Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 55

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 55
FRJÁLS' VERZLIJN 55 ^/■°&A/ÖAÍlr Þú skilur að minnsta kosti, þegar ég kalla í mat og kaffi! ATVINNUMÁL Aukning á erlendu vinnuafli Margt bendir til, að innflutn- ingur erlends vinnuafls til íslands hafi stóraukizt á þessu ári, miðað við s.l. ár. Þannig voru á tímabil- inu jan.—apríl veitt 1231 atvinnu- leyfi, þar af 858 leyfi til danskra ríkisborgara, sem voru aðallega frá Færeyjum. Þetta jafngildir því, að rúmlega 400 atvinnuleyfi hafi verið veitt á þessu tímabiii. 1777 ATVINNULEYFI A S. L. ÁRI. Á s.l. ári voru veitt 1777 at- vinnuleyfi eða 148 leyfi að meðal- tali á mánuði. Flest atvinnuleyfi eru veitt fyrir vetrarvertíðina. Þess vegna er ekki rétt að gera of mikið úr meðaltalstölunum. Hins vegar er vitað, að Færeying- ar voru hér allmiklu fleiri á vetr- arvertíð s.l. ár en á vertíð ársins áður. Þá hefur Búrfellsvirkjun bætzt við, en þar vinnur allstór hópur útlendinga, svo og smáhóp- ur í Straumsvík og við kísilgúr- verksmiðjuna við Mývatn. Félagsmálaráðuneytið veitir at- vinnuleyfi, og skal það leita álits viðkomandi stéttarfélags, áður en leyfið er veitt. Hins vegar er ráðu- neytið ekki skuldbundið til að taka tillit til afstöðu stéttarfélags varðandi leyfin. Það er þó ætíð gert. Um alllangan tíma hafa stétt- arfélögin umyrðalaust lagt bless- un sína yfir allar leyfisumsóknir. Þetta er að breytast að einhverju leyti. Stéttarfélag málmiðnaðar- manna hefur nú kippt að sér hend- inni varðandi leyfisveitingarnar og Dagsbrún er nýbúin að taka sömu stefnu. LÖG STÉTT ARFÉL AG A. Erlendir starfsmenn hérlendis verða að lúta lögum viðkomandi stéttarfélaga. Norðurlandabúar ganga sjálfkrafa inn í sjúkrasam- lög og njóta allra réttinda í trygg- ingakerfinu, sem innlendir væru, ef þeir sýna flutningsvottorð. Vinnufólk frá öðrum þjóðum get- ur gengið í sjúkrasamlag eftir nokkurn biðtíma og jafnvel strax, ef iðgjöld eru greidd aftur í tím- ann. NORÐURLANDABUAR þurfa ATVINNULEYFI. Það er mikill misskilningur, að ekki þurfi að sækja um atvinnu- leyfi á íslandi fyrir Norðurlanda- búa. Hin Norðurlöndin hafa gert með sér samning um sameiginleg- an vinnumarkað, en ísland er ekki aðili að þeim samningum. Hins vegar hefur það reynzt þannig í framkvæmd, að íslendingar, sem leita vinnu á hinum Norðurlönd- unum, sér í lagi Danmörku, hafa í reyndinni ekki þurft á atvinnu- leyfi að halda, sem þó er tilskilið í lögum. Á árinu 1966 voru danskir ríkis- borgarar fjölmennastir þeirra, sem fengu atvinnuleyfi á íslandi. Þar af voru Færeyingar um 700 tals- ins. Næstir komu Bretar, 207, Þjóðverjar 142, Norðmenn 69, Sví- ar 48, Bandaríkjamenn 36, Finnar 26 og aðrir Evrópubúar voru 166 talsins. Atvinnuleyfi veitt íbúum frá Afríku, Asíu, Ástralíu og S.- Ameríku voru 116. SPEGLUM sali. Girðum veggi allt með GLERI. BYGGINGARVÖRUVERZLUN AKUREYRAR H.F. GLERSLÍPUN & SPEGLAGERÐ Símar 11538 - 12688 — P.O. Box 85 Akureyri

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.