Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 35

Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 35
FRJALS VERZLUN 35 Hátíðahöldin á 50 ára afmæli Verzlunarráðs Islands Hátíðahöldin í tilefni af 50 ára afmæli Verzlunarráðs íslands fóru fram laugardaginn 16. og sunnu- daginn 17. september, afmælisdag ráðsins. Dagskrá hátíðahaldanna var í stuttu máli þannig, að laugardag- inn 16. september snæddi hátíða- nefndin morgunverð á Hótel Holti með þeim erlendu gestum, er boðnir voru til hátíðahaldanna, en forystumenn verzlunarmála á hinum Norðurlöndunum sóttu ráð- ið heim á þessum tímamótum. Því næst var ekið um borgina, en síð- an setið hádegisverðarboð borgar- stjórans í Reykjavík, Geirs Hall- grímssonar. Um kvöldið var svo meginviðburður hátíðahaldanna, hóf að Hótel Borg, en það sátu nálega 200 manns. Formaður Verzlunarráðsins, Kristján G. Gíslason, setti hófið og bauð gesti velkomna, en skipaði síðan veizlu- stjóra Gunnar J. Friðriksson, for- mann Félags íslenzkra iðnrek- enda. Á sunnudaginn tók Verzlunar- ráðið á móti gestum í Verzlunar- skólanum. Komu nær 400 manns í móttökuna og fékk Verzlunar- ráðið þar ýmsar góðar gjafir. For- maður Verzlunarráðsins tilkynnti, að ákveðið hefði verið að gera Egil Guttormsson heiðursfélaga ráðsins. Þakkaði Egill nokkrum orðum, en síðan fól formaður Gunnari Ásgeirssyni stórkaup- manni stjórn móttökunnar. í móttökunni fluttu fulltrúar ým- issa félagssamtaka ávörp, svo og fulltrúar frá Norðurlöndunum. Um kvöldið var svo haldið áfrum- sýningu í Þjóðleikhúsinu, en sýndur var Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson. Á mánudaginn hélt stjórnVerzl- unarráðsins til Þingvalla með hin- um erlendu gestum, en þar var setið í Valhöll boð viðskiptamála- ráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar. Eftirfarandi myndir gefa von- andi nokkra hugmynd um þessi hátíðahöld, en hér eru birtar myndir frá komu hinna erlendu boðsgesta Verzlunarráðsins, mynd- ir frá móttöku borgarstjóra og frá hófinu að Hótel Borg, og mót- tökunni í Verzlunarskóla íslands.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.