Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 40
30 FRJÁLS VERZLUN GJALDÞROT f REYKJAVÍK 1917 -1966 Herbert Ilaraldsson, viðskiptafræðingur. Grundvöllur allra almennra viðskipta er tiltrú og ráðvendni. Þeir, sem nokkurn drengskap hafa til að bera, kosta kapps um að varðvedta þetta hvorttveggja í lengstu lög. Jafnvel þótt svo illa fari, að menn af óviðráðan- legum orsökum missi fé sitt og verði gjaldþrota, þykir það jafnan sjálfsögð drengskapar- og siðferð- isleg skylda — enda skýr lagaákvæði fyrir því með öllum þjóðum — að fara ráðvandlega með fé það, er lánardrottnar hafa í góðu trausti lánað og trú- að mönnum fyrir. Jafn mikilvægt og það er, að hver einstaklingur sé sér þess meðvitandi, hvað í því felst, að lög þau, er lúta að ráðvendni í viðskiptum séu ekki fótum troðin, er og það, að þeir menn, sem fara með framkvæmdir laganna og eiga að vera útverðir réttvísinnar, séu vakandi fyrir því, að þau séu ekki brotin, og láti hvorkd kunningsskap né fortöl- ur sakborninga eða annarra hafa áhrif á sig, þegar kært er fyrir brot á þessum lögum. Það, sem hér verður nú tekið til meðferðar, er úrvinnsla úr opinberum skýrslum um gjaldþrot í Reykjavík á fimmtíu ára tímabilinu 1917—19(i6. í upphafi kom til greina að láta könnunina ná yfir allt landið, en ýmissa orsaka vegna varð þó ekki af því. Hefði það orðið umfangsmikið verk og erfitt og að auki mjög vafasamt, að árangur hefði náðst sem skyldi. Einnig kom til athugunar að gera könnun á orsökum þeirra gjaldþrota, sem hér er fjallað um. Næsta vonlaust má telja, að unnt hefði verið að gera því máli nægileg skil. Margir þeirra einstaklinga, sem gjaldþrota urðu á tímabilinu, eru nú látnir svo og ýmsir forsvarsmenn þeirra fyrir- tækja, sem hér koma við sögu. Ekki er heldur víst, að þessir aðilar séu fúsir til að skýra frá orsökun- um né að þeir geri sér fullkomlega grein fyrir þeim. Aðalheimildir þessarar könnunar eru skiptabæk- ur borgarfógetaembættisins 1 Reykjavík. í þeim er ekkert getið um orsakir. Auk þess skortir á vissum árabilum fullnægjandi upplýsingar, og rýrir það að sjálfsögðu gildi niðurstaðanna. Verður skýrt frá hverju tilviki, þegar við á. Um nákvæmni niður- staðanna er annars erfitt að segja. Gilda sömu regl- ur um úrvinnslu þessa og venjulega skoðanakönn- un, þ. e. því stærra, sem úrtakið er, þeim mun ná- kvæmari verður niðurstaðan. Gjaldþrotin á þessu tímabili eru mjög fá nema allra síðustu árin. Af því leiðir, að breytingar og sveiflur verða geysi- miklar, eins og fram kemur í greininni. Aukning gjaldþrota hin síðari ár hefur valdið mörgum áhyggjum, og er aug- ljóst, að til einhverra úrrœða þarf að grípa í þessum efnum. I kandidatsritgerð sinni til lokaprófs í viðskiptafrœðum fjallaði Herbert Har- aldsson um gjaldþrot í Reykjavík 1917—1966 og dró fram ýmis atriði í því sam- bandi. Vegna þess hve þessi mál eru nú ofarlega á baugi, taldi ritstjórn F.V., að lesendum þœtti fróðlegt að kynnast ritgerð Herberts. Lánaði höfundur blaðinu góðfúslega ritgerðina, sem hér birtist, nokkuð stytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.