Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 48
4B FrfjALS VERZLUN miw œnmi ms Fjölmargar bílaprófanir um allan heim eru sam- móla um góða eiginleika Ford Cortina. — Tryggið yður Ford Cortina 1968. Verður til af- groiðslu um næstu mónaðamót. SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 UMBOÐIÐ Því miður hef ég ekki handbær- ar upplýsingar um fjölda annarra bifreiða, sem aka þessa sömu leið á degi hverjum, en ljóst er, að þær skipta þúsundum og farþega- fjöldinn eftir því. Fara sumir far- þega úr á Laugaveginum, aðrir ekki. Einn meðlima Kaupmannasam- takanna, Jón Hjartarson, fulltrúi í Húsgagnahöllinni, útskrifaðist árið 1964 sem viðskiptafræðing- ur frá Háskólanum. Kandidatsrit- gerð hans fjallaði um „stórrekstur í smásölu“. Meðal margra við- fangsefna, sem hann rannsakaði og gerði skil í ritgerð sinni, var hvernig farþegar í strætisvögnun- um á Laugaveginum „höguðu sér“, ef svo mætti segja, í því að yfirgefa vagnana. Þessi athugun leiddi margar athyglisverðar stað- reyndir í ljós. Kom m. a. fram, að fólkið, sem kom á Laugaveginn til að verzla, tókst ferð sína á hendur að yfirgnæfandi meiri- hluta á vissum tíma dagsins og það fór úr strætisvögnunum á ákveðnum stöðum á Laugavegin- um og hafði flest yfirgefið vagn- ana, áður en komið var niður í Bankastræti. Breytingar. Af þessum upplýs- ingum um eðli umferðarinnar liggur ljóst fyrir, að hlutverk far- artækjanna er að koma með fólk úr fjölbýlustu borgarhverfunum á Laugaveginn til að verzla íþeim búðum, sem þar eru staðsettar. Með fyrirhuguðum breytingum verður hlutverk sömu farartækja gagnstætt, þ. e. a. s. að fólk ekur um Laugaveg til að kom- ast út úr verzlunargötunni og það fólk, sem notar strætis- vagnana, fer á biðstöðvar við Laugaveginn til að ná í vagna, sem eru á leið út úr verzlunargöt- unni. Það eru þessar breytingar, sem eigendur verzlana við Laugaveg óttast, að muni breyta þeirri að- stöðu, sem þeir búa við nú. Verzlunareigendur við Laugaveg telja, að með fyrirhuguðum breyt- ingum á umferðinni geti orðið svo mikil röskun á rótgrónum verzl- unarvenjum, að erfitt sé að gera sér fulla grein fyrir, hver áhrifin verði. Hafa þarf í huga, að skv. aðal- skipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir, að göturnar Laugavegur, Bankastræti og Austurstræti verði í framtíðinni að öllu eða mestu leyti lokaðar fyrir umferð öku- tækja. Eru þessar götur hugsaðar sem aðal-verzlunargötur og ein- göngu fyrir gangandi fólk. Slíkt hefur átt sér stað víða erlendis, og munu margir fslendingar hafa kynnzt því af eigin raun á ferða- lögum sínum. Þegar þannig verð- ur komið hér í Reykjavík, gegnir allt öðru máli. Ég held hins veg- ar, að óhætt muni að gera ráð fyrir, að verulega langur tími líði, þar til svo verður. Það, sem um er að ræða, er því það, að þangað til sú breyting verður að veruleika, verði sem minnst röskun á þeirri aðstöðu, sem nú er og búizt hefur verið við, að verða mundi áfram. Hvernig bað megi takast, geta svo verið skiptar skoðanir um. Ýmsir möguleikar virðast þó koma til greina. Má í því sam- bandi nefna: 1. Að byggð verði yfirbyggð gata (brú) inni við Hlemm- torg. 2. Að ekið yrði bæði niður Laugaveg og Hverfisgötu, en út úr bænum um Skúlagötu og Hringbraut. 3. Að strætisvögnum einum, sem flytja hinn mikla fjölda fólks og ætlað er að flytja enn fleira fólk hér eftir en hingað til, sökum vöntunar á bifreiðastæðum í miðbæn- um, verði sköpuð aðstaða til að aka niður Laugaveg. rað. Hver svo sem niðurstaðan yrði, verður ekki komizt hjá því að taka tillit til þeirra ábendinga, sem komið hafa fram í þessum efnum. Það er flest, sem mælir með því: í fyrsta lagi aðstaða þeirra, sem verzla við Laugaveg- inn. í öðru lagi þarfir almennings á því að hafa sem greiðastan að- gang að þeim margvíslegu verzl- unarfyrirtækjum, sem staðsett eru við Laugaveginn, og í þriðja lagi þarfir borgarsjóðs, sem hlýtur að skipta það miklu máli, að fjór- hagslega traustan grundvöll sé að finna hjá þeim hundruðum fyrir- tækja, sem á þessu svæði starfa. Það er trúa mín, að bæði borg- ar-og umferðaryfirvöld munileita allra úrræða til þess að fyrir- byggja óþægindi og röskun, sem breytingum kyrinu að vera sam- fara. Sig. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.