Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 14
14 FRJÁLS VERZLUN APTON Með hinu handhæga og fallega APTON kerfi getið þér innréttað sjálf verzlanir yðar og skrif- stofur. Fæst í svörtum og graum lit. Leitið frekari upplýsinga. LANDSSMIÐJAN Sími 2 06S0 Norðurlandskjördæmi eystra við alþingiskosningarnar í sumar. Er hann 5. þingmaður kjördæmisins. Hann á sæti í Neðri deild og var þar kosinn í landbúnaðarnefnd og heilbrigðis- og félagsmálanefnd. Pálmi Jónsson er fæddur að Akri í Torfalækjarhreppií Austur- Húnavatnssýslu 11. nóvember 1929, sonur hjónanna Jónínu Ói- afsdóttur og Jóns Pálmasonar fyrrv. alþingismanns og þingfor- seta. Pálmi stundaði nám í bænda- skólanum að Hólum veturna 1946 —1948, en það vor lauk hann það- an búfræðiprófi. Vann Pálmi síð- an u.m skeið á búi föður síns að Akri, eða unz hann hóf þar sjálf- ur búskap 1954, fyrst í félagi við föður sinn og einnig um tveggja ára skeið í félagi við mág sinn. Frá 1962 hefur Pálmi búið góðu búi á Akri og hafa þeir feðgar bætt jörðina mikið og byggt hana upp. Ungur mun Pálmi hafa fengið áhuga á íþróttum og um árabil var hann einn fræknasti frjáls- íþróttamaður Austur-Húnavatns- sýslu. Keppti hann oft í frjálsum íþróttum bæði heima í héraði, svo og á landsmótum ungmennafélag- anna og á meistaramóti íslands. Mun Pálmi enn þá eiga héraðs- met i nokkrum hlaupagreinum. Einnig hóf Pálmi ungur afskipti af félagsmálum og átti m. a. sæti í stjórn Ungmennasambands Aust- ur-Húnavatnssýslu um skeið. Þá hefur hann starfað mikið að fé- lagsmálum í heimasveit sinni, bæði á sviði búnaðarmála og sveit- arstjórnarmála og m. a. átt sæti í hreppsnefnd síðan 1962. 1956 kvæntist Pálmi Helgu Sig- fúsdóttur Bjarnasonar frá Grýtu- bakka í Höfðahverfi, en hann bjó lengi að Breiðavaði í Langadal. Um stjórnmálaafskipti Pálma er það að segja, að hann hóf ungur störf í félagi ungra Sjálfstæðis- manna í Austur-Húnavatnssýslu og var um skeið formaður félags- ins. Við Alþingiskosningar á liðnu vori tók Pálmi annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra, og er nú 4. þing- maður þess. Á Alþingi á Pálmi sæti í neðri-deild og var þar kjör- inn í landbúnaðarnefnd, iðnaðar- nefnd og kjörbréfanefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.