Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 25

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 25
FRJÁLS' VERZLUN 25 hve framúrskarandi heppinn ég hef verið með samstarfsmenn mína“. Hafa þeir, sem hafið hafa störf hjá verzluninni yfirleitt ílengzt þar í fjölda ára, t. d. hefur einn helzti samstarfsmaður Magn- úsar, Friðrik Eyfjörð, verið hjá verzluninni rúmlega 37 ár. Óneitanlega eru þetta um leið meðmæli með Magnúsi, því að af þessu verður ekki annað séð en hann sé góður húsbóndi. Magnús J. Brynjólfsson hefur látið víðar að sér kveða en í kaup- mennskunni einni saman, enda býr maðurinn yfir gífurlegri starfsorku. „Vinnan er hið eina, sem nokkru máli skiptir“, errauði þráðurinn í lífskenningu hans, enda segir hann jafnan, að hún hafi fært honum flestar hamingju- stundir. Hann er árrisull maður. og er yfirleitt mættur á skrifstofu sinni klukkan átta að morgni. Starfar hann þar fram að hádegi, en hin síðari ár hefur hann lítið getað verið þar seinni hluta dags, því að þá þarf hann að sinna margvíslegum trúnaðarstörfum, sem á hann hafa hlaðizt. Upp úr 1950 fór Magnús að láta félagsmál verzlunarmanna mjög til sín taka, og um svipað leyti setur hann á stofn ásamt öðrum nýtt fyrirtæki. Hann gekk árið 1951 í félagsskap með Arn- ljóti heitnum Guðmundssynitram- kvæmdastjóra og Tryggva Jóns- syni niðursuðufræðingi við firmað „Kjöt & Rengi“. Ári síðar var svo Niðursuðuverksmiðjan Ora sett á fót, en við andlát Arngríms festu þeir Magnús og Tryggvi kaup á hluta dánarbúsins og sameinuðu fyrirtækin undir firmanafninu Niðursuðuverksmiðjan Ora — Kjöt & Rengi h.f. Hefur Magnús verið stjórnarformaður verksmiðj- unnar frá stofndegi. Magnús J. Brynjólfsson hefur setið í Verzlunarráði íslands frá því árið 1953, en Jón faðir hans Brynjólfsson var einn af stofn- endum ráðsins og í stjórn þess frá stofnun 1917 til ársins 1933. Var Magnús formaður ráðsins 1965— 66. Hann hefur einnig haft mikil afskipti af Verzlunarskóla Islands. Hann varð kennari í ensku við skólann þegar eftir heimkomuna frá Vesturheimi, og um 30 árum seinna eða 1954 varð hann for- maður skólanefndar. Gegndi hann því starfi í samfleytt 11 ár, og i formannstíð hans var nýi skólinn reistur. Þá hefur Magnús einnig átt sæti í stjórn Iðnaðarmálastofn- unar íslands í 13 ár, á vegum V erzlunarráðsins. Magnús var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun Verzlunar- sparisjóðsins, og hann hefur átt sæti í bankaráði Verzlunarbank- ans frá stofnun hans 1961. Þá varð Magnús formaður Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna fyrstu þrjú ár hans, enda var hann einn af helztu hvatamönnum að stofnun sjóðsins. í dag er þessi sjóður einn hinn voldugasti á landinu, og ræð- ur hann yfir 140 milljónum króna. En Magnús hefur látið víðar til sín taka en innan verzlunarstétt- arinnar. Hann hefur átt sæti í safnaðarnefnd Fríkirkjunnar í 25 ár, átti sæti í stjórn Skíðafélags Reykjavíkur og hafði umsjón með smíði skála félagsins. Þá er hann heiðursfélagi í Oddfellow- „Vinnan er hið eina, sem nokkru máli skiptir.“ reglunni á íslandi, og er núver- andi yfirmaður hennar. Fyrirregl- una hefur Magnús unnið mikið starf. Magnús hefur verið heiðraður á margvíslegan hátt. Hann hefut verið sæmdur riddarakrossi ís- lenzku fálkaorðunnar, knatt- spyrnufélagið Víkingur hefur sæmt hann gullmerki sínu, og Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hefur sæmt hann heiðursmerki sínu úr gulli. Magnús getur óneit- anlega verið stoltur yfir því síðast- nefnda, því það hlaut hann, eftir að félaginu hafði verið breytt í launþegasamtök, og Magnús tald- ist þá í hópi atvinnurekenda. Magnús og Marie eiga tvö börn, Elsu, gift Skafta Benedikts- syni héraðsráðunauti, Garði í Að- aldal, en sonurinn, Magnús, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdótt- ur, starfar við verzlun föður síns, og er óðum að taka við rekstri hennar. Magnús J. Brynjólfsson getur verið sáttur við tilveruna. Ævifer- ill hans hefur verið farsæll, og hann hefur komið mörgu í verk. Ungur lagði hann út í óvissuna til að svala ævintýraþránni, og þeg- arhannkom heim aftur, fullreynd- ur maður, gerðist hann happa- sæll kaupsýslumaður. Hann hef- ur helgað verzlunarstéttinni starfs- orku sína, og það hefur orðið henni til heilla. Nú situr Magnús árla dags á skrifstofu sinni í húsinu, þar sem hann fæddist fyrir tæpum 68 ár- um, sinnir trúnaðarstörfum á eft- irmiðdögum, og kvöldunum eyð- ir hann í húsinu mikla, sem Odd- fellowreglan reisti á leiksvæði Magnúsar frá því á barnsárun- um og þar sem hann stofnaði knattspyrnufélagið Víking fyrir áratugum. Hann hlýtur að geta litið um öxl með nokkurri vel- þóknun.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.