Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUN 21 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, viöskiptaírœðingur, skrifar að þessu sinni um: ENDURNÝJUN TOGARA FLOTANS Eigendur þessa risavaxna fyrir- tækis eru ein milljón hluthafa. í þeirra höndum er 60% hlutafjár- ins (750 millj. mörk). Þau 40%, sem eftir eru, skiptast á vestur- þýzka ríkið (16%), Neðra- Sax- land (20%) og stofnendur Volks- wagenverksmiðjanna (4%). Verksmiðjur Volkswagen eru sex í Þýzkalandi og fjórar erlend- is. Þær framleiða um 7.000 farar- Skipulagssnillingurinn „Herra Volkswagen“. tæki daglega, þar á meðal 5.000 af ,,týpu“ verkfræðingsins Ferdin- ands Porsche. (Árið 1948 unnu við verksmiðjurnar 8,000 manns, sem framleiddu 78 farartæki á dag). Velta Volkswagenverksmiðj- anna er hin mesta allra þýzkra fyrirtækja. Milljónasti VW-bíllinn var fyrst framleiddur 1961. Af innanlands- framleiðslunni í fyrra voru meira en 60% flutt út. Um 65 skip flytja Volkswagen-bifreiðir til kaupenda sinna erlendis. Eitt þessara skipa, sem sérstaklega er útbúið fyrir VW, getur flutt 1850 farartæki samtímis. VW-verksmiðjurnar hafa 8000 varahlutaþjónustur í 130 löndum heims. í Þýzkalandi eru þær nálægt 2.400. Endurnýjun togaraflotans er mjög á dagskrá um þessar mund- ir. Sjávarútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, skipaði á sínum tíma nefnd til þess að at- huga, hvaða skip mundu henta okkur bezt, ef ráðizt yrði í kaup nýrra togara. Er nefnd þessi langt komin í störfum sínum og til- lagna að vænta frá henni innan skamms. Er ekki ólíklegt, að rík- isstjórnin ákveði síðari hluta sum- ars eða næsta haust að láta smíða nokkra nýja togara. Togaraútgerð íslendinga hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að etja undanfarin ár. Höfuðástæðan er aflabrestur, sem m. a. á rætur sínar að rekja til þess, að togar- arnir misstu mörg af sínum beztu veiðisvæðum við útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Vegna lélegrar fjárhagsafkomu togaraútgerðanna hefur ekki orðið um kaup á nein- um nýtízkulegum togurum að ræða. Aðrar þjóðir hafa endur- nýjað togara sína og keypt skut- togara og verksmiðjutogara, en íslendingar hafa dregizt aftur úr í þessari grein. Þær raddir heyrð- ust jafnvel, þegar sem bezt aflað- ist á síldveiðum, að íslendingar ættu að leggja togaraútgerð niður. En þær raddir eru nú hljóðnaðar, og öllum er það ljóst, að íslend- ingar verða að eiga fullkomin fiskiskip, sem sótt geta á fjarlæg mið. Nokkur ágreiningur er uppi um það, hvers konar togarar henti ís- lendingum bezt. Margir telja, að íslendingar eigi að kaupa skut- togara. Aðrir telja, að ekki aflist betur á skuttogara en síðutogara. En hinir stórtækustu vilja, að ís- lendingar eignist litla verksmiðju- togara. Ég tel, að íslendingar ættu að kaupa nokkra nýtízku skuttogara. Það er vissulega mikið hagræði að því fyrir sjómennina að geta unnið við fiskinn undir þiljum í stað þess að standa á þilfari í hvaða veðri sem er eins og nú. Líklegt má einnig telja, að unnt væri að ná samkomulagi um færri menn á skuttogurunum en síðutcgurunum, einmitt vegna þess, hve allur aðbúnaður sjó- manna væri betri á þeim skipum. Tel ég að stefna ætti að því að gera sérstaka kjarasamninga fyrir sjómenn á skuttogurum. Sjó- mannasamtökin hafa ekki viljað fallast á fækkun sjómanna á síðu- togurum vegna ákvæða togara- vökulaganna um 12 tíma hvíld á sólarhring. En ef til vill mundu samtök sjómanna fallast á fækk- un sjómanna á skuttogurunum. Rekstur skuttogara gæti því orð- ið hagkvæmari. — Mest er þó um vert fyrir íslendinga að fylgjast með framþróuninni í togaraút- gerðinni og eiga ætíð einhver ný- tízku fiskiskip. Stór verksmiðju- skip mundu ekki henta okkur. Við eigum nóg af fiskvinnslu- stöðvum í landi til þess að taka við afla togaranna, og við höfum ekki mannafla fyrir verksmiðju- togara, sem væru úti marga mán- uði í einu. Hins vegar kann að vera, að heppilegt væri að hafa frystitæki um borð í nokkrum togurum. Mesta vandamálið í sambandi við endumýjun togaraflotans er fjárskortur togaraútgerðanna. Er því ljóst, að ekki verður um nein togarakaup að ræða án aðstoðar ríkisvaldsins. Má vera að stofna verði einhver opinber eða hálf- opinber togaraútgerðarfyrirtæki til þess að reka einhver hinna nýju skipa. Tel ég sjálfsagt, að það verði gert, reynist það nauð- synlegt til þess að tryggja endur- nýjun togaranna. Aðalatriðið er, að endurnýjun togaranna má ekki dragast mikið lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.