Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 14
14
FRJÁLS VERZLUN
APTON
Með hinu handhæga og fallega APTON kerfi
getið þér innréttað sjálf verzlanir yðar og skrif-
stofur.
Fæst í svörtum og graum lit.
Leitið frekari upplýsinga.
LANDSSMIÐJAN
Sími 2 06S0
Norðurlandskjördæmi eystra við
alþingiskosningarnar í sumar. Er
hann 5. þingmaður kjördæmisins.
Hann á sæti í Neðri deild og var
þar kosinn í landbúnaðarnefnd og
heilbrigðis- og félagsmálanefnd.
Pálmi Jónsson er fæddur að
Akri í Torfalækjarhreppií Austur-
Húnavatnssýslu 11. nóvember
1929, sonur hjónanna Jónínu Ói-
afsdóttur og Jóns Pálmasonar
fyrrv. alþingismanns og þingfor-
seta.
Pálmi stundaði nám í bænda-
skólanum að Hólum veturna 1946
—1948, en það vor lauk hann það-
an búfræðiprófi. Vann Pálmi síð-
an u.m skeið á búi föður síns að
Akri, eða unz hann hóf þar sjálf-
ur búskap 1954, fyrst í félagi við
föður sinn og einnig um tveggja
ára skeið í félagi við mág sinn.
Frá 1962 hefur Pálmi búið góðu
búi á Akri og hafa þeir feðgar
bætt jörðina mikið og byggt hana
upp.
Ungur mun Pálmi hafa fengið
áhuga á íþróttum og um árabil
var hann einn fræknasti frjáls-
íþróttamaður Austur-Húnavatns-
sýslu. Keppti hann oft í frjálsum
íþróttum bæði heima í héraði, svo
og á landsmótum ungmennafélag-
anna og á meistaramóti íslands.
Mun Pálmi enn þá eiga héraðs-
met i nokkrum hlaupagreinum.
Einnig hóf Pálmi ungur afskipti
af félagsmálum og átti m. a. sæti
í stjórn Ungmennasambands Aust-
ur-Húnavatnssýslu um skeið. Þá
hefur hann starfað mikið að fé-
lagsmálum í heimasveit sinni,
bæði á sviði búnaðarmála og sveit-
arstjórnarmála og m. a. átt sæti
í hreppsnefnd síðan 1962.
1956 kvæntist Pálmi Helgu Sig-
fúsdóttur Bjarnasonar frá Grýtu-
bakka í Höfðahverfi, en hann bjó
lengi að Breiðavaði í Langadal.
Um stjórnmálaafskipti Pálma er
það að segja, að hann hóf ungur
störf í félagi ungra Sjálfstæðis-
manna í Austur-Húnavatnssýslu
og var um skeið formaður félags-
ins. Við Alþingiskosningar á liðnu
vori tók Pálmi annað sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra, og er nú 4. þing-
maður þess. Á Alþingi á Pálmi
sæti í neðri-deild og var þar kjör-
inn í landbúnaðarnefnd, iðnaðar-
nefnd og kjörbréfanefnd.