Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 65
eins frá aðildarríkjunum heldur
líka frá t. d. hinni kunnu sovézku
fréttastofu Tass — og raunar víðs-
vegar að af hnettinum. Verður
leitast við að skapa eins góða að-
stöðu fyrir fréttamennina og unnt
er, m. a. til sjónvarpsmyndatöku,
útvarpsviðtala og hinna venjulegu
starfa blaðamanna. Mjög mikil-
vægur þáttur er einnig hvers kyns
fjarskiptaþjónusta og hefur því
verið lögð sérstök áherzla á að
búa eins vel í haginn að því leyti
og frekast er kostur hér. Auk
þeirrar umfangsmiklu þjónustu,
sem póstur og sími munu láta í
té, hafa m. a. verið uppi ráða-
gerðir um að hafa sérstaka flug-
vél í förum með filmur og frétta-
efni til meginlandsins meðan
fundurinn stendur.
MIKILSVERÐ MAL A DAG-
SKRA.
Ekki er unnt að víkja á þessum
vettvangi beint að þeim málum,
sem ráðherrarnir kunna að fjalla
um, þar sem dagskrá er ekki birt
opinberlega. Þó er á almannavit-
orði, að framtíðarhlutverk banda-
lagsins hefur að undanförnu verið
ofarlega á baugi, bæði innan
NATO og í einstökum aðildarríkj-
um þess. Á ráðherrafundinum í
Bruxelles í desember s.l. var ein-
róma samþykkt og síðan birt hin
svonefnda Harmel-áætlun eða
Harmel-skýrsla um stefnu banda-
lagsins og verkefni á komandi ár-
um. Voru með henni mörkuð viss
tímamót í sögu bandalagsins. Um
leið var fastafulltrúunum hjá
bandalaginu falið að hafa for-
göngu um frekari athugun ein-
stakra mála og leggja skýrslur
um niðurstöður sínar fyrir ráð-
herrafund síðar. M. a. er vitað,
að hvers kyns leiðir til þess að
draga úr herbúnaði — eftir því
sem slíkt kann að reynast fært,
án þess að jafnvægi raskist — eru
þátttökuríkjunumofarlega í huga.
Aukinn herstyrkur Sovétveldisins
á Miðjarðarhafi hefur á hinn bóg-
inn orðið mörgum áhyggjuefni,
ekki sízt vegna hins ótrygga
ástands á þeim slóðum. Margir
hafa getið sér þess til, að slíkt
kynni að kalla á einhverjar mót-
ráðstafanir af bandalagsins hálfu
til frekari tryggingar á öryggi
þátttökuríkjanna. Engum kæmi
því á óvart, þó að þessi mál yrðu
meðal þeirra, sem fjallað verður
um á fundinum. — Annars er sér-
stök ástæða til að vekja athygli
lesenda á Harmel-skýrslunni, sem
áður var nefnd, því að hún gefur
athyglisvert yfirlit yfir málefni
bandalagsins og sameiginlega af-
stöðu þátttökuríkjanna til þeirra.
MERKUR FUNDUR.
Óhætt mun að fullyrða, að ekki
hafi í annan tíma lagt leið sína
hingað til lands í einu fleiri
áhrifamiklir stjórnmálaleiðtogar
og embættismenn á sviði utan-
ríkis- og alþjóðamála, en vænta
má til ráðherrafundarins nú. í
föruneytum ráðherranna verða
margir nánustu samstarfsmenn
þeirra úr ráðuneytunum heima
fyrir — og má því með vissum
hætti segja, að utanríkisráðuneyti
ríkjanna 14 flytjist hingað til
Reykjavíkur þá daga, sem ráð-
herrarnir dveljast hér. Öll mál,
sem ákvörðunar þeirra krefjast,
hvar í heiminum, sem þau kunna
að eiga upptök sín, verður þessa
daga að senda þeim til afgreiðslu
hingað. Munu því án efa margra
augu beinast norður á bóg'inn
meðan fundurinn stendur — ekki
síður en ætla má að fundurinn
sjálfur og margir í hópi þeirra
350—400 manna, sem hann sækja,
muni draga að sér athygli fólks
hér á landi.
Þeir koma fil íslands . .
Framh a.f bls. 60.
Árin 1947—''50 gegndi hann síðan
embætti aðstoðarutanrikisráðherra
og í framhaldi af því utanríkisráð-
herraembætti fram til 1952, er hann
var skipaður fastafulltrúi Grikkja í
Atlantshafsráðinu. Hann sagði síðan
skilið við utanríkisþjónustuna 1953
og bauð sig fram til þings. Gegndi
hann viðskiptamálaráðherraembætti
frá því í nóv. 1961 til júni ’63, en
varð forsætisráðherra hinn 18. júní
1963. 1 ngv. 1963 varð Pipinelis kjör-
inn þingamður Aþenuborgar. Hann
varð ráðherra um tæpl. 3ja vikna
skeið í apríl 1967 og síðan utanríkis-
ráðherra s.l. haust.
PIERRE GREGOIRE heitir hinn
sextugi utanríkisráðherra stórher-
togadæmisins Luxemborgar, þess
bandalagsríkisins, sem kemur næst
Islandi að fólksfjölda, með um 320
þús. ibúa. Hann gerðist starfsmaður
hins opinbera 1929, að lokinni skóla-
göngu. Árin 1933—’59 gegndi hann m.
a. ristjórnarstörfum, auk þess sem
eftir hann liggja nokkrar bækur.
Þingferill hans hófst á miðju þessu
tímabili, árið 1946, en árin 1951—’59
var hann framkvæmdastjóri kristi-
legs flokks sósialista. Gregoire varð
innanríkis- og samgöngumálaráð-
herra árið 1959 og gegndi því em-
bætti, þar til hann varð kennslumála-
ráðherra 1964. Hann tók síðan við
utanríkisráðherraembætti 1967 og fer
jafnframt með hermál og menningar-
mál. Virðist því ríkja hjá Luxem-
borgurum það fyrirkomulag og
hér, að því er starfssvið ráðherra
snertir, þ. e. sami ráðherra fer með
allmarga málaflokka og suma all-
óskylda.