Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 26
26 FfifdALS VERZLUN MARKAÐSKÖNNUN F.V. MAGNAFSLÁTTUR AF VÖRUVERÐI Samkvœmt skyndikönnun F.V. eru magninnkaup hjá KRON-verzlunum og þeim, er selja einungis í magnsölu, óhagkvœmari en hjá venjulegum kaupmönnum Svo sem getið var í októberblaði Frjálsrar verzlunar, eru skoðana- kannanir og athuganir, sem ætlað er að gefa til kynna afstöðu manna til ákveðinna mála eða eitt- hvert sérstakt ástand eða aðstæð- ur, næsta fátíðar hér á landi. í síðustu tveim tölublöðum F.V. hafa birzt niðurstöður þriggja slíkra kannana. Könnuð var af- staða til norrænnar samvinnu, kannað var ástand í fataiðnaðin- um1) og loks má geta könnunar, sem gerð var á áliti húsmæðra á mjólkursölumálum. F.V. þykir það vel hæfa tilgangi blaðsins, að á þess vegum fari af og til fram skoðanakannanir og at- !) Sú könnun var ekki fram- kvæmd af F.V. huganir og birtast því nú niður- stöður þeirrar fjórðu. Ekki er um að ræða skoðana- könnun sem slíka (,,survey“), heldur athugun eða skyndikönnun („spot check“). Munur á skoðana- könnun og skyndikönnun er veru- legur. í fyrra tilvikinu er eftir allflóknum reglum valinn tiltölu- lega lítill úrtakshópur, sem síðan er látinn með afstöðu sinni túlka álit miklu stærri hópa, heilla stétta eða jafnvel alls almennings. Vegna þess, hve sá hópur er að tiltölu lítill, sem túlka á skoðanir ákveðins heildarhóps, verður að sjálfsögðu að vanda mjög til úr- taksins. Skyndikannanir eru fram- kvæmdar með enn minni úrtök- um, oft jafnvel með fáum ein- staklingum, enda er ætlunin með þeim að kanna í fljótu bragði eitt- Fj.ein. Kaupm. Kaup- félag Magn- sali Strásykur 50 kg. 245.00 297.00 255.00 Kaffi 5 kg. 398.00 420.00 391.40 Þvottaefni 18 pk. 285.10 313.20 296.80 Epli 20 kg. 398.00 498.00 515.00 Tannkrem 6 pk. 144.45 154.80 154.80 Pakkasúpur 12 pk. 168.00 202.20 154.80 Tekex 12 pk. 239.40 289.20 247.70 Kakó 12 pk. 198.20 273.60 198.70 J arðaberjasulta 12 ds. 259.20 297.60 387.20 Aspars 24 ds. 650.40 766.80 638.10 Niðurs. ferskjur 1/1 24 ds. 730.00 1.056.00 794.60 Kaldir búðingar 12 pk. 114.50 142.40 112.00 Appelsín 24 fl. 136.80 135.60 122.60 Sígarettur 10 pk. 331.00 331.00 309.40 Heimsendingargjald Ekkert Ekkert 50.00 Alls kr.: 4.298.05 5.177.20 4.628.10 hvert ákveðið mál eða ástand. Eðli sínu samkvæmt hafa þær því ekki jafnmikið gildi og skoðana- kannanir og veita ekki sömu möguleika á alhæfingu. Á þessum tveimur aðferðum er því nokkur munur, sem að vísu er stigsmun- ur, en á hinn bóginn er þeim ýmis- legt sameiginlegt og bá aðallega það, að sá, er könnunina annast, hvort sem um er að ræða skoðana- könnun til alhæfingar eða minni skyndikönnun, verður að leitast við að beita hlutlægum aðferðum. Spurningar verða að vera þannig orðaðar, að ekki geti leikið vafi á, hvernig túlka beri svarið. Sá, er spyr, má ekki á nokkurn hátt reyna að hafa áhrif á skoðanir þess, sem spurður er og gæta verður þess, að aðstæður séu sem sambærilegastar. Að undanförnu hefur talsvert borið á umræðum í blöðum og manna á meðal um magnafslátt af vöruverði. Hafa umræður þess- ar einkum beinzt að nýlenduvör- um og á tímabili var töluverður hiti kominn í leikinn, skipzt var á yfirlýsingum í blöðum og kvart- anir senda viðskiptamálaráðherra. í þessu tilefni ákvað F.V. að láta fara fram skyndikönnun í nokkr- um verzlunum í Reykjavík, og skyldi forsvarsmönnum fyrirtækj- anna gefinn kostur á að kynna magnverð varnings þess, sem þeir hafa á boðstólum. F.V. fór í nokk- urs konar „innkaupaleiðangur“ og áður en upp í hann var lagt, var útbúinn listi yfir nokkrar vöruteg- undir. Heimsótt var ein kaupfé- lagsbúð, ein kaupmannsbúð og loks verzlun eins magnsala, en þar með er átt við aðila, sem að- allega leggur áherzlu á að selja fleiri einingar af hverri vöruteg- und en venja er, en veitir þar á móti afslátt, sem lækkar einingar- verð vörunnar. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem nokkur styrr hefur staðið um og hafa kaup- menn haldið því fram, að þetta sé ekki nein ný bóla, því þeir hafi jafnan verið fúsir til að veita afslátt, ef keypt væri í nokkru magni. Á þessu hugðist F.V. fá samanburð. Við það var miðað, að fá samanburð á verði vara, sem væru eins eða a. m. k. algjörlega sambærilegar. Vera má, að ýms- um þyki samsetning listans ekki fullkomin, sumu hefðimáttsleppa,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.