Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 5
TÓMSTUNDA- HÖLLIN TÓMSTUNDAHÖLLIN nefnist nýr staðnr, sem opnaður var á mót- um Nóatúns og: Laug’aveg'ar fyrir nokkru. I>ar gefst fólki kostur á að eyða fristundiun sínum við kapp- akstursleik og einnig eru seldar veitingar. Framkvæmdastjóri er Hafsteinn Sveinsson og stjórnarfor- maður Óli A. Bieltvedt. Síðar meir hyggjast forráðamenn Tómstundahallarinnar færa út kví- arnar og bæta við ýmsum öðrum skemmtitækjum, sem samsvarandi staðir erlendis hafa upp á að bjóða. Sem stendur eru kappaksturbraut- irnar fjórar og kosta hverjar 15 mínútur 20 kr. LAS VEGAS NÝR skemmtistaður — diskótek — var opnaður í Reykjavík fyrir nokkru. Heitir staðurinn Las Yegas og er til húsa að Grensásvegi 12, en nýtt fyrirtæki, Rjá s.f., sér um rekstur hans. Eigendur eru Rolf Johansen, stórkaupmaður, Jón H. Magnússon, framlcvæmdastjóri, og Ásgeir H. Magnússon, stórkaup- maður, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Rjás s.f. Diskótek hafa rutt sér mjög til rúms um allan heim undanfarið og eru slíkir skemmtistaðir vel kunnir þeim íslendingum, sem lagt hafa leið sína um fjarlæg lönd siðustu árin. Diskótek bjóða upp á þægilegt og nýtízkulegt umhverfi, þar sem fólk getur hlustað á nýjustu dans- lögin leikin af plötum og stigið þá dansa, sem mest eru í tizku í það og það skiptið. Notaðir eru tveir plötuspilarar, til að ekkert lát verði á tónlistinni. Las Vegas er fyrsti veitingastað- urinn hér í borg, sem viðurkennir nýjustu tízku unga fólksins, en að sjálfsögðu eru gerðar þær kröfur, að gestir séu snyrtilegir til fara. Engar vínveitingar eru á boðstól- um í Las Vegas, heldur eingöngu gosdrykkir og létt viðbit með, sem borið er fram af ungum stúlkum, klæddum samkvæmt nýjustu tízku, þ. e. a. s. i stuttum pilsum. Fyrst um sinn verður Las Vegas opinn flest kvöld frá kl. 20.30 tii 01 eða 02 öllum þeim 18 ára og eldri, sem eru í takt við 20. öldina. Að- gangseyrir er 90 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.