Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 12

Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 12
12 FRJALS VERZLUN HORNSTEINAR viðskiptalífsins eru hag- kvæmar og traustar tryggingar. Stór hluti þeirra, sem reka verzlanir og fyrirtæki, eiea öll sín tryggingarviðskipti við Almennar tryggingar. ALMENNAR TRYGGINGAR 2 PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 □ H□ PP - SLYS bruninn h]á eimskip Miðvikudaginn 30. ágúst um kl. 11 að kvöldi varð eldur laus í vöruskemmum Eimskipafélags ís- lands við Borgartún í Reykjavík. Eldurinn kviknaði við norð-vest- urhorn tveggja sambyggðra vöru- skála, barst á tiltölulega skömm- um tíma yfir í skálana sjálfa og gjöreyðilagði þá og allt, sem þeir höfðu að geyma, án þess að nokk- uð yrði að gert. Þarna var geymd- ur stykkjavarningur, og namverð- mæti hans tugum milljóna króna að því er álitið er. Um eldsupptök er öldungis ókunnugt. í brunanum í Borgarskála varð líklega mesta eignatjón, sem orð- ið hefur hérlendis. Hefur mönn- um eðlilega orðið tíðrætt um brunann, og ber þar margt til. í fyrsta lagi má geta þess, að slökkviliðsstjóri og yfirmaðurEld- varnaeftirlitsins héldu blaða- mannafund daginn eftir brunann og skýrðu þar frá bréfi, sem Eld- varnaeftirlitið sendi Eimskipa- félagi fslands árið 1964, en í því bréfi æskti Eldvarnaeftirlit- ið betri brunavarna í Borgarskála. Að sögn þessara forystumanna brunavarna fór Eimskipafélagið ekki nægilega eftir þessu bréfi. — Skr if stof ust j óri Eimskipaf élags- ins, Valtýr Hákonarson, hefur vísað þessum ummælum á bug. Þá ber að geta þess, að nokkur kvittur hefur gengið um íkveikju, en ekkert er enn vitað um elds- upptök, eins og áður var sagt. Þá leiddu menn getur að því, hvort Eimskipafélagið mundi inn- heimta farmgjöld og hvort tollar af vörum þeim, er brunnu, yrðu niður felldir. Nú hefur Fjármála- ráðuneytið tilkynnt, að tollar verði niður felldir í þessu tilfelli, en það verði ekki gert aftur í svipuðum tilvikum. Hins vegar mun Eimskipafélagið innheimta farmgjöldin. Mikill hluti þess varnings, er brann, var óvátrvggður. Hafa þannig margir innflytjendur orð- ið fyrir tilfinnanleeu tióni. Er ekki ósennilegt, að Eimskinafélag íslands fái á sig einhveriar kröfur, ef það kemur í ljns. að bruna- vö^num hafi verið áfátt. En varð- andi trvgp-ingar vísast að öðru levti til viðtals á bls. 15, en þar er rætt við Baldvin Einarsson, for- stjóra Almennra trygginga.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.