Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 60
6D F RJÁLS verzlun gegnum verzlanir og fyrirtæki er auðvelt að hafa samband við alla íslendinga. Væri mjög æskilegt, að verzlunarmannastéttin gerði sér grein fyrir þessu, og aðstoðaði okkur eftir megni. Sú aðstoð get- ur verið í mörgum myndum. Skal nú getið nokkurra atriða. Kaup- menn geta sett H-merkið á neyt- endaumbúðir, eða í þær, hægt er að setja H-merkið í mörgum myndum á vöruna sjálfa, æskileg- ur staður fyrir upplýsinga- og fræðsluspjöld um H-umferðina og almennar umferðarreglur, er ein- mitt verzlanir, og þannig mætti lengi telja. Reyndin varð sú í Sví- þjóð, að kaupmenn beinlínis sótt- ust eftir að aðstoða í einni eða annarri mynd við upplýsinga- og fræðslustarfsemi vegna hægri um- ferðarinnar. Þeir töldu, að þetta hefði ekki létt pyngju þeirra, held- ur þvert á móti, hafði alls konar H-upplýsinga- og fræðslustarfsemi í verzlunum og fyrirtækjum örf- andi áhrif á viðskiptin, enda tók almenningur vel ýmsu, sem fund- ið var upp á í sambandi við breyt- inguna yfir í hægri umferð í Sví- þjóð. Ekki er vafi á, að svo mun einnig verða um íslendinga, og er Upplýsinga- og fræðslumiðstöðin í Aðalstræti 7 reiðubúin að að- stoða verzlanir og fyrirtæki í þessu sambandi, eftir því sem kostur er. (Upplýsingarnar í greininni eru fengnar frá framkvæmdastjóra hægri umferðar). VÖRUR — ÞJÓNUSTA STP Frœgt olíubœtiefni komið á íslenzkan markað Nýlega er komið á markaðinn hér olíubætiefni, er nefnist STP, og er sagt vera hið mest selda í veröldinni. Söluumboð á íslandi fyrir STP hefur Þóroddur E. Jóns- son, sími 11747. STP er ómengað efni, sem unn- ið er úr jarðolíu, og blandast það öllum olíum af sama uppruna. Því er bætt í olíur til að styrkja þær og veita þeim meiri smurhæfni. Þetta efni hefur margþætta þýð- ingu fyrir bifreiðina. í fyrsta lagi minnkar það olíueyðsluna. Auk- inn hraði hefur jafnan aukið álag á olíuna, þar til að því kemur, að olíulagið á slitflötunum hverfur vegna hita. STP varnar þessu og myndar sterka húð, sem minnkar mótstöðu, loðir við málm og renn- ur ekki burtu við hita. Við notkun STP vex olíuþrýst- ingurinn, og sést breyting á olíu- mælinum nokkrum mínútum, eft- ir að efninu hefur verið bætt í olíuna. Jafnframt lokar það bili milli stimpilhringjanna og leiðir af sér betri þjöppun og veldur greinilegri aukningu vélarorku. STP myndar varanlega húð á alla slitfleti og auðveldar því gang- setningu bifreiða í kuldum. Hafa tilraunir sýnt, að álag á rafgeymi við gangsetningu minnkar um 10 —15 amper, eftir að þessu efni hefur verið bætt í olíuna. Jafn- framt kemur STP í veg fyrir, að olían þykkni í kuldum og þynnist í heitu veðri. STP dregur verulega úr mót- stöðu, bar sem það myndar himnu á alla slitfleti, eins og fyrr segir, og minnkar þetta vélarslit til muna. Enn fremur hreinsar það sót og úrgang úr vélinni og kem- ur í veg fyrir, að olíuleiðslur stífl- ist. Loks hreinsar það sót og önn- ur óhreinindi úr sprengirúmi og kertum, og heldur ventlasætum hreinum. Af því leiðir betri þjöpp- un. Efni þetta minnkar hávaða í ventlum og ventlaútbúnaði, og vélin gengur þýðar með minni hávaða; það stöðvar og kemur í veg fyrir leka í gírkössum og sjálfskiptingum, sem stafar af þurrum og hörðum pakkningum. Og þegar STP er bætt á gírkassa og drif, dregur það úr hávaða og minnkar slit. Með STP er blandað þannig, að sett er ein dós eða 1 á móti 10 af því á vélina við hver olíuskipti með vélina í gangi. Ef vélin er mjög slitin, á að setja tvær dósir eða 20% miðað við olíumagn. Á gírkassa og drif er blandað 20% við olíuna. Enn fremur er komið hingað á markaðinn STP orkuauki, en það er efnablanda, sem eykur afl og afköst vélarinnar í bifreiðinni á mjög víðtækan hátt. Blöndu af þessum orkuauka skal fara með á þann hátt, að ein dós af STP Gas Treatment er sett í 40 lítra af benzíni á 1000 km fresti. í samtali, sem F.V. átti við Sverri Þóroddsson kappaksturs- mann, sagði hann, að allir fremstu kappakstursmenn veraldar notuðu STP, enda væri það langmest selda olíubætiefnið og orkuauk- inn. Nefndi hann í þessu sambandi kappaksturshetjur eins og Jimmy Clark, Graham Hill og John Surtees, svo að einhverjir séu nefndir. Hann sagði enn fremur, að það væri engin tilviljun, að 58% af olíubætiefnum veraldar kæmi frá STP, og kvaðst eindreg- ið mæla með því við íslenzkar að- stæður, að fenginni eigin reynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.