Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 37
FRJÁL5 VERZLUN 35 í málefnum Kjarnorkumála- stofnunarinnar og sjálfs Efnahags- bandalagsins tekur ráðherra- nefndin lokaákvarðanir, en hún gerir það einungis á grundvelli tillagna, sem framkvæmdastjórn- in ber fram, og getur því aðeins breytt slíkum tillögum, að sam- hljóða samþykkt verði gerð þar að lútandi. Á fyrstu átta árunum urðu ákvarðanir ráðherranefndar- innar á ýmsum sviðum að vera teknar samhljóða, en aukinn meirihluti, sem er grundvallar- regla við atkvæðagreiðslu sam- kvæmt Rómarsamningunum, varð aðalreglan frá því í janúar 1966. Frakkland, Vestur-Þýzkaland og Ítalía hafa fjögur atkvæði hvert í atkvæðagreiðslum, þar sem auk- inn meirihluti ræður, Belgía og Holland tvö atkvæði og Luxem- bourg eitt. Varðandi tillögur framkvæmdastjómarinnar skapa 12 af atkvæðunum, sem þannig eru 17, meirihluta. í öðrum mál- um verða atkvæði að minnsta kosti fjögurra þjóða að vera falin í þessum 12 atkvæðum. Fundir ráðherranefndarinnar eru undirbúnir af fastanefnd, sem skipuð er fulltrúum aðildarríkj- anna. EFNAHAGSBANDALAGIÐ. Á þingi Efnahagsbandalagsins eiga sæti 142 menn, og eru þeir kjörnir af og úr röðum þing- manna, sem sæti eiga á þjóðþing- um aðildarríkjanna. Samkvæmt Rómarsamningunum er gert ráð fyrir því endanlega, að þeir verði kosnir beinum kosningum til Efnahagsbandalagsins í almenn- um kosningum. Áætlanir í þessu augnamiði voru gerðar af þinginu 1960 og afhentar ráðherranefnd- inni, en á miðju ári 1967 var ekki farið að gera neinar ráðstafanir í þessa átt. Framkvæmdastjórnin verður að gefa Efnahagsbanda- lagsþinginu skýrslu á hverju ári, sem getur vikið stjórninni frá hvenær sem er með vantrausts- ályktun, sem samþykkt verður að vera með % hlutum atkvæða. Álits þingsins verður að ieita, áð- ur en ákvarðanir eru teknar í vissum málefnum varðandi hinn sameiginlega markað og Kjarn- orkumálastofnunina. Þá hefur þingið rétt til þess að bera fram tillögur um breytingar á fjár- hagsáætlun Efnahagsbandalags- ins. Þing Efnahagsbandalagsms kem- ur saman um 8 sinnum á ári, og standa fundir þess hverju sinni í rúmlega viku. Enn fremur kýs það 12 fastanefndir, sem hafa ná- kvæmt eftirlit með störfum fram- kvæmdastjórnarinnar. Fulltrúar á þinginu bera oft fram skriflegar eða munnlegar fyrirspurnir til framkv.stjórnarinnar og stundum einnig til ráðherranefndarinnar. Þingmennirnir skiptast í fjóra pólitíska hópa — kristilega demó- krata, sósíalista, frjálslynda og þingmenn Lýðræðissambands Ev- rópu — og sitja þessir þingmenn saman án tillits til þjóðernis þeirra. DÓMSTÓLLINN. Hæstiréttur, skipaður sjö dóm- urum (að minnsta kosti einum frá hverju aðildarríki), fer með dómsvald til þess að skera úr um, hvort gerðir framkvæmdastjórn- arinnar, ráðherranefndarinnar, ríkisstjórna aðildarríkjanna og annarra aðila séu í samræmi við samninga Efnahagsbandalagsins. Þessi dómstóll getur ómerkt. ákvarðanir sjálfrar framkvæmda- stjórnarinnar og ráðherranefnd- arinnar. Málskot til dómstólsins gegn aðildarríki fyrir að hafa far- ið í bága við skyldur sínar sam- kvæmt samningum Efnahags- bandalagsins geta komið frá fram- kvæmdastjórninni eða öðrum að- ildarríkjum. Aðildarríki, stofnanir bandalagsins, fyrirtæki og ein- staklingar geta einnig höfðað mál fyrir dómstólnum gegn fram- kvæmdanefndinni og ráðherra- nefndinni fyrir að brjóta ákvæði Efnahagsbandalagssamninganna. Dómstóllinn getur einnig kveðið upp dóma í málum, sem dómstól- ar í einstökum aðildarríkjum skjóta til þeirra varðandi túlkun samninganna og lagalega fram- kvæmd þeirra. Mál, sem koma fyrir dómstól- inn, eru tekin fyrir í tveimur þátt- um, annars vegar munnlega en hins vegar skriflega. Að því loknu reifar annar af tveimur aðallög- mönnum dómstólsins málið og gerir tillögu um dómsniðurstöðu til dómaranna. Þeir þurfa hins vegar ekki að fallast á álit hans. Þeir komast að eigin dómsniður- © VELJUAA ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAÐ Fjölbreytt framleiðsla á kexi Matarkex Mirentkex Sakkulaðiltúðað kex KEXVERKSMIDJAN FRÓN HF. SKÚLAGÖTU 28 - REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.