Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 8
B FRJÁLS VERZLUN HANNIBAL VALDIMARSSON — hefur átt ffóðan hátt í vinnu- friði undanfarinna ára. Afstaða stjórnarandstöðunnar til efnahagsfrumvarpsins var þeg- ar skýrt mörkuð. Formaður Fram- sóknarflokksins, Eysteinn Jóns- son, taldi í ræðu sinni, að efna- hagsörðugleikarnir nú væru fyrst og fremst rangri stjórnarstefnu undanfarinna ára að kenna og helzt væri nú til úrræða að skipu- leggja allt fjárhagskerfi og fjár- málastefnu ríkisinsuppfrágrunni, auka útlán úr bönkum og efla ís- lenzkar atvinnugreinar. Málsvar- ar Alþýðubandalagsins sögðu frumvarp ríkisstjórnarinnar vera beina árás á alþýðu landsins, sem kæmi hvað harðast niður á lág- launafólki. Slíkt yrði ekki þolað og því yrði svarað á viðeigandi hátt. SAMNINGAR VIÐ VERKA- LÝÐSSTÉTTINA. Núverandi ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt mikinn vilja til þess að leysa kaupgjalds- málin með samningum. Hefur það, ásamt ábyrgari forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, orðið til þess, að friður hefur ríkt á vinnumarkað- inum um óvenjulangan tíma og DR. BJARNI BENEDIKTSSON — einlægur vilji til samninga. atvinnustéttir landsins hafa feng- ið raunhæfari kjarabætur en oft- ast áður. Það kom því ekki á óvart, að forsætisráðherra lýsti þegar yfir, að ríkisstjórnin væri fús til samninga, ef unnt reyndist að ná samkomulagi um önnur úr- ræði en fyrirhuguð væru. Nokkr- ir forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar eiga nú sæti á Alþingi og meðal þeirra sennilega tveir þeir áhrifamestu, Hannibal Valdimars- son forseti A.S.Í., og Eðvarð Sig- urðsson, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Reyndustþeir þegar reiðubúnir til samningaum- leitana, og var innan verkalýðs- hreyfingarinnar kosin 12 manna nefnd til viðræðna við ríkisstjórn- ina. Var upphaflega talað um, að ríkisstjórnin frestaði afgreiðslu frumvarpsins um 10 daga. TILBOÐ VERKALÝÐSHREYF- INGARINNAR. Nokkrir fundir voru haldnir og síðan skiluðu fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar tilboði sínu. Var í þeim lagt höfuðkapp á, að kaup- gjald rofnaði ekki úr tengslum við vísitöluna og lagt var til, að auka skattaeftirlit og talið, að með því yrði unnt að afla ríkissjóði verulegra tekna. Þá virtust verka- lýðsstéttirnar reiðubúnar að sam- þykkja nýja vísitölugrundvöllinn, en það þýðir, að ekki verður um nema fjögurra vísitölustiga kaup- skerðingu að ræða, í stað sjö stiga, ef miðað er við gömlu vísitöluna. Þetta leysti hins vegar hvergi nærri dæmið fyrir ríkissjóð, — annað og meira varð að koma til, svo að afkoma hans yrði tryggð. MÓTBOÐ RÍKISSTJÓRNAR- INNAR. Það fer ekki á milli mála, að fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar koma hvað harðast niður á þeim, sem nota verulegan hluta launatekna sinna til kaupa á mat- vælum. í þeim hópi eru barn- margar fjölskyldur. Hefðu ráð- stafanirnar orðið að lögum óbreytt- ar, hefði bað þýtt verulega út- gjaldaaukningu fyrir t. d. 6—3 manna fjölskyldu. Innan ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar munu hafa verið miklar umræður um, á hvaða hátt yrði hægt að tryggja það, að hlutur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.