Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 42
Aa FRJÁLS VERZLUN HVAÐ ER 704? 704 er tala nýrra áskrifenda Frjálsrar verzlunar, sem bœttust við í einum mánuði. Lesendum Frjálsrar verzl- unar fjölgar með degi hverjum. Þess vegna gerum við blaðið betra, því að fleiri lesendur gera auknar kröfur. FRJAI-S VIERZI-UIM erfitt er að komast að niðurstöðu um eigið fé eins og að meta virði fjármuna fyrirtækis, hvort heldur er einstaklinga eða í heild. Eigið fé er fyrst og fremst það fjármagn, sem eigendur leggja til fyrirtækis, t. d. við stofnun þess eða meiriháttar stækkun, en einnig fjármagn, sem verður til við rekstur og ekki er tekið út úr fyrir- tæki, t. d. varasjóðir og annar óráðstafaður ágóði. Hlutfallið milli eigin fjármagns og lánsfjármagns hefur mikla viðskiptalega þýðingu, en ekki er unnt að ákveða það með vissu. Ef t. d. skuldir fyr- irtækis eru kr. 825.000.00 og fyrirtækið er virt á kr. 1.000.000.00, þá er eigið fé fyrirtækisins kr. 175.000.00. Sé aftur á móti virði fyrirtækisins að- eins 700.000.00, er eigið fé negatívt, þ. e. kr. -f- 125.000.00. Fyrirtækið er í því tilfelli gjaldþrota (insolvent). Um val milli mikils og lítils eiginfjár kemur tvennt til greina: öryggið annars vegar og óskin um mestan mögulegan hagnað af eigin fé hins veg- ar. Frá sjónarhóli lánardrottna er öryggið að sjálf- sögðu þeim mun meira því meira sem eigið fé er í hlutfalli við lánsfé. Hlutafé er eigið fé. Selji t. d. hluthafi fyrirtæk- inu vönar og á peninga hjá því fyrir vörur sínar, eru þeir peningar lánsfé. Varasjóðir og óskiptur arður eru aftur á móti eigið fé, þar sem þessar upphæðir tilheyra fyrirtækinu. í sameignarfélögum og einstaklingsfyrirtækjum ábyrgjast eigendurnir skuldirnar með öllum eign- um sínum, einnig þeim, sem ekki eru festar í fyrir- tækinu. Þess vegna hefur magn eiginfjár ekki mikia þýðingu, hvað viðkemur áhættu, hvorki séð frá sjónarhóli eigenda né lánardrottna. Hvað ágóðann snertir, verður hann eðlilega mestur, þegar eigið fé er mikið í hlutfalli við lánsfé, og er hægt að reka því stærra fyrirtæki þeim mun meira sem eigið fé þess er. Með því að auka eigið fé fyrirtækis, sparar það vexti af tilsvarandi skuld, sem falla síð- an eigendunum í skaut sem arður af hinu nýja eigin fé. Ein helzta orsök gjaldþrots er sú, að menn ráð- ast í að stofna fyrirtæki með lítið fé undir höndum og fjármagna fyrirtækið að mestu með lánsfé. Vaxta- og afborgunarbyrðin verður þá mikil, og hún getur valdið fyrirtækinu miklum erfiðleikum, ef reksturinn gengur illa. Traust fyrirtæki lenda oft í gjaldþrotaskiptameð- ferð, ef eigendur draga fé út úr rekstrinum til eig- in þarfa og skerða þannig hlutfalldð milli eigin fjár og lánsfjár. Skortur á eigin fé er sem sagt aðalfor- senda gjaldþrots. Skal nú að lokum minnst örfáum orðum á gjald- hæfi (soliditet) fyrirtækis, þ. e. hæfni þess til að bera tap. Rannsókn á því hefur fyrst og fremst gildi fyrir lánadrottna fyrirtækisins. Eftirfarandi hlutfall gefur mynd af því öryggi, sem fyrirtæki sér lánsfjármagni fyrir: eigið fjármagn ----------------- x 100=X% heildarfjármagn Þetta hlutfall sýnir, hversu mikill hluti heildar- fjármagns má tapast, áður en tapið bitnar á kröf- um lánveitenda. Þegar tapið er orðið meira en eig- ið fé fyrirtækisins, er fyrirtækið „insolvent“. Ekki eru til neinar almennar reglur um það, hversu hátt eigið fé skuli vera í hlutfalli við heild- arfjármagn, til þess að gjaldhæfi fyrirtækis geti tal- izt fullnægjandi. Algengt er, að í verzlunar- og iðn- fyrirtækjum sé krafizt, að eigið fé sé minnst 50% af heildarfjármagninu. 2) Hugtakið „likviditet". Þegar rætt er um greiðslugetu fyrirtækis, er ann- ars vegar átt við, að það sé ,,likvid“ á ákveðnum tímamörkum, en hins vegar að það sé „likvid“ á ákveðnu tímabili. Er hið síðarnefnda miklu algeng- ara í notkun. Með greiðslugetu fyrirtækis á ákveðnu tímabili er átt við hæfni þess til að inna af hendi þær greiðslur, sem því ber, til þess að það geti starfað á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.