunin, þ. e. a. s. stórsala og smásala og iðnaðurinn, aðilar að Verzlunarráðinu og auk þess ýms sérgreinafélög og fyrirtæki og stofnanir, er annast siglingar, vá- tryggingar, bankastarfsemi og fleira. Fyrstnefndu stéttir iðnað- ar, stórsölu og smásölu hafa sin eigin félög með starfsliði til þess að vinna að sínum sérhagsmuna- málum. Ég tel þetta fyrirkomulag ákjósanlegt, en hins vegar tel ég nauðsynlegt, að samstarfið verði nánara en það er nú, þar eð ég tel sameiginleg hagsmunamál yfir- gnæfandi og því fengist meiri og betri starfsárangur með auknum samruna félaganna. Verða þessi mál áreiðanlega til athugunar á næsta starfsári Verzlunarráðs ís- lands. í þessu sambandi mætti geta þess, að Hagemann Petersen heimsótti nýlega Verzlunarráðið í tilefni af 50 ára afmælinu og færði þvi gjafir og hamingjuóskir. Hr. Petersen er formaður að öðru af tveimur verzlunarráðum Dan- merkur, þ. e. Provins Handels Kammeret, eða verzlunarráði fyr- ir Danmörku utan Kaupmanna- hafnar. Hins vegar er annað verzl- unarráð fyrir Kaupmannahöfn. Hann lét þess getið, að nú stæði til að sameina þessi tvö Verzlun- arráð í Danmörku, því að Danir, með um 5 milljónir manna, hefðu ekki ráð á að starfrækja tvö verzlunarráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.