Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 33
FRJÁLS VERZLUN 33 \'ar það gert vegna aðstoðar við ákveðnar atvinnugreinar. Ríkisábyrgðir á lánum fóru m.iög vaxandi eftir 1950 og árið 1955 eru þær komnar upp í 579 millj. kr. vegna 175 aðila. Skortur fjárfestingarlána. Ein aðalástæðan fyrir veitingu á- byrgða var og hefur verið skortur á hagkvæmum fjárfestingarlánum til vissra framkvæmda. Með á- byrgð ríkissjóðs hefur aðilum ver- ið gert auðveldara að fá lán annað- hvort innanlands eða utan. Til dæmis hafa sveitarfélögin ráðizt út í hafnarframkvæmdir og ríkis- sjóður hefur oft orðið að veita ábyrgð eða láta framkvæmdir stöðvast. Hafnargerðir hafa staðið lengi yfir og verið erfiðar í rekstri og því illa veðhæfar. Erfitt hefur verið að fá lán út á þær í bönk- um og ríkissjóður því orðið að bjarga málunum. Ekki er samt víst, að alltaf hafi þau mannvirki, sem þannig eru til komin, átt full- an rétt á sér. 3 hraðfrystihús í sama þorpinu, þar sem eitt væri nægilegt, er ekki heppilegt. Greiðslui’nar lenda á ríkinu, þeg- ar þau eru svo öll rekin með tapi vegna lélegrar afkastanýtingar. Það verður hins vegar ekki dreg- ið í efa, að ríkisábyrgðirnar hafa haft mikla þýðingu til bóta og lyft undir margar þjóðþrifafram- kvæmdir. Skal ekki fjölyrt meira um nytsemi og réttmæti ríkis- ábyrgða. BREYTT HLUTFÖLL. Eins og áður segir námu ábyrgð- ir ríkissjóðs 579 millj. kr. árið 1955. Af þeirri upphæð námu ábyrgðir vegna byggingasam- vinnufélaga 182 millj. kr., eðatæp- um þriðjung, ábyrgðir vegna hafn- argerða námu 52 millj. kr., raf- veitna og Raforkusjóðs 63 millj. kr., fiskvinnslu og síldariðnaðar 43 millj. kr. og ábyrgðir vegna togaralána 15 millj. kr. Meiri hluti ábyrgðanna var vegna innlendra lána, eða alls 533 millj. kr. Þessi hlutföll áttu eftir að breyt- ast mjög á þá leið, að hlutur er- lendu lánanna jókst. Mörg af hin- um erlendu lánum eru á vegum Framkvæmdasjóðs íslands og end- urlánuð ýmsum aðilum. Árið 1964 voru allar ábyrgðir ríkissjóðs að fjárhæð 3180 millj. kr., þar af erlend lán 1205 millj. kr. Þá námu ábyrgðir vegna bygg- ingarsamvinnufélaga 279 millj. kr., hafnargerða 123 millj. kr., raf- veitna og Raforkusjóðs 248 millj. kr. og vegna togaralána 170 millj. kr. Lán á vegum Framkvæmda- sjóðs höfðu aukizt mjög mikið á þessu tímabili, úr 31 millj. kr. 1955 upp í 1195 millj. árið 1964og voru þá orðin tæpur þriðjungur af öllum ábyrgðalánunum. ÁHÆTTA — VANDAMÁL. Eins og nærri má geta, hafa ríkisábyrgðirnar verið mjög mis- jafnlega þungbærar ríkissjóði. Má flokka þær niður eftir áhættu, samkvæmt reynslu fyrri ára. Mörg ábyrgðalán hafa ekki haft í för með sér nein vanskil, að heit- ið geti, og skoðast því án áhættu. í þessum flokki eru lán byggingar- samvinnufélaga, ábyrgðir vegna lána Framkvæmdasjóðs og veð- deildar Landsbankans. Nema þessi lán að krónutölu miklum meiri hluta allra ábyrgða ríkissjóðs. Á hinn bóginn eru svo hinar áhættu- sömu ábyrgðir. Hér er einkum um að ræða lán vegna hafnar- gerða, togara og fiskvinnslu og síldariðnaðar. Þessir aðilar hafa oft átt í miklum rekstrarerfiðleik- um og oft verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna þeirra. Hafa greiðslur ríkissjóðs vegna van- skila á lánum þeirra oft virkað sem óbeinn styrkur og sum þessi fyrirtæki eru reyndar í eigu ríkis- ins. Hér er um mikið vandamál að ræða, því að 2/3 af greiðslum rík- issjóðs og Ríkisábyrgðasjóðs hafa orðið vegna þessara áðurnefndu aðila, og er þó ekki við neinn sér- stakan að sakast í þeim efnum. Hinar miklu greiðslur vegna vanskila á ábyrgðalánum ríkis- sjóðs voru, eins og fyrr getur, mikið vandamál. Á hvei’ju ári var Þota Flugfélags íslands var keypt fyrir lán með ríkisábyrgð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.