Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 43
fRJALS VERZLUN 43 Steypustyrktarjárn STE YPU STYRKT AR J ÁRN er járn, mismunandi að styrkleika, sem er innsteypt í steypumassann til að taka við togspennunni, því ’steinsteypan sjálf tekur aðeins við þrýstispennunni. Járnin eru lögð þeim megin, sem togspennan myndast, t. d. neðan í steyptan þita, en að ofan tekur steinsteyp- an við þrýstispennunni. Slétt járn og gœðastál. FYRIR nokkrum árum var ein- göngu notað venjulegt slétt járn, svokallað „stál 37“. Innflutningur á steypustyrktarjárni var þá ekki leyfður, nema frá Austur-Evrópu- löndunum, aðallega frá Rússlandi. Þetta var gert vegna vöruskipt- anna við þessi lönd, en þau fram- leiddu þá aðeins þetta slétta járn til útflutnings. Loks var leyfður innflutningur á svonefndu gæðastáli. Gæðastálið er 20 til 40% dýrara en slétta járnið, en hins vegar er leyft á það 50 til 100% meira álag, eftir tegundum. leiki járnsins í öllum till'ellum. Gæðastálið „KS 52“ t. d. fullnýt- ist vart í venjulegum íbúðabygg- ingum, en getur verið mjög heppi- legt, þegar um meiri háttar mann- virki er að ræða. Annar kostur við gæðastálið er, að það er rifflað og þarf því ekki að krókbeygja það í endana, eins og nauðsynlegt er, ef notað er slétt járn. Þetta sparar bæði peninga í innkaupunum á járninu, þar eð tiltölulega minna magn þarf, og í vinnulaunum, því taxtinn er mið- aður við þunga járnsins, en óháð- ur gerð þess. Hluti jámsins í bygg- ingarkostnaSi. HLUTI steypustyrktarjárnsins í byggingarkostnaðinum er mjög misjafn. í stórhýsum t. d. þar sem þarf að reikna með jarðskjálfta- járnabindingu, er hann hlutfalls- lega meiri en í einbýlishúsum. Þarna kemur margt til: aðstæður, byggingarmáti, og mismunandi byggingarefni svo eitthvað sé nefnt. Við þetta fluttust viðskiptin að hluta frá A.-Evrópulöndum og nú kaupum við einnig steypustyrkt- m arjárn frá Danmörku, Noregi, % Þýzkalandi, Svíþjóð og í sumar 1 } var hafinn innflutningur þess frá • Frakklandi. Athyglisverð er sú staðreynd, að Danir framleiða megnið af sínu steypustyrktarjárni úr brotajárni, þar eð engar járnnámur finnast í landi þeirra, og gætum við þarna lært nokkuð af þessum frændum okkar. Á gæðastálið er leyfð mishá spenna eftir tegundum, sem fyrr segir. Heppilegast til flestra venju- legra húsbygginga mun vera gæðastálið „KS 40“ eða „KS 42“. Ef notað er járn með mjög hárri leyfilegri spennu, hefur bað þann galla í för með sér, að járnið er stökkt og erfitt í vinnslu. Þá full- nýtist ekki heldur spennustyrk- Rifflað og slélt steypustyrktar- járn. Ef við tökum t. d. venjulega 100 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi er járnakostnaðurinn um 10 til 15 þús. kr. á íbúð. Vinnulaun eru um það bil helmingur af innkaupa- verði járnsins, þannig að hluti steypustyrktarjárnsins í þessari íbúð er einhvers staðar á milli 15 og 22 þús. kr. Sjálfsagt er fyrir húsbyggjand- ann að láta verkfræðing reikna út áætlaðan járnaþunga í bygg- inguna, áður en framkvæmdir hefjast. Útreikningar verkfræð- ingsins ættu ekki að skeika meira en um 10% til eða frá því magni, sem nauðsynlegt reynist. Stöðlun á jámastœrðum. RÉTT er að benda á hugsanlega stöðlun á járnastærðum í innflutn- ingi. Norðmenn t. d. hafa það í lögum að nota ekki aðrar stærðir en: 8 — 10 — 12 — 16 — 20 og 25 mm. járn. Óhjákvæmilega er slík stöðlun mikill kostur, því sé hún fyrir hendi geta fyrirtækin legið með miklu meiri birgðir en þeim ella væri unnt, ef ótal fleiri stærðir af járninu, væru í gangi líka. Stöðlun sem þessi er byggingar- iðnaðinum engan veginn til tjóns, því að í framkvæmd munar engu, hvort verkfræðingarnir reikna með t. d. 20 mm járni eða 22 mm í byggingarnar. Stöðlun sem þess- ari væri bví mjög æskilegt að koma á hér á landi. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. ÞAR sem innflytjendur steypu- styrktarjárns hér á landi erunokk- uð margir, eru tegundir steypu- járns, sem okkur bjóðast, einnig nokkrar. Kaup á steypustyrktar- járni geta því oltið á spurning- unni að velja eða hafna. Áreiðan- lega má því telja rétt fyrir hús- byggjendur að þeir hagi vali sínu á steypustyrktarjárni eins skvn- samlega og nokkur kostur er, ekki hvað síst þegar nýjar tegundir járns standa til boða. Þar gegnir Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins veigamiklu hlutverki, en hún framkvæmir allar þær rann- sóknir á styrkleika járnslns og gæðum, sem að gagni mega koma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.