Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 22
22 ir, t. d. Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, Gunnar Thorodd- sen sendiherra, Halldór Kjartans- son í Elding Trading og dr. Jón Gíslason .skólastjóri, svo að ein- hverjir séu nefndir. Ekki bar á Kristjáni öðrum fremur í skóla. Hann tók þó nokkurn þátt í félagslífinu, svo sem málfundafélögunum Fjölni og Framtíðinni. Hann stofnaði knatt- spyrnufélag, sem keppti við stú- denta og vann þá. Kristján skrif- aði í Skólablaðið, m. a. um nauð- syn þess, að skólinn eignaðist lóðir þær, sem takmarkast af Amt- mannsstíg, Þingholtsstræti og Bók- hlöðustíg. Á þessari lóð var síðar nýi skólinn byggður. Þótt Kristján væri máladeildar- maður, lét honum bezt stærð- fræði, einkum flatarmálsfræði; fannst hún raunhæft og skemmti- legt viðfangsefni. Eftir stærð- fræðinni kunni hann bezt við málanám, þó ekki latínuítroðslu, heldur nýju málin. Stóð hugur Kristjáns þegar til kaupsýslu- starfa, og hefur hann eðlilega talið, að nýju málin yrðu sér gagnlegra veganesti á lífsleiðinni en bardagalýsingar Rómverja á frummálinu eða annar torskilinn f orneskj ulærdómur. Höfundur þessarar greinar spurði Kristján eitt sinn að því, hvernig honum hefðu fallið menntaskólaárin. Hann lét vel af og sagðist minnast margra skemmtilegra atvika. Eitt hið minnisstæðasta kvað hann sér vera það, er félagi hans, Halldór Kjart- ansson, sofnaði í tíma hjá Kristni heitnum Ármannssyni. Hafði Kristinn þann ,sið, að hann gekk fram og aftur um bekkinn með bókina fyrir framan sig og hlýddi mönnum yfir. Leit Kristinn títt til Halldórs, hikaði lengi vel og ruggaði sér fram og aftur. Loks tók hann á sig rögg, staðnæmdist hjá Halldóri, klappaði léttilega á öxl hans og sagði: „Morgunkaffi, morgunkaffi“. — Þetta kvað Kristján bezt lýsa prúðmennsku og lagni Kristins heitins. í ÞÝZKALANDI. Eins og áður var sagt, lauk Kristján stúdentsprófi árið 1929. Sigldi hann þá um haustið til Þýzkalands og settist í verzlunar- háskóla í Berlín. Þar var hann við nám eitt ár. Um þe&sar mundir tók naz- isminn að skjóta rótum í Þýzkalandi. Gerðist Kristján þá svo frægur að sjá og heyra Adolf Hitler tala og einnig kommúnista- leiðtogann Táhlemann. Ekki telur hann þá hafa haft nein áhrif á sig, en segist ekki gleyma þessum um- brotatímum. Þegar Kristján hafði numið í Þýzkalandi um hríð, barst honum bréf frá Garðari, föður sínum. Sagðist Garðar þar vera farinn að eldast og þreytast. Kvað hann eðli- legast, að Kristján hæfi störf við fyrirtækið og sagði hann mundu læra meira af hagnýtum störfum en langri skólavist. Kristján bað föður sinn ráða og hélt heim að beiðni hans árið 1931 og hóf störf við fyrirtæki hans. KAUPSÝSLUSTÖRF. Hjá Garðari Gíslasyni h.f. Þeg- ar til kom, var Garðar ekki svo þreyttur sem hann hafði áður álit- ið. Að minnsta kosti hélt hann fullri starfsorku eftir sem áður. Hafði Garðar ávallt verið mikill starfsforkur, og um þessar mundir átti hann í miklum deilum við samvinnuhreyfinguna. Lét hann ekki nægja orðin ein, heldur fylgdi athöfn orði. Stofnaði Garð- ar verzlunina að Minni-Borg í Grímsnasi, sem vera skyldi upp- haf fleiri sveitaverzlana. Áður hafði hann stofnað verzlanir í Ól- Kristján er mikill listunnandi. Hér stendur hann hjá stúlkumynd eftir Jón Stefánsson, en þessi mynd prýddi eitt sinn veggi Landsbankans. afsvík og Keflavík. Starfaði Kristján, sonur hans, nokkuð að þessu með honum. Garðar hafði alla tíð starfað mik- ið að öðrum málum en rekstri eig- in fyrirtækis. Voru því ærin verk- efni fyrir syni hans, meðan á því stóð, að eitthvert utanaðkomandi verkefni greip huga hans allan, en hins vegar var gamli maðurinn ekkert á því að láta aðra um að vinna ,sín störf við fyrirtækið, þegar hann var þar sjálfur. Var það því ærið mismunandi, hversu mikið Kristján fékk að starfa við fyrirtæki föður síns. Veitti þetta honum rúman tíma aðra stundina, og starfaði hann mikið í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur á þess- um árum ásamt Friðþjófi heitn- um Johnson, en þeir voru miklir vinir. Meðal annars gáfu þeir út rit: „Verzlunarmannafélag Hverfisgata 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.