Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERZLUN 43 að skortur á tæknikunnáttu kunni að hafa alvar- legar afleiðingar, hefur stjórnunarhæfileikinn úr- slitaáhrif á endanlegan árangur fyrirtækisins. Hér á landi geta allir, sem hafa yfir nægilega miklu fé að ráða, stofnað fyrirtæki. Það er síðan undir þeim sjálfum komið, hvort þeir standast prófraun viðskiptanna. Fyrirtækið heldur velli, svo framarlega sem eigandinn heldur því gjaldhæfu og arðsömu. Mörgum fyrirtækjum er augsýnilega ofaukið, og reynast aðeins starfhæf á velmegunartímum, þegar samkeppnin er lítil og markaðurinn hagstæður. Þessi fyrirtæki þola lélega stjórn að vissu marki, svo lengi sem þau fullnægja einhverjum þörfum. Þegar svo óhagstæðir tímar koma, er líklegt, að ein- ungis þeir eigendur og stjórnendur, sem nægilega stjórnunarþekkingu og reynslu hafa, vinni bug á erfiðleikunum. Eins og að framan getur, er takmörkuð aðstaða nér á landi til að kanna til hlítar orsakir gjaldþrota og næsta vonlaust að koma slíku við. Hér að framan hefur verið rætt almennt um or- sakir gjaldþrota. Tafla sú, er birt er hér því til uppfyllingar, byggist á rannsóknum Dum & Brad- street stofnunarinnar í U.S.A. á orsökum gjald- þrota þar í landi. Gildir hún fyrir árið 1960. % af heildartölu fyrirtækja Ónóg reynsla, hæfileikaskortur .............. 90.8 ónóg sala ...................... 48.8 mikill framleiðslukostn. ... 5.7 erfiðleikar við innh. skulda .... 8.9 birgðaerfiðleikar................ 7.0 slæm staðsetning ............... 2.3 samkeppnisörðugleikar .......... 23.0 annað . . ....................... 4.3 vanræksla .................................... 3.2 svik ................................... • • • 1.7 slys (náttúruhamfarir) ....................... 1.1 óþekktar orsakir 3.2 100.0% Að sjálfsögðu er um fleiri orsakir að ræða t. d.: 1. Lélega stjórnun samfara óhagstæðum ytriskil- yrðum. 2. Of lítinn undirbúning á skipulagningu starf- seminnar. 3. Lélega fjármálastjórn. 4. Persónulega örðugleika. 5. Ýmsa utanaðkomandi þætti, sem stjórnin ekki ræður við. Og þannig mætti lengi telja. Þegar fyrirtæki er á barmi gjaldþrots, kunna að vera ýmsar leiðir til að afstýra því, svo sem áður hefur verið minnzt á. Oft tekst því miður ekki að komast yfir erfiðleikana, og lendir þá viðkomandi aðili í gjaldþrotaskiptameðferð. IV. Úrvinnsla og ílokkun. a) Fjöldi gjaldþrota. Á tímabilinu 1917 til 1966 urðu í Reykjavík 629 gjaldþrot. Talsverðar sveiflur hafa orðið á þessu tímabili, en athyglisverðust er hin geysimikla aukning gjaldþrota síðustu tíu árin. Frá 1957 til 1966 urðu 346 fyrirtæki og einstaklingar gjald- þrota, en það eru 55% allra gjaldþrota, sem urðu á fimmtíu ára tímabilinu. Einnig er athyglisvert, hve fá fyrirtæki og einstaklingar urðu gjaldþrota á striðsárunum. Á árunum 1917 og 1918 varð ekkert gjaldþrot, 1940 tvö, 1941 þrjú og 1942 ekkert. Til frekari glöggvunar er birt hér tafla yfir þau gjaldþrot, sem urðu á tímabilinu, og kemur þáfram sú þróun og þær sveiflur, sem þá áttu sér stað. Fjöldi gjaldþrota 1917—19G6 1917 0 1927 9 1937 4 1947 12 1957 16 1918 0 1928 11 1938 6 1948 7 1958 18 1919 1 1929 12 1939 8 1949 7 1959 10 1920 5 1930 9 1940 2 1950 6 1960 23 1921 6 1931 11 1941 3 1951 6 1961 27 1922 7 1932 5 1942 0 1952 15 1962 28 1923 13 1933 11 1943 10 1953 12 1963 31 1924 5 1934 7 1944 8 1954 7 1964 58 1925 1 1935 15 1945 2 1955 7 1965 49 1926 7 1936 8 1946 7 1956 11 1966 86 b) Hvor aðilinn átti írumkvœði að gjaldþrota- skiptunum, skuldunautur eða lánardrottnar? Eins og fram kemur í næstu töflu, hefur orðið mjög greinileg þróun í neikvæða átt, hvað frum- kvæði að gjaldþrotaskiptum viðkemur. Á tímabil- inu 1917—1921 fóru skuldunautar fram á skipti í öllum tilfellum, en nú síðustu árin heyrir það til undantekninga, að slíkt eigi sér stað. í 1. tölul. 1. gr. gj.þr.l. segir, að vissir aðilar séu skyldir til að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta- meðferðar, þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, þ. e. að þeir geti ekki staðið í skilum. Reynsla síðari ára sýnir, að mikið skortir á, að þessum lagabókstaf hafi verið framfylgt. Gjald- þrota fyrirtæki virðast geta haldið rekstrinum áfram mánuðum eða jafnvel árum saman, án þess að yfirvöldin skerist í leikinn. Skortir hér greini- lega eftirlit með rekstri fyrirtækja. Sem dæmi um þá óheillavænlegu þróun, sem hér á sér stað, má nefna, að af þeim ellefu hlutafélög- um, sem urðu gjaldþrota á árinu 1964, átti aðeins eitt þeirra frumkvæði að skiptameðferðinni. Fjöldi Skuldu- Lánar- gj.þrota nautur drottnar 1917—1921 12 12 —100.0% 1922—1926 33 26— 78.8% 7 — 21.2% 1927—1931 52 39— 75.0% 13 — 25.0% 1932—1936 46 28— 60.9% 18 — 39.1% 1937—1941 23 7— 30.4% 16 — 69.6% 1942—1946 27 8— 29.7% 19 — 70.3% 1947—1951 38 10— 26.3% 28 — 73.7% 1952—1956 52 9— 17.3% 43 — 82.7% 1957—1961 94 18— 18.1% 76 — 81.9% 1962—1966 252 13 — 5.2% 239 — 94.8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.