Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 43
FRJALS VERZLUN 41 í fj árhagsáætlunum fæst yfirsýn yfir greiðslu- getu fyrirtækis. f lok þeirra kemur fram stærð væntanlegs sjóðs í enda hvers mánaðar. Svo lengi sem þessi upphæð er „pósitív“ er fyrirtækið „lik- vid“, en „illikvid“ séu kröfurnar hærri en sjóður- inn, og veldur það stöðvun eða truflun á rekstrin- um. í fjárhagsáætlun kemur þó ekki allt fram, sem viðkemur greiðslugetunni. Ef væntanlegur sjóður í tilteknum mánuðum er mjög lítill, cr hætta á, að fyrirtækið verði „illikvid". Tölur áætlunarinnar hljóta jafnan að vera óöruggar, og einnig geta komið fyrir ófyrirsjáanleg atvik, sem raska út- reikningunum. Fjárhagsáætlun ber ekki með sér, hve mikil hætta er á því, að greiðslugetan kunni að bregðast, og ekki er heldur hægt að sjá, hvaða möguleika fyrirtækið hefur á að koma viðskiptunum í samt lag. Til þess þarf aðrar upplýsingar. Slíkar upplýsingar er t. a. m. að fá í efnahags- reikningum og mánaðarlegum heildaryfirlitum. Efnahagsreikningurinn sýnir m. a. þær eignir, sem fljótlega er hægt að breyta í reiðufé. Eignir geta verið meira og minna ,,likvid“, og þær geta verið „likvid“ á ýmsan hátt. Sumar eignir breytast sjálfkrafa í reiðufé eftir vissan tíma. Hér er einkum um að ræða víxla og inneignir hjá skuldunautum, en vörur geta einnig með nokkrum rétti flokkast undir þennan hluta eigna. Aðrar eignir er hægt að selja eða fá lán út á, þegar skortur er á reiðufé, en verða ekki sjálf- krafa að reiðufé, a. m. k. ekki í nánustu framtið. Hér er t. d. átt við verðbréf og óveðsettar eignir (fasteignir). Einnig er möguleiki á að bæta greiðslugetuna með því að fá greiðslufrest á þeim skuldum, sem eru að falla í gjalddaga, svo og með því að endurskipuleggja reksturinn eða draga hann sam- an. Þá er og hægt að minnka vörukaupin, en við það minnka birgðirnar. Einnig má auka reiðufé um stundarsakir með því að draga úr kostnaði, jafnvel þótt það hafi í för með sér minni tekjur á komandi tímabilum. Það hlutfall, sem algengast er að nota sem mæli- kvarða á greiðslugetu, er: veltufjármunir ------------------------x 100 skammvinnt fjármagn Hlutfall þetta nefnist hlaupatala (current ratio). Annað hlutfall, sem mikið er notað, á að sýna hæfi fyrirtækis til að inna greiðslur skyndilega af hendi. í teljara brotsins eru sett t. d. sjóður, banka- innstæður og veltufjármunir, sem hægt er aðbreyta fyrirhafnarlítið og án teljandi aukakostnaðar i reiðufé, svo sem átt gæti sér stað um víxla. En undan eru skildir fjármunir eins og t. d. hráefni, DEXION - APTON Notið DEXION og APTON efni frá LANDSSMIÐJUNNI í hillur - vagna - afgreiðsluborð - sýningareyjar o.fl. o.fl. Afgreiðum efnið samsett eða tilbúið til samsetningar. LANÐSSMIÐJAN SÍMI 206 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.