Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 62

Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 62
62 FRJÁLS VERZLUN frú ritstjórn Verzlunarráð Islands á nú hálfrar aldar starf að baki. Var þess minnzt á veglegan hátt með vandaðri og fjölbreyttri hátíðardagskrá. Þá var og gefið út afmælisrit, sem hef- ur að geyma sögu Verzlunarráðsins. — En ánægjulegast við ritið var þó það, hversu margir aðilar sendu Verzlunarráðinu afmælis- og lieillaóskir á þessum tímamótum, — eða á fjórtánda hundrað aðilar. Sýnir þessi mikli fjöldi þeirra, er sendu kveðjur, hvers álits ráðið nýtur meðal verzlunarstéttarinnar og þjóðarinnar. — Þá heiðraði Póst- ogsíma- málastjórnin ráðið með því að gefa út frímerki í tilefni afmælisins. Verzlunarráð Islands hefur á sínum langa starfstíma verið heildarvettvangur kaup- sýslustéttarinnar. Það hefur látið vandamál hennar til sín taka og túlkað skoðanir henn- ar gagnvart hinu opinbera og öðrum þjóðfélagsstéttum, það hefur stefntaðbættuverzlun- arsiðgæði og betri verzlunarháttum, og fyrir frumkvæði þess hefur ýmsum þörfum mál- efnum verið komið í framkvæmd. Má þar fyrst og fremst nefna stofnunVerzlunarbanka Islands og Tollvörugeymslunnar. Þá hefur það haft með höndum rekstur Verzlunarskóla Islands, starfrækt upplýsingaskrifstofu og á allan hátt viljað efla tengsl og góð samskipti verzlunarstéttarinnar við aðrar atvinnugreinar þjóðfélagsins. Em allir sammála um, að vel hafi tekizt til og starf ráðsins orðið landi og þjóð að ómetanlegu gagni. En ekki er nóg að horfa aftur, á þau verkefni, sem þegar hafa verið leyst, því að í nútíð og framtíð bíður það, er gera skal. Nauðsynlegt er því, að kaupsýslumenn íhugi vandlega framtíðarstefnu Verzlunarráðsins og skipulag hagsmuna- og félagssamtaka sinna. Dylst engum, að róttækra breytinga er þörf, ef samtakamáttur verzlunarinnar á að nýtast til fullnustu. Félagssamtök verzlunarinnar eru allmörg. Þau reka hvert um sig eigin skrifstofu, gefa jafnvel út vísa að blöðum, sem þó eru þannig að efni til, að þau eiga ekki erindi til annarra en félagsmanna og hafa þannig hvorki baráttugildi né áhrif út á við. Félögin starfa að visu saman í Verzlunarráði Islands, en það samstarf er of lítið. Dægurmálin taka mest af tíma þessara félaga. Iiöfuðbaráttumálin vilja stundum sitja á hakanum. Er þetta ekki sizt að kenna því, að átakið er dreift og eigi hæft til mikilla átaka. En hér þarf að verða ráðin á bót. Verzlunarstéttin getur ekki staðið dreifð, meðan önnur þjóð- félagsöfl styrkjast með því að sameinast í sístærri baráttu- og hagsmunaheildir. Það ætti að vera unnt að sameina félög verzlunarinnar enn meir. Engin ástæða sýn- ist fyrir því, að hvert félag reki eigin skrífstofu og gefi út sér blað. Bæði er það, aðkraft- arnir dreifast, — en svo ber ekki síður að geta hins, að sum fyrirtæki, sem reka bæði stórsölu, smásölu og iðnað, þurfa að vera aðilar að mörgum félögum. Er þetta mikill kostnaður fyrir fyrirtækin, og hætt er við því, að forráðamenn þeirra verði ekki virkir í neinu félaganna, fyrst svo víða er komið við. Verzlunarráð Islands er heildarvettvangur kaupsýslumanna. Það liggur því beinast við, að menn fylki sér undir merki þess. Sérgreinafélögin þurfa ekki að reka eigin skrif- stofu hvert um sig, heldur ætti að vera unnt að koma á sameiginlegri skrifstofu, að vísu með deildaskiptingu. Þannig mundi bæði sparast stórfé og fást meira út úr félagsstarf- inu en áður. Væri vel, ef nægur skiíningur fengist á þessum mikilsverðu málefnum og glæða mætti samstarfsvilja um framkvæmd þeirra. Yrði það verzlunarstéttinni í landinu til heilla, og má telja víst, að þessi verði framtíðarstefnan í félagsstarfi kaupsýslumanna. En betra er fyrr en síðar. Frjáls verzlun vill að lokum óska ]>ess, að samliugur og fórnfýsi fyrir málefnunum megi ávallt ríkja innan Verzlunarráðsins, þannig að starf þess megi verða sem farsælast um alla framtíð.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.