Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 41

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 41
IFRJÁL5 VERZLUN 41 á innflutningskvótum á yfirstand- andi ári, eru þessar (kvótaupp- hæðir í svigum): Heilsokkav kvenna úr gerviefnum (16 millj.), húsgögn (15 millj.), byggingar- plötur úr viðartrefjum eða öðr- um jurtatrefjum (13 millj.), Port- landssement (10 millj.), vopn og skotfæri (6 millj.), brennt kaffi í smásöluumbúðum (2.5 millj.) og burstagerðarvörur (2 millj.). Auk þess eru á innflutningskvótum á þessu ári færi og línur til fisk- veiða (80 tonn) og kaðlar til fisk- veiða (400 tonn). í sambandi við auglýsingu um innflutningskvóta fyrir árið 1967 var sú breyting gerð að auglýsa ekki kvóta fyrir sykur, kartöflur, kol og koks og "tyggigúmmí. Fyrir síðastnefndu vörutegundinni eru nú veitt frjáls- lega leyfi. Innkaupum á hinum vörutegundunum, sem nefndar voru hér að framan, er áfram beint til Austur-Evrópu. T. d. er innkaupum á sykri að verulegu leyti beint til Tékkóslóvakíu og Póllands, en með því að Tékkósló- vakía og Pólland eru nú orðin frjálsgjaldeyrislönd, hafði ekki þýðingu að hafa vörutegundir, sem beina ætti til þessara landa, áf ram á innf lutningskvótum. (Inn- flutningskvótarnir eru eingöngu fyrir innflutning í frjálsum gjald- eyri). Engar magntakmarkanir eru á innflutningi vara frá Aust- ur-Evrópu. Auk þess, sem nú hef- ur verið getið, er rétt að taka það fram, að ekki er leyfður neinn innflutningur á ýmsum landbún- aðarafurðum, svo sem kjöti og kjötvörum, og einnig er bannaður innflutningur á sælgæti og gos- drykkjum. ERFITT AÐ AUKA MEIRA VIÐ FRÍLISTANN. Með því að meginhluti innflutn- ingsins er nú frjáls, en vilji er fyrir því að vernda áfram við- skipti okkar við Austur-Evrópu- ríkin, er orðið mjög erfitt að stækka frílistann meira. Mesti hluti leyfisvaranna er nú sem fyrr segir olíur og benzín, en einnig er strásykur stór liður meðal leyfis- varanna og útlit er fyrir, að inn- kaupum á þessum vörum verði áfram beint til Austur-Evrópuríkj- anna á næstu árum vegna mark- aða okkar þar eystra. En ekki er útlit fyrir, að neinar breytingar verði gerðar á frílistanum um næstu áramót, bæði af þeim ástæðum, sem nú hafa þegar ver- ið taldar, svo og vegna erfiðleika iðnaðarins um þessar mundir. REGLUR UM GREIÐSLUFREST ERLENDIS. Önnur atriði, sem haft geta áhrif á vöruinnflutninginn, en veiting gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa, eru reglur um erlendan greiðslufrest og innborganir í banka. Árið 1960 var ákveðið að leyfa þriggja mánaða greiðslu- frest á öllum vörum, sem fluttar voru til landsins. Árið 1963 var gefin út auglýsing um takmörkun á hinum erlenda greiðslufresti og árið 1964 var erlendi greiðslu- fresturinn enn takmarkaður nokk- uð. Meginreglan er þó sú, að er- lendur greiðslufrestur er leyfður, sé ekki um bankaábyrgð að ræða (þ. e. 3mánuðir). Frekari greiðslu- frestur en þrír mánuðir er leyfð- ur við innflutning nokkurra mik- ilvægra hráefna til iðnaðar í sam- bandi við útflutningsatvinnuveg- ina, við innflutning á síldarnótum og á nokkrum öðrum mikilvægum vörutegundum, svo sem dýrum vélum. Fyrir nokkru var ákveð- ið, að hækkaðar yrðu innborg- anir í banka við vöruinnflutn- ing, og var sú ráðstöfun gerð til þess að draga úr gjaldeyris- eftirspurn vegna vöruinnflutnings. Meginbreytingarnar, sem gerðar voi'u, eru þær, að innborganir voru hækkaðar úr 10% í 25%, þegar um innflutning með greiðslufresti er að ræða, og ákveðið var að taka upp innborganir, þegar um stað- greiðslu væri að ræða, þ. e. 15% af andvirði vörunnar, og skal sú upphæð vera bundin í banka í þrjá mánuði. Undanþegnar þess- um breyttu innborgunarreglum eru ýmsar vörutegundir, svo sem mikilvæg hráefni til iðnaðar, nauðsynjavörur, svo sem kaffi, sykur og fleira, fóðurvörur, veið- arfæri, einkasöluvörur og nokkr- ar fleiri vörur. HERT Á REGLUM. Eins og skýrt var frá í upphafi þessarar greinar, hafa einnig ver- ið gerðar ráðstafanir til þess að herða á gildandi reglum um veit- ingu gjaldeyrisleyfa fyrir ýmsum duldum greiðslum, en einnig hafa verið settar nokkrar nýjar, strang- ari reglur um veitingu slíkra yfir- færslna. Til dæmis hefur ríkis- stjórnin nú bannað að taka á leigu erlend vöruflutningaskip án þess að fá áður leyfi gjaldeyrisyfir- valdanna til þess, hert hefur ver- ið á reglum um leyfisveitingar fyrir skipaviðgerðum erlendis, strangari framkvæmd er á úthlut- un áhafnargjaldeyris, svo og á yf- irfærslu erlendra vinnulauna. Er það von ríkisstjórnarinnar, að þessar ráðstafanir muni draga úr gjaldeyriseyðslunni og að ekki þurfi að grípa til skerðingar frí- listans. Munið Niðursuðuverksmiðjan ORA H.F. Kársnesbraut 86 Símar 41995-41996

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.