Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 8

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 8
B FRJÁLS VERZLUN HANNIBAL VALDIMARSSON — hefur átt ffóðan hátt í vinnu- friði undanfarinna ára. Afstaða stjórnarandstöðunnar til efnahagsfrumvarpsins var þeg- ar skýrt mörkuð. Formaður Fram- sóknarflokksins, Eysteinn Jóns- son, taldi í ræðu sinni, að efna- hagsörðugleikarnir nú væru fyrst og fremst rangri stjórnarstefnu undanfarinna ára að kenna og helzt væri nú til úrræða að skipu- leggja allt fjárhagskerfi og fjár- málastefnu ríkisinsuppfrágrunni, auka útlán úr bönkum og efla ís- lenzkar atvinnugreinar. Málsvar- ar Alþýðubandalagsins sögðu frumvarp ríkisstjórnarinnar vera beina árás á alþýðu landsins, sem kæmi hvað harðast niður á lág- launafólki. Slíkt yrði ekki þolað og því yrði svarað á viðeigandi hátt. SAMNINGAR VIÐ VERKA- LÝÐSSTÉTTINA. Núverandi ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt mikinn vilja til þess að leysa kaupgjalds- málin með samningum. Hefur það, ásamt ábyrgari forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, orðið til þess, að friður hefur ríkt á vinnumarkað- inum um óvenjulangan tíma og DR. BJARNI BENEDIKTSSON — einlægur vilji til samninga. atvinnustéttir landsins hafa feng- ið raunhæfari kjarabætur en oft- ast áður. Það kom því ekki á óvart, að forsætisráðherra lýsti þegar yfir, að ríkisstjórnin væri fús til samninga, ef unnt reyndist að ná samkomulagi um önnur úr- ræði en fyrirhuguð væru. Nokkr- ir forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar eiga nú sæti á Alþingi og meðal þeirra sennilega tveir þeir áhrifamestu, Hannibal Valdimars- son forseti A.S.Í., og Eðvarð Sig- urðsson, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Reyndustþeir þegar reiðubúnir til samningaum- leitana, og var innan verkalýðs- hreyfingarinnar kosin 12 manna nefnd til viðræðna við ríkisstjórn- ina. Var upphaflega talað um, að ríkisstjórnin frestaði afgreiðslu frumvarpsins um 10 daga. TILBOÐ VERKALÝÐSHREYF- INGARINNAR. Nokkrir fundir voru haldnir og síðan skiluðu fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar tilboði sínu. Var í þeim lagt höfuðkapp á, að kaup- gjald rofnaði ekki úr tengslum við vísitöluna og lagt var til, að auka skattaeftirlit og talið, að með því yrði unnt að afla ríkissjóði verulegra tekna. Þá virtust verka- lýðsstéttirnar reiðubúnar að sam- þykkja nýja vísitölugrundvöllinn, en það þýðir, að ekki verður um nema fjögurra vísitölustiga kaup- skerðingu að ræða, í stað sjö stiga, ef miðað er við gömlu vísitöluna. Þetta leysti hins vegar hvergi nærri dæmið fyrir ríkissjóð, — annað og meira varð að koma til, svo að afkoma hans yrði tryggð. MÓTBOÐ RÍKISSTJÓRNAR- INNAR. Það fer ekki á milli mála, að fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar koma hvað harðast niður á þeim, sem nota verulegan hluta launatekna sinna til kaupa á mat- vælum. í þeim hópi eru barn- margar fjölskyldur. Hefðu ráð- stafanirnar orðið að lögum óbreytt- ar, hefði bað þýtt verulega út- gjaldaaukningu fyrir t. d. 6—3 manna fjölskyldu. Innan ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar munu hafa verið miklar umræður um, á hvaða hátt yrði hægt að tryggja það, að hlutur

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.