Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 24

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 24
24 FRJÁLS VERZLUN Spurningin er ekki heldur HVORT HVAÐA Zeiss vél Zeiss vél hsntar yöur hentaryður M 20 GERÐIR AÐ VELJA. Einkaumboð Grandagarði. Sími 16485. hann því þetta vandamál einfald- lega með því að ganga í banda- ríska herinn. Og þar með var hann orðinn bandarískur ríkisborgari. Magnús var í hernum í 18 mán- uði og dvaldist á ýmsum her- stöðvum um Bandaríkin. Hann var brátt hækkaður í tign, fyrst gerður að „corporal“, en þeg- ar loks átti að senda herdeild hans á vígvöllinn í Frakklandi var hann orðinn „acting sergeant“ eða und- irforingi. En þá um leið kom friðurinn, svo að herþjónustu Magnúsar lauk án þess, að hann færi nokkurn tíma á vígstöðvarn- ar. Að lokinni herþjónustu fór Magnús aftur til New York, og innritaðist þar í verzlunarháskóla. Lauk hann þaðan prófi eftir tvö misseri, en réði sig að svo búnu hjá United States Leather Com- pany og síðar hjá Tuxedo Club, sem var þá einhver virðulegasti klúbbur Bandaríkjanna. Takmark- aði hann félagatölu sína við 250, og fengu aðeins mestu fyrirmenn og auðkýfingar New York-borgar aðgang að klúbbnum. Sá Magnús um öll innkaup fyrir klúbbinn og fékk 100 dollara í kaup á mánuði, auk ágóðahlutar. En þegar hér var komið sögu, var heimþráin örlítið farin að gera vart við sig. Magnús ákvað að sigla heim til að heilsa upp á ættingja og vini. Áður en hann sté á skipsfjöl, trúlofaðist hann danskri stúlku, Marie Brask að nafni, en hún rak eigin hár- greiðslustofu í New York. Magnús tók sér far með dönsku farþega- skipi til Kaupmannahafnar. Á íslenzka grund sté hann svo aftur í júlímánuði 1924. III. Ákvörðun Magnúsar um að setjast ekki að á íslandi til lang- frama, brevttist brátt af ýmsum orsökum. Árið 1927 keypti hann leðurverzlunina af föður sínum og rak hana á sama hátt og faðir hans hafði mótað hana við stofn- un. Tveim árum síðar kom svo unnusta hans, Marie, frá Banda- ríkjunum til Danmerkur, og gengu þau í hjónaband í Höfn. Ekki hafa orðið stórvægilegar breytingar á rekstrarfyrirkomu- lagi leðurverzlunarinnar í gegn- um árin. „Við höfum frá upphafi lagt mikla áherzlu á að halda okk- ur eingöngu við vandaðar vörur, og haft bein sambönd við erlendar verksmiðjur frá fyrstu tíð. Ég vil, að þeir velji sérvörurnar, sem eiga að selja þær,“ sagði Magnús eitt sinn í blaðaviðtali. Viðskiptavin- irnir hafa líka kunnað að meta þjónustu verzlunarinnar, bví að á skrifborði Magnúsar í skrifstofu hans má sjá fagurlega útskorna fánastöng, sem á er letrað: „Kær- ar þakkir fyrir 50 ára viðskipti. — Skósmiðafélag Reykjavíkur". Magnús er að sjálfsögðu stoltur af þessari viðurkenningu og jafn- framt yfir verzlun sinni. En þeg- ar hún berst í tal, er það jafnan viðkvæðið hjá honum: „En hið góða gengi verzlunarinnar er kannski hvað mest því að þakka,

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.