Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 46

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 46
46 FFÍJÁLS VERZLUN fjölgað liði sínu meir. Loftárás- irnar á N.-Vietnam bindi ógrynni manns (áætlað hálf milljón) við varnir og viðgerðir heima fyrir, lið, sem annars mætti senda í stríðið sunnan megin landamær- anna. AUKNAR SÓKNARAÐGERÐIR. Megintilgangurinn með fjölgun- inni er að hefja nýjar sóknarlotur í líkingu við aðgerðirnar fyrir rúmu ári. Liðsstyrkurinn er í sam- ræmi við tilganginn. Hersveitirn- ar eru sérstaklega ætlaðar til sóknar, en ekki varnar eða varð- gæzlu. Hinar geysistóru herbækistöðv- ar, birgðastöðvar og flugvellir eru að mestu leyti fullgerðar, og reynt verður að fá borgara frá löndum bandamanna til ýmissa sérfræði- starfa, sem hermenn gegna nú. Allt kemur þetta til með að örva sóknargetuna. Bandaríkjamenn hafa ekki get- að haldið uppi sóknaraðgerðum um nokkurt skeið. Ástæðan er fjölgunin í liði andstæðinganna, sem áður er getið. Þá er mikill fjöldi hermanna (einkum land- gönguliða) bundinn við hlutlausa beltið á landamærum S.-Vietnam. Þeir reyna að koma í veg fyrir vopna- og liðsflutningana að norð- Ekki er vitað með vissu, hvernig veggurinn við landa mæri S.-Víetnam á að vera í smáatriðum. Teikning- in gefur þó til kynna nokkur atriði í samsetningu hans. Kostnaður er áætlaður 50 milljón dala. Vísað til talnanna í myndinni: 1. Rafeindatæki, sem greina menn í myrkri. 2. Langdrægur radar, sem greinir menn. 3. Skjálftamælir, er sýnir hreyfingu á yfirborði jarð- ar. 4. Segulmælir. Á honum kæmi fram vopnabúnaður. 5. Tæki, er sendir frá sér infra-rauða geisla og grein- ir menn frá dýrum. 6. Hljóðmagnarar. 7. Rafeinda-„augu“ er senda frá sér stöðuga geisla. 8. Viðvörunartæki gegn jarðgöngum. 9. Fíngert vírnet, grafið í jörðu, í sambandi við að- vörunartæki. 10. Sprengjum, sem springa við minnstu viðkomu, dreift úr flugvél yfir svæðið. 11. Fljúgandi „þefarar“, sem greina efnin í svita manns. 12. Herlið rciðubúið til atlögu. Bæði stórskotalið og sveitir fluttar í þyrlum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.