Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 19
FRJÁLS VERZLUN 19 gæta, en það er íslenzka bænda- stéttin, hafa aldrei tekið mál þessi föstum og ákveðnum tökum í gegn- um hagsmunasamtök sín. En sem betur fer er nú að komast .skriður á mál þessi í þeim „herbúðum“ og bersýnilega um hugarfarsbreyt- ingu þar að ræða. Er gott til þess að vita. í öðru lagi tel ég, að af hálfu hins opinbera hafi ógiftu- samlega tekizt um gang þess- ara mála hér síðustu áratug- ina, og sú starfsemi hefur hvorki orðið til þe.ss að vekja traust manna á nýjum atvinnu- vegi í þessum efnum né heldur áhuga. Þar hefur að mínu viti ver- ið unnið skipulagslaust og oft á tíðum á alröngum forsendum. Er illt til slíks að vita, en þetta stend- ur þó vonandi til bóta í framtíð- inni. |+2=5 ÞAÐ ER NEI i ÞAÐ ER RANGT! EN REIKNINGS- SKEKKJUR ERU ÓÞARFAR ÞEGAR VIÐ HENDINA ER Ziniin£yx mM3 RAFKNÚIN REIKNIVÉL MEÐ PAPPÍRSSTRIMLI TILVALIN FYRIR » VERZLANIR *SKRIFSTOFUR MÐNAÐARMENN *OG ALLA SEM FÁST VIÐ TÖLUR tekur + LEGGUR SAMAN 10 stafa tölu — DREGUR FRÁ X MARGFALDAR gefur 11 stafa útkomu * skilar kredit útkomu Fyrirferðarlítil á borði — stœrð aðeins: 19x24,5 cm. Traust viðgerðaþjónusta. Ábyrgð. Jr O. KORNERII P-HAMtEM ■= SlMI 24420-SUÐURGATA 10-REYKJAVlK Er unnið að framtíðarþróun mála þessara á réttan hátí — og þá eftir hvaða höfuðsíefnum, ef þœr haía verið fastmótaðar enn? Ég er raunverulega búinn að svara að nokkru leyti þessari spurningu hér að framan. Get að- eins bætt því við, að enn hafa eng- ar höfuðstefnur verið fastmótaðar í þessum efnum af þeim, sem með mál þessi hafa farið fyrir ríkis- valdið. Það vita allir, sem með þeim málum hafa fylgzt, að þar hefur verið unnið algerlega skipu- lagslaust, sem að sjálfsögðu hefur oft á tíðum haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar. Slíkt er hægt að sanna með ótal ábendingum og dæmum, en til þess er hvorki tími né rúm hér, enda ekki til þess ætlazt í spurningu yðar. Hvaða aðilar eiga hér hags- muna að gœta? Vitanlega eiga hér allir hags- muna að gæta. Fyrst og fremst þjóðin öll, sem í þessum efnum býr yfir geysilega miklum hags- munum, möguleikum og verðmæt- um. Þá er hér um að ræða eitt allra verðmesta hagsmunamál ís- lenzks landbúnaðar. Einstakling- ar eiga hér möguleika til at- vinnurekstrar og verðmætasköp- unar. Sportveiðimenn eiga allt undir því, að vel takist til í þess- um efnum. Hraðfrystihúsin eiga hér mikla ónýtta möguleika. Og síðast en ekki sízt á ísland í þess- um málum einn allra stærsta og glæsilegasta möguleikann til þess að laða hingað eftirsóknarverða, vellríka og áhugasama ferðamenn. Hvað viljið þér segja um veið- ar Dana við Grœnland? Þessi spurning er alltaf tímabær. Laxveiðar Dana við Grænland eru áreiðanlega ákaflega hættulegar og hvimleiðar. Ég tel, að það, sem ég sagði um þessi mál í Morgunblaðs- grein minni hinn 30. júní 1966, sé í fullu gildi nú, en það var 1 höfuð- dráttum á þessa leið: „Undanfarin ár hafa borizt óhugnanlegar fréttir um hina gíf- urlegu netaveiði Dana á laxi við suðvesturströnd Grænlands. Síð- ustu vikurnar hafa áhugamenn hér mjög rætt um það, af hverju það stafi, hve lítill lax sé genginn í íslenzkar veiðiár og hve seint hann gangi. Margir eru þeirrar skoðun- Jakob V. Hafstein á bökkum Lax- ár í Aðaldal. ar, að íslenzki laxinn hafi verið strádrepinn af Dönum við Græn- land. Við vitum það, að laxar, sem merktir hafa verið í Skotlandi, Svíþjóð, írlandi og Noregi — og ef til vill víðar — hafa veiðzt við Grænland í net Dana þar. Hvað er þá sennilegra en að verulegur hluti veiðanna sé lax frá íslandi? ÞaSan á hann langstytzta leið til Grœnlands, og því skyldi ekki okkar lax leita þangað eins og laxinn úr ánum frá fyrrgreindum löndum? Við vitum það, að eng- inn lax elst upp í ánum á Græn- landi, til þess eru þær of stuttar og straumharðar, að dómi fiski- fræðinga, og dr. Bjarni Sæmunds- son segir í bók sinni „Fiskarnir", að lax gangi aðeins í eina á á suð- vesturströnd Grænlands, óveru- lega þó og smávaxinn. Og það, sem kallaður hefur verið Græn- landslax, er sjóbleikja, væn og fal- leg, sem á ekkert skylt við At- lantshafslaxinn. Má þá ekki .spyrja: Ef þessi lax, sem er veidd- ur í netin við Grænlandsstrendur, er ekki að töluverðu magni úr ís- lenzkum ám — hvaðan kemur hann þá? Er ekki tími til þess kom- inn að stjórnvöldin okkar láti þetta mál mjög til sín taka og beiti sér af alefli fyrir því í Alþjóða- hafrannsóknarráðinu að þessari veiði verði þegar í stað hætt. í sjálfu sér skiptir vitanlega ekki höfuðmáli, hvaSan þessi lax gengur til Grœnlands og hafnar þar í netum Dana, heldur hitt, aS samtök þjóðanna geri sér það sem allra fyrst Ijóst, að það er rán — svo ekki sé meira sagt — að stunda netaveiði á göngufisk- um í sjó — hvar sem er". Við vitum það, að laxinn fæðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.