Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 10

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 10
FRJÁLS VERZLUN 1 □ snúizt við. Fólk skilur almennt, að fyrir hendi var hjá ríkis- stjórninni einlægur vilji að ná þeirri lausn, sem réttlátust var og stíga eins mörg skref í þá átt að milda álögurnar og hugs- anlegt var. Meira að segja má segja, að ríkisstjórnin stefni sér með tillögum þessum í nokkra ó- vissu, þar sem alls ekki er séð fyr- ir nokkrar verðhækkanir erlendis á framleiðsluvörum okkar, en slíkt verður að telja meginfor- forsendu fyrir hugsanlegri kaup- hækkun. 12-manna nefnd verkalýðsfé- laganna hafnaði boði rikisstjórn- arinnar, að því er virtist, án mik- illar umhugsunar. Skilja verður aðstöðu þeirra að nokkru, þar sem fyrri orð þeirra og yfirlýsingar neyddu þá bókstaflega til þess. Almenningur vonar hins vegar, að við það eitt verði látið sitja, en ekki farið út í ófrið, sem sjáan- lega gæti ekki borið mikinn árang- ur fyrir neinn, en orðið mjög hættulegur frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. VÍGSTAÐAN. Vígstaðan hefur því mikið breytzt ríkisstjórninni í vil. Fróð- legt er hins vegar að gera sér grein fyrir aðstöðu hinna flokk- anna tveggja, Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins. Sem áður er vikið að, eru innan þing- liðs Alþýðubandalagsins tveir þingmenn, sem jafnframt eru for- ystumenn verkalýðssamtaka. Þeir hafa á undanförnum árum hvað eftir annað sýnt vilja og raunhæft mat við kjarasamninga, og ekki er vafi á því, að svo hefur einnig verið nú. Sjálfsagt er Alþýðu- bandalagið klofið í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, þótt allt virðist slétt og fellt áyfirborð- inu. Viss öfl, sem Lúðvík ogMagn- ús eru helztu talsmenn fyrir, vilja ófrið og telja, að hann geti orðið sér til meiri pólitísks framdráttar, án þess að litið sé á það, sem al- menningi er fyrir beztu. Framsóknarmenn hafa orðið ut- angátta í málinu, og þá fyrst og fremst fyrir þá furðulegu afstöðu að neita að viðurkenna staðreyndir og telja, að það þurfi ekki að koma við neinn. þótt útflutningstekjur landsmanna minnki um þriðjung. Þeir hafa haldið langar ræður á Alþingi, og eiga sjálfsagt eftir að gera það um tillögur sínar, sem eru þess eðlis, að flestir eru jafnnær eftir að hafa hlustað á þær. Það þarf ekki að gera því skóna, að það hafi nokkru sinni verið vilji þeirra, að samkomulag næðist. Umþað bera skrif málgagnsþeirra vitni, svo og afstaða formanns B.S.R.B., Kristjáns Thorlacius, sem hann lýsti greinilega í viðtali við Tímann, en hann átti sæti í 12-manna nefndinni. Sumt af því, er fram kemur í viðtali blaðsins við hann, ber ekki vitni um mik- ið heillyndi. MÓTMÆLI. Ekki er hægt að ljúka skrifum um mál þetta án þess að minnast á mótmæli, sem bárust hvarvetna að, þegar kunnugt var um fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Vafalaust hefur í mörgum tilfellum hugur fylgt máli, en sannleikurinn er sá, að það er orðin þjóðartízka (þjóðar- löst mætti ef til vill fremur kalla það) á íslandi, að mótmæla öllu mögulegu og ómögulegu, og því miður virðist svo farið, að það sé oft á tíðum eina félagsstarfsemin hjá einstökum félögum að semja slik plögg. Mótmælasamþykktir þessar í tíma og ótíma hafa orðið til þess, að flestir eru hættir að taka eftir boðskap þeirra, eða frá hverjum þær koma, jafnvel þótt dagblöðin slái þeim upp með fimm dálkafyrirsögnum á forsíðu. Segja má, að hér sé málum miður farið, því að mótmæli sterkra stofnana eða félagsheilda ættu að geta haft mikil áhrif, ef rétt væri á málum haldið. ÞJÓÐSTJÓRN. Að lokum skal svo vikið að þeirri hugmynd, sem skotið hefur upp kollinum, að aðeins myndun þjóðstjórnar geti leyst efnahags- vandamál íslendinga nú. Á það ber að benda, að íslendingar hafa reynslu af slíkri stjórn og enn fremur þriggja flokka stjórn. Sú staðreynd ætti að sanna okk- ur það, að slík stjórn er ekki líkleg til stórræða. Ef hugsan- lega kæmi til myndunar hennar, yrði í það minnsta að vera búið að semja um öll þau mál, er leysa þyrfti fyrirfram, því að ella væri ekki líklegt, að samstaða næðist um þau. Og telja má ólík- legt, að slíkir samningar væru hugsanlegir. Þjóðstjórn virðistþví ekki vera álitlegur hestur að veðja á, þegar leysa þarf jafn- mikinn vanda og efnahagsmálin eru íslendingum nú. Benda má og á það, að núverandi ríkisstjórn hefur 53% atkvæða landsmanna á bak við sig, og slíkt mundi vera talin styrk stjórn í hvaða lýð- ræðisríki, sem er.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.