Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 23
StiHíÍK Reykjavíkur 1891—1936“, sem telja má undanfara Frjálsrar verzlunar. Á sjálfs síns vegum. Svo sem áður var að vikið, starfaði Garðar enn mikið við fyrirtæki sitt. Einn- ig var Bergur, bróðir Kristjáns, starfandi við fyrirtækið, og áleit Kristján, að eiginlega bæri ekki brýna nauðsyn til þess, að hann ynni hjá Garðari Gíslasyni h.f. Varð þetta til þess, að hann afréð að komast áfram í viðskiptalífinu af sjálfsdáðum. Lét hann af störf- um við fyrirtæki föður síns árið 1938, en árið áður hafði hann kvænzt Ingunni, dóttur Jóns Her- mannssonar, fyrrv. tollstjóra. Hefur þeim hjónum orðið þriggja barna auðið. Þau eru: Þóra list- fræðingur, Garðar lögfræðingur og Jón lögfræðinemi. KRISTJÁN G. GÍSLASON H.F. Kristján vann fyrst í stað við ýmis verzlunarstörf til undirbún- ings eigin fyrirtækis, Kristján G. Gíslason h.f., sem tók opinberlega til starfa árið 1941. Stríðiðvarþáí algleymingi og erfitt um vöruað- drætti. Því var á þeim árum stofn- að firmað Kristján G. Gíslason & Co að 52 Wall Street, New York til þess að annast innkaupí Banda- ríkjunum, en var lagt niður, þegar verzlunin færðist í eðlilegt horf eftir stríðið. Eftir stríð. Viðskiptahættir breytt- ust mjög eftir.síðari heimsstyrjöld. í stað þess, að mest væri verzlað við Bandaríkjamenn, urðu austan- tjaldslöndin mikil viðskiptalönd íslendinga. Átti Kristján þá eink- um viðskipti við Tékka. Flutti hann mikið inn af vefnaðarvörum, hjólbörðum, tréplötum o. fl. Átti hann einnig á tímabili sæti í samn- inganefndum þeim, er sömdu við Tékka og Vestur-Þjóðverja. Fyrir eitt hefur Kristján hlotið mikið lof þeirra, er til þekkja. Telur hann reyndar sjálfur, að þar hafi hann unnið sitt þarfasta verk á verzlunarferli sínum. Á árunum eftir stríð hafði salt- fiskframleiðsla dregizt mjög ,sam- an. Hins vegar höfðu risið upp mörg frystihús, og frystifiskfram- leiðsla jókst hröðum skrefum og langt umfram sölumöguleika. Varð að setja á veiðibann vegna óseldra birgða í frystihúsunum. Ýtti þetta undir viðskipti við aust- antjaldslöndin, sem keyptu fiskaf- urðir íslendinga að vissu marki, en aðeins gegn greiðslu í vörum. Kristján átti þá í samningum við Tékka. Tókst honum að fá þá til þess að kaupa fisk umfram samn- inga, en fékk í staðinn fimm vatns- aflsstöðvar frá Tékkum, þ. á m. Grímsárvirkjun og rafstöðvar á Vestfjörðum. Voru með þessu slegnar tvær flugur í einu höggi: offramleiðslufiskurinn seldur og landið rafvætt. Síðari ár. Á síðari árum, eftir að viðskiptafrelsi komst á, hefur Kristján breytt um viðskiptalönd, horfið frá austantjaldsviðskiptum að mestu leyti og verzlar vitanlega þar, sem innkaup eru hagkvæm- ust hverju sinni. Fyrirtæki Kristjáns, KristjánG. Gíslason h.f., er til húsa að Hverf- isgötu 6. Þar er einnig Garðar Gíslason h.f. Er húsið sameign Kristjáns og systkina hans, en fyrirtæki han.s á fimmtu hæð þess. Á þeirri hæð hússins er venju- lega ys og þys. Þar starfa ellefu manns, síminn hringir oft, við- skiptavinir koma í heimsókn, menn koma með fyrirspurnir, og útlendingar þurfa fyrirgreiðslu ræðismannsins. Það er því undra- vert, hversu rólegur og ljúfmann- legur for.stjórinn er mitt í þessari hringiðu. Á stjórnarfundi hjá Verzlunarráði íslands. TRÚNAÐARSTÖRF OG TRAUST. Þeir, sem þekkja Kristján G. Gíslason, bera honum stórvel sög- una. Hann er manna háttprúðast- ur, en þó ákveðinn. Eitt sinn mun hann hafa látið þau orð falla í vinahópi, að hann vonaðist til þess að komast undir græna torfu án þess, að á hann félli víxill. Hann bætti því þá við, að heldur vildi hann tapa á viðskiptavini og hafa hann ánægðan en græða á honum og senda hann frá sér graman eða leiðan. Það er vafalaust vegna þessara kosta mannsins, að starfsbræður hans hafa sýnt honum svo mikið og verðskuldað traust. Stórkaup- menn kusu hann formann sinn ár- ið 1959 og endurkusu síðan eins oft og lög þeirra leyfðu. Skipaður hefur hann verið í ýmsar nefndir. Hann varð ræðismaður Belga hér- lendis árið 1962 og aðalræðismaður árið 1964. Og nú situr hann í for- sæti Verzlunarráðs fslands á merk- ustu tímamótum þess: fimmtíu ára afmælinu. Kristján G. Gíslason er gott dæmi um sannan verzlunannann, og væri það sómi verzlunarstéttar- innar að eiga sem flesta hans líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.