Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 34

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 34
34 FRJALG VERZLUN gert ráð fyrir á fjárlögum vissri upphæð til að mæta þessum greiðslum, en þær fóru oftast langt fram úr áætlun. Yfirskoð- unarmenn ríkisreikninga hvöttu mjög til endurskoðunar á þessum málum og töldu óvarlega með þau farið. 677 millj. kr. Til fróðleiks má geta þess, að á árunum 1955—1962 greiddi ríkissjóður vegna vanskila á ábyrgðalánunum alls tæpar 360 millj. kr. og frá og með árinu 1963 til þessa dags 320 millj. kr. til við- bótar, eða alls 677 millj. kr. Þegar þess er gætt, að allar ábyrgðir ríkissjóðs áriðl955námu aðeins 579 millj., verður þetta að skoðast gífurleg fjárhæð. Lausleg athugun bendir til, að á hverju ári falli um 5% af höfuðstóli allra ábyrgðarlánanna í gjalddaga að meðaltali og hafa þá vanskilin oft numið mjög stórum hluta afborg- ana, jafnvel yfir 50%. Menn voru almennt sammála um, að þetta gæti ekki gengið til lengdar og eitthvað raunhæft yrði að gera, en um leiðirnar hafa menn hins vegar verið mjög ósammála. LÖGGJÖF UM RÍKIS- ABYRGÐIR. Hinn 22. október 1958 flutti Magnús Jónsson, þáverandi 2. þingm. Eyfirðinga og núverandi fj ármálaráðherra, þingsályktunar- tillögu þess efnis, að ríkisstjórn- inni yrði falið að undirbúa löggjöf um ríkisábyrgðir, þar sem sam- ræmdar yrðu þær reglur, sem um þær hafi gilt og orsakir vanskil- anna kannaðar. Var tillaga þessi samþykkt eftir nokkrar umræður. Nú fóru hins vegar í hönd mikil átök í stjórnmálum landsins og gerðist ekkert markvert í málinu að sinni, þótt yfirskoðunarmenn ríkisreikninganna héldu áfram að vekja athygli á ástandinu. í des. 1960 var lagt fram stjórn- arfrumvarp á Alþingi um ríkis- ábyrgðir. Frumvarpið var í 10 greinum og var hugsað sem lausn á þessum málum. Merkasta ný- mæli þessara fyrirhuguðu reglna var, að nú var ákveðið sem aðal- regla, að ríkisábyrgðir skylduvera einfaldar að formi, en áður höfðu þær flestar verið með sjálfskuld- arábyrgð. Héreftir skyldi aðeins veita ábyrgðir með sjálfskuldar- ábyrgð, ef það væri sérstaklega tiltekið í lögum þeim, sem taka fram, að veita skuli ríkisábyrgð. Þetta atriði er mjög þýðingarmik- ið og hefur sparað ríkinu mikið fé. Áður þurfti ríkissjóður oft að inna af hendi greiðslur vegna ábyrgðaaðila í vanskilum og hafði þannig eignast kröfur, er námu hundruðum millj. kr. Ef ábyrgðin er einföld, eins og nú er aðalregla, verður kröfuhafi að reyna fyrst til þrautar hjá skuldara, áður en hann getur gengið að ríkissjóði. Einnig var gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að samið skyldi um öll vanskil vegna ríkisábyrgðanna, og var fjárveitingarnefndheimilað að gefa eftir kröfur í því sam- bandi. Töluverðar umræður urðu um þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi og komu fram ýmis sjónarmið. Meirihluti þingmanna vildi samþykkja frumvarpið lítt breytt, en aðrir þingmenn höfðu ýmislegt út á það að setja. Mestur þyrnir var þeim þó í augum breyt- ingin úr sjálfskuldarábyrgð í ein- falda. Töldu þessir þingmenn, að aðilum yrði gert erfiðara fyrir að fá lán, ef einföld ábyrgð yrði tek- in upp. Yfirleitt var það álit þeirra, að með samþykkt þessa frumvarps, yrðu ríkisábyrgðimar gagnsminni fyrir þá, er helzt þyrftu þeirra með, en það væru einkum félitlir einstaklingar og sveitarfélög. Að lokum var frumvarpið sam- þykkt sem lög nr. 37/1961. Var þá náð merkum áfanga í sögu ríkis- ábyrgða á íslandi, þótt deila megi um málsmeðferð og fyrirkomulag. Fyrstu árin eftir þessa breytingu þurfti ríkissjóður og Ríkisábyrgða- sjóður ekki að greiða neitt telj- andi vegna vanskila á lánum með einfaldri ábyrgð. Aftur á móti héldu vanskilin áfram á eldri lán- um með sjálfskuldarábyrgð og hefur Ríkisábyrgðasjóður þurft að greiða yfir 400 millj. kr. vegnavan- skila á ábyrgðalánum, einkum eldri lánum. RÍKISABYRGÐA- SJÓÐUR. Umsýsla þessara mála var orð- in svo viðamikil árið 1961, að tal- ið var rétt að fá þau sérstökum aðila til meðferðar. Með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 16. apríl 1962, var gert ráð fyrir, að stofnaður skyldi sérstakur sjóður, Ríkisábyrgðasjóður, og úr honum skyldi greiða allar kröfur, er fall- ið hafa á ríkissjóð eftir 1. janúar 1961 vegna ríkisábyrgða og einnig skyldi greiða úr honum kröfur, er fallið hafa á ríkissjóð frá sama tíma, vegna vanskila á lánum, sem ríkissjóður hefur tekið að láni og endurlánað. Sem stofnfé voru sjóðnum fengnar slíkar kröf- ur sem ríkissjóður hafði eignazt, ásamt hluta ríkissjóðs af gengis- hagnaði vegna gengisbreytingar- innar 1961. Einnig er ætlazt til, að Ríkisábyrgðasjóður hafi milli- göngu um veitingu ábyrgða, taki við umsóknum um þær, láti fara fram athugun á fjárhag þeirra, er ábyrgðar óska, ef ástæða þykir til. Tilgangurinn með þessari ný- skipan ríkisábyrgða var að reyna að draga úr hinum miklu útgjöld- um ríkissjóðs vegna áfallinna rík- bIúIIsIEIoIId QpV° m vélriiunarslóll aðeins kr. 1.995.00 HVlLIÐ meðan þér vinnið SAVO-stóll er vandaður stóll. bIúIIsIIlIBIIðI1 HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SÍMI 18520

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.