Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 16
14 FRJAL5 VERZLUN um mæli hraðfrystan fisk í neyt- endaumbúðum, svo og niðursoðið og „marinerað“ fiskmeti. Fiskbúðum, sem verzla með ferskan fisk, fer stöðugt fækkandi. Jafnframt eru þær frá gamalli tíð staðsettar í miðborgunum, en þar dregst stöðugt saman búseta fólks. Þess í stað flytur það út í nýtízku úthverfi eða útborgir, en fiskbúðirnar flytjast ekki með fólkinu. Það verzlar í nýtízku sjálfsafgreiðslubúðum, sem ekki verzla með ferskan fisk, heldur hraðfrystan í neytendaumbúðum og með niðursoðið og „marinerað“ fiskmeti. Er hér um stórfelldar breytingar að ræða, og eiga þær sér einnig stað í vaxandi mæli í Bretlandi. Árið 1966 voru seld. 250 þúsund tonn af ferskum fiski á uppboðs- mörkuðunum í V.-Þýzkalandi, ení fyrra aðeins 155 þúsund tonn, og af því magni fór þó nokkuð í fisk- mjölsverksmiðjur, og töluvert var saltað og endurútflutt. Því er spáð, að þessari þróun muni halda áfram, þar til neyzla á ferskum fiski er komin niður í um 8,0 þúsund tonn, en töluverð- an hluta af þessu magni mun fiski- bátaflotinn láta í té, en aðstaða hans er sterkari á markaðinum að því leyti, að fiskafli hans er fjöl- breyttari. Nú (í maímánuði) hafa V.- Þjóðverjar lagt um 50 af ísfisls- togurum sínum, og um 25 eru á veiðum í salt, en alls eru ísfisk- togarar Þjóðverja rúmlega 150. Á þessi útgerð við mikla fjárhags- örðugleika að etja, og eru uppi áætlanir um að höggva upp um 40 þýzka togara. Svipað þessu er ástandið í Bret- landi. Þar á togaraútgerðin við mikla og vaxandi erfiðleika að stríða, og þar er einnig gert ráð fyrir að höggva upp fjölmarga ís- fisktogara. — Og hverjar eru 'þá framtíð- arhorfurnar í þessum málum? — Þegar haft er í huga það, sem sagt er hér að framan, má ljóst vera, að togaraeigendurhorfa með vaxandi ugg til framtíðar- innar varðandi ísfiskmarkaðina erlendis. Svo kann að fara að stefna beri að því að búa enn betur í haginn en nú er gert fyrir landanir tog- Loftur Bjarnason. ara hér á landi. Virðist líka margt benda til þess, að frystihúsin hafi vaxandi þörf fyrir togarafisk vegna minnkandi bátaafla. Má í því sambandi benda á, að bátaaflinn 1. jan. til 30. apríl hef- ur minnkað úr 234 þús. tonnum 1964 á 393 báta í 139 þús. tonn í ár á 384 báta. í þessu efni á togaraútgerðin sem önnur útgerð mest undir markaðsverðinu erlendis, og er því knýjandi nauðsyn á því, að fast sé haldið á málum í viðskipta- samningum um fiskflök, þar sem slíkir samningar eru gerðir fyrir- fram. Annað stórmál er tengsl íslands við Fríverzlunarbandalagið eða Efnahagsbandalagið, með þeim fyrirvara þó, að þannig samning- ar náist, að hagsmunir íslands séu tryggðir. Með slíkri aðild eða tengslum myndi aðstaða íslands á erlendum mörkuðum stórum batna, bæði fyrir ísfisk og freð- fisk, vegna hinna háu innflutn- ingstolla, sem nú þarf að greiða, sagði Loftur Bjamason að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.