Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 19
FRJÁLS VERZLUN
19
gæta, en það er íslenzka bænda-
stéttin, hafa aldrei tekið mál þessi
föstum og ákveðnum tökum í gegn-
um hagsmunasamtök sín. En sem
betur fer er nú að komast .skriður
á mál þessi í þeim „herbúðum“ og
bersýnilega um hugarfarsbreyt-
ingu þar að ræða. Er gott til þess
að vita. í öðru lagi tel ég, að af
hálfu hins opinbera hafi ógiftu-
samlega tekizt um gang þess-
ara mála hér síðustu áratug-
ina, og sú starfsemi hefur
hvorki orðið til þe.ss að vekja
traust manna á nýjum atvinnu-
vegi í þessum efnum né heldur
áhuga. Þar hefur að mínu viti ver-
ið unnið skipulagslaust og oft á
tíðum á alröngum forsendum. Er
illt til slíks að vita, en þetta stend-
ur þó vonandi til bóta í framtíð-
inni.
|+2=5
ÞAÐ ER
NEI
i
ÞAÐ ER RANGT! EN REIKNINGS-
SKEKKJUR ERU ÓÞARFAR ÞEGAR
VIÐ HENDINA ER
Ziniin£yx mM3
RAFKNÚIN REIKNIVÉL
MEÐ PAPPÍRSSTRIMLI
TILVALIN FYRIR
» VERZLANIR
*SKRIFSTOFUR
MÐNAÐARMENN
*OG ALLA SEM
FÁST VIÐ TÖLUR
tekur
+ LEGGUR SAMAN 10 stafa tölu
— DREGUR FRÁ
X MARGFALDAR
gefur 11
stafa útkomu
* skilar kredit útkomu
Fyrirferðarlítil á borði — stœrð aðeins:
19x24,5 cm.
Traust viðgerðaþjónusta. Ábyrgð.
Jr
O. KORNERII P-HAMtEM ■=
SlMI 24420-SUÐURGATA 10-REYKJAVlK
Er unnið að framtíðarþróun
mála þessara á réttan hátí — og
þá eftir hvaða höfuðsíefnum, ef
þœr haía verið fastmótaðar enn?
Ég er raunverulega búinn að
svara að nokkru leyti þessari
spurningu hér að framan. Get að-
eins bætt því við, að enn hafa eng-
ar höfuðstefnur verið fastmótaðar
í þessum efnum af þeim, sem með
mál þessi hafa farið fyrir ríkis-
valdið. Það vita allir, sem með
þeim málum hafa fylgzt, að þar
hefur verið unnið algerlega skipu-
lagslaust, sem að sjálfsögðu hefur
oft á tíðum haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar. Slíkt er hægt að
sanna með ótal ábendingum og
dæmum, en til þess er hvorki tími
né rúm hér, enda ekki til þess
ætlazt í spurningu yðar.
Hvaða aðilar eiga hér hags-
muna að gœta?
Vitanlega eiga hér allir hags-
muna að gæta. Fyrst og fremst
þjóðin öll, sem í þessum efnum
býr yfir geysilega miklum hags-
munum, möguleikum og verðmæt-
um. Þá er hér um að ræða eitt
allra verðmesta hagsmunamál ís-
lenzks landbúnaðar. Einstakling-
ar eiga hér möguleika til at-
vinnurekstrar og verðmætasköp-
unar. Sportveiðimenn eiga allt
undir því, að vel takist til í þess-
um efnum. Hraðfrystihúsin eiga
hér mikla ónýtta möguleika. Og
síðast en ekki sízt á ísland í þess-
um málum einn allra stærsta og
glæsilegasta möguleikann til þess
að laða hingað eftirsóknarverða,
vellríka og áhugasama ferðamenn.
Hvað viljið þér segja um veið-
ar Dana við Grœnland?
Þessi spurning er alltaf tímabær.
Laxveiðar Dana við Grænland eru
áreiðanlega ákaflega hættulegar og
hvimleiðar. Ég tel, að það, sem ég
sagði um þessi mál í Morgunblaðs-
grein minni hinn 30. júní 1966, sé
í fullu gildi nú, en það var 1 höfuð-
dráttum á þessa leið:
„Undanfarin ár hafa borizt
óhugnanlegar fréttir um hina gíf-
urlegu netaveiði Dana á laxi við
suðvesturströnd Grænlands. Síð-
ustu vikurnar hafa áhugamenn hér
mjög rætt um það, af hverju það
stafi, hve lítill lax sé genginn í
íslenzkar veiðiár og hve seint hann
gangi. Margir eru þeirrar skoðun-
Jakob V. Hafstein á bökkum Lax-
ár í Aðaldal.
ar, að íslenzki laxinn hafi verið
strádrepinn af Dönum við Græn-
land. Við vitum það, að laxar, sem
merktir hafa verið í Skotlandi,
Svíþjóð, írlandi og Noregi — og
ef til vill víðar — hafa veiðzt við
Grænland í net Dana þar. Hvað
er þá sennilegra en að verulegur
hluti veiðanna sé lax frá íslandi?
ÞaSan á hann langstytzta leið til
Grœnlands, og því skyldi ekki
okkar lax leita þangað eins og
laxinn úr ánum frá fyrrgreindum
löndum? Við vitum það, að eng-
inn lax elst upp í ánum á Græn-
landi, til þess eru þær of stuttar
og straumharðar, að dómi fiski-
fræðinga, og dr. Bjarni Sæmunds-
son segir í bók sinni „Fiskarnir",
að lax gangi aðeins í eina á á suð-
vesturströnd Grænlands, óveru-
lega þó og smávaxinn. Og það,
sem kallaður hefur verið Græn-
landslax, er sjóbleikja, væn og fal-
leg, sem á ekkert skylt við At-
lantshafslaxinn. Má þá ekki
.spyrja: Ef þessi lax, sem er veidd-
ur í netin við Grænlandsstrendur,
er ekki að töluverðu magni úr ís-
lenzkum ám — hvaðan kemur
hann þá? Er ekki tími til þess kom-
inn að stjórnvöldin okkar láti
þetta mál mjög til sín taka og beiti
sér af alefli fyrir því í Alþjóða-
hafrannsóknarráðinu að þessari
veiði verði þegar í stað hætt. í
sjálfu sér skiptir vitanlega ekki
höfuðmáli, hvaSan þessi lax
gengur til Grœnlands og hafnar
þar í netum Dana, heldur hitt, aS
samtök þjóðanna geri sér það
sem allra fyrst Ijóst, að það er
rán — svo ekki sé meira sagt —
að stunda netaveiði á göngufisk-
um í sjó — hvar sem er".
Við vitum það, að laxinn fæðist