Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 50
4B FRJALS' VERZLUN anríkisráðherrafundi í Bruxelles í desembermánuði s.l. Þannig verður haldið áfram á sömu braut og hingað til, viðhorfin geta tekið breytingum, en grundvöllurinn er enn sá sami, og samningurinn heldur gildi sínu um ófyrirsjáan- lega framtíð. F.V.: Hvert er hlutverk liðs- manna úr Bandaríkjaher, sem hafa aðsetur d Keflavíkurflug- velli og í öðrum stöðvum varnar- liðsins hérlendis? E. I.: Varnarliðið hér á landi er partur af varnarkerfi bandalags- ins, hlekkur í heilsteyptri keðju, sem nær frá meginlandi Evrópu þvert yfir Atlantshaf til Norður- Ameríku. ísland er raunar mjög nálægt miðju þess svæðis, sem At- lantshafssamningurinn tekur til, en það er skilgreint nákvæmlega í 6. grein samningsins. Hlutverk þessa kerfis hér á landi, sem ann- ars staðar, er að hafa gát á hugs- anlegum árásaraðilum og gera nauðsynlegar ráðstafanir til varn- ar, ef til tíðinda dregur. Hér eru radarstöðvar, könnunarflugvélar, fjarskiptastöðvar, sveit orrustu- þota og annar liðsafli ýmiss kon- ar. F.V.: Hversu öflugan innrásar- her er talið að varnarliðið gœti brotið á bak aftur, og hvenœr vœri að vœnta hjálpar frá öðrum bandalagsþjóðum okkar, þegar víst þœtti að innrás í landið vœri í aðsigi? E. I.: Vegna öflugra varna, sem byggjast á pólitískri einingu og hemaðarmætti bandalagsþjóð- anna, kemur vonandi aldrei til árásar á NATO-land, hvorki ís- land né annað aðildarríki. Banda- ríkjamenn, Bretar og raunar fleiri hafa stöðugt öflugan flota á At- lantshafi til að koma í veg fyrir hugsanlega árás. Hingað kom ný- lega flotadeild, sem sett var á stofn á siðasta ráðherrafundi og taldi skip af fimm þjóðernum. Þar gat að sjá samheldni NATO- þjóðanna í verki rétt við bæjar- dyr okkar, ef svo má að orði kveða. Síðan eru til taks heil her- fylki beggja vegna Atlantshafs, sem risaflugvélar flytja landa á milli með öllum útbúnaði á nokkr- um klukkutimum. Nýlega hefur slíkt herfylki verið að æfingum í Noregi, en í þessari æfingu tóku þátt herdeildir frá mörgumNATO- þjóðum. F.V.: Teljið þér sennilegt, að innrás óvinahers á íslandi myndi leiða til gagnárásar bandalags- þjóða okkar og stórstyrjaldar í Evrópu og í Vesturheimi? E. J.: Skyldur samningsaðila eru ótvíræðar samkvæmt 5. grein, sem ég hef þegar minnzt á. Koma skal til hjálpar þeirri þjóð, sem orðið hefur fyrir árás, og er þar meðtalin sérstaklega beiting vopnavalds. Það fer ekki á milli mála, að innrás í NATO-svæðið leiðir af sér gagnárás. Vissan um geigvænlegar afleiðingar af slíkri innrás aftrar einmitt hugsanleg- um árásaraðilum frá því að að- hafast nokkuð í þá veruna. Væri bandalagið veikt fyrir, myndi þetta horfa dálítið öðru vísi við af sjónarhóli þessa hugsanlega árás- araðila. Styrkur NATO er bezta vörnin, enda hefur tekizt að koma í veg fyrir vopnuð átök á svæð- inu, sem Atlantshafssamningur- inn tekur til. Við þetta miðast Frá Sovétríkjunum RAZNOIMPORT MOSKVA Hjólbarðar flestar stærðir og gerðir. RAZNOEXPORT MOSKYA Rúðuglér í öllum þykktum og stærðum A. B. C. gæðaflokkar. — Rafmagnsperur „OREOL" EXPORT L.E.S. MOSKVA Dagblaðapappír, Harðtexplötur, Trétexplötur. UMBOÐSMENN: MARS TRADING CO. HF. LAUGAVEG 103 - SÍMI 17373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.