Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 62
6Q
FRJ'ÁLS VERZLUN
POUL HARTLING, utanríkisráð-
herra Danmerkur, er 54 ára, fæddur
í Kaupmannahöfn sama ár og fyrri
heimsstyrjöldin brauzt út og lauk
guðfræðiprófi þar í borg sama ár og
síðari heimsstyrjöldin hófst. Hann
tók virkan bátt í starfsemi ýmissa
kristilegra félaga bæði á háskólaár-
um sínum og siðan. Hann vígðist til
prests og gegndi prestsþjónustu árin
1941—’50, auk þess sem hann sneri
sér snemma að kennslustörfum. M. a.
kenndi hann við Marthabo safnaðar-
skólann 1941—’47 og við kennara-
skóla N Zahles frá 1945, en forstöðu-
maður þess skóla og síðar rektor
varð hann 1950. Hann hefur m. a.
gegnt trúnaðarstöðum í KFUM, setið
í samstarfsráði dönsku þjóðkirkjunn-
ar o. fl. Hartling sat fyrst á þingi
árin 1957—’60 fyrir Venstre, og var
kjörinn til þings á ný 1964. Hann
hefur síðan 1961 verið formaður í
flokkssamtökunum Det sjællandsk-
bornholmske Venstre. Hartling tók
Poul Hartling.
við ráðherraembætti í fyrsta skipti
eftir kosningarnar í Danmörku
snemma á þessu ári, þegar rikisstjórn
Krags sagði af sér. Fetar hann þar í
fótspor föður síns, sem var mennta-
málaráðherra Danmerkur á sinni tíð.
varð hann þegar 1947—’51 og ráð-
herra í birgðamálaráðuneytinu 1951.
Hann hefur tekið virkan þátt í starfi
Verkamannaflokksins, og einnig
liggja eftir hann ritin „The British
Approach to Politics” (1938) og
„Modern Forms of Government"
(1959), sem bæði eru á sviði stjórn-
mála, eins og titlarnir benda til. Þeg-
ar Verkamannaflokkurinn náði völd-
um á ný, varð hann fyrst mennta-
og vísindamálaráðherra frá október
1964—janúar 1965, en þá tók hann
i fyrsta skipti við utanríkisráðherra-
embættinu og gegndi því um nokk-
urt skeið, unz George Brown varð
ráðherra þeirra mála. Þegar hinn
óútreiknanlegi Brown sagði svo
skyndilega af sér á síðastliðnu vori
vegna ágreinings við Wilson forsæt-
isráðherra, kom það aftur i hlut
Stewarts að fara með þetta vanda-
sama embætti. Stewart lætur lítið
yfir sér og hefur verið farsæll í
starfi.
ur til Tokyo, en starfaði síðan í utan-
ríkisráðuneytinu heima fyrir, unz
hann varð aðalræðismaður í London.
Nogueira varð aðstoðarforstjóri póli-
tísku deildarinnar í ráðuneytinu 1955
og átti frá 1956—’60 sæti í sendi-
nefndum Portúgals á allsherjarþingi
Alberto Franco Nogueira.
Sameinuðu þjóðanna. Yfirmaður póli-
tisku deildarinnar varð hann svo í
desember 1959. Hann tók við utan-
ríkisráðherraembættinu í maí 1961 af
Marcello Mathias og hefur því nú
gegnt þvi um sjö ára skeið. Á því
tímabili hafa m. a. mætt á honum
þær margendurteknu aðfinnslur og
gagnrýni, sem komið hefur fram í
öðrum ríkjum bandalagsins, á portú-
galskt stjórnarfar.
MICHAEL STEWART, brezki utan-
ríkisráðherrann, er 61 árs að aldri.
Hann stundaði m. a. nám í Oxford og
var kjörinn i neðri málstofu brezka
þingsins 1945, þar sem hann hefur átt
sæti síðan, eða í rúma tvo áratugi.
Aðstoðarráðherra fyrir varnarmál
Michael Stewart.
PANAYOTIS PIPINELIS, utanríkis-
ráðherra Grikklands, er aldursforseti
ráðherranna, 69 ára, og hinn eini
þeirra, sem fæddur er fyrir aldamót.
Hann fæddist í hafnarborginni Pira-
eus en lagði stund á lög og stjórn-
Panayotis Pipinelis.
visindi við háskólana í Ziirich og
Freibourg. Árið 1922 réðst hann í
utanríkisráðuneytið og starfaði síðan
i París, Tirana, höfuðborg Albaníu,
og i fastanefnd Grikkja hjá Þjóða-
bandalaginu i Genf. Eftir að hafa
verið ambassador í Búdapest, Sofíu
og Moskvu, varð Pipinelis árið 1945
yfirmaður stjórnmálaskrifstofu Páls
Grikkjakonungs, föður Konstantíns.
Framh. á bls. 61.