Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 47
FRJALS VERZLUN 47 BREYTINGAR MEÐ TILKGMU HÆGRI AKSTURS Verður ekið upp Laugaveginn? Með tilkomu hægrihandar akst- ursins á næsta ári munu fyrirhug- aðar ýmsar breytingar á umferð- inni í því skyni að greiða fyrir öruggari og greiðari umferð, eftir því sem kostur er. Ekki er aðeins um að ræða að flytja umferðina af vinstri vegarbrún yfir á þá hægri, heldur mun og í sumum tilvikum talið nauðsynlegt af umferðaryfirvöldum að breyta um akstursáttir einstefnuaksturs- gatna, þannig að götur, sem ekið hefur verið um í áraraðir ein- göngu frá austri til vesturs eða norðri til suðurs, muni óhjá- kvæmilegt að aka um í gagnstæða átt við það, sem verið hefur. Laugavegur. Ein mikilvægasta breyting, sem nefnt hefur verið, að gera þurfi í þessu sambandi, er á Laugaveginum í Reykjavík. Ástæðan mun talin vera gatna- mótin inn við Hlemmtorg. Til að komast hjá því, að umferðin „skerist í sundur“ þar innfrá, verði að snúa akstursáttum Lauga- vegar og Hverfisgötu við frá því, sem verið hefur. Enda þótt vafa- laust þurfi að gera hliðstæðar eða aðrar breytingar annars staðar, mun ég einungis halda mér við þessar tvær tilteknu götur, svo mjög sem þær eru rótgrónar og umferðarþunginn mikill, sem um þær fer. Eigendur verzlana og verzlun- arhúsa við Laugaveg hafa af eðli- legum ástæðum leitt nokkuð get- um að því, hvort og þá hvaða áhrif slík breyting kunni að hafa í för með sér á Laugaveginum sem verzlunargötu. Slíkar hug- leiðingar eru ofur eðlilegar, sér í lagi, þegar hafðar eru í huga Sigurður Magnússon. allar þær mörgu verzlanir, sem við Laugaveginn eru, hin mikla fjárfesting, sem þar hefur þegar verið lagt í og áformað er að auka og þá um leið sú tekjulind, sem borgarsjóður hefur af starfsemi þessara fyrirtækja með álagningu aðstöðugjalda. Allar framangreindar ástæður hafa orðið til þess, að ýmsir verzl- anaeigendur hafa óskað eftir því, að Kaupmannasamtökin athug- uðu hugsanleg áhrif fyrirhugaðra breytinga á umferðinni. Fulltrúar samtakanna hafa þegar kannað þetta mál nokkuð og rætt það við forystumenn umferðarmála. Frjáls verzlun hefur óskað eft- ir, að ég skýrði nokkuð nánar frá þessum athugunum ogviðhorf- um kaupmanna. Skal það gert, eftir því sem föng eru á. ATHUGANIR. Ef leitazt er við að gera sér nokkra grein fyrir áhrifum vænt- anlegra breytinga, tel ég, að eink- um þurfi að hafa eftirtalin þrjú meginatriði í huga: 1) Umferðarmagnið, þ.e. fjölda og tegund þeirra farartækja, sem nú aka niður Laugaveg. 2) Eðli umferðarinnar (straumsins), s e m u m Laugaveginn fer. 3) Aðstöðuna, sem myndast við það, hvernig tveim fyrstu at- riðunum er varið. Skv. upplýsingum, sem ég hef aflað mér, fara u. þ. b. 325 stræt- isvagnar niður Laugaveg á hverj- um degi. Farþegafjöldi í þessum vögnum er 10—12 þúsund manns. manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.