Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 59
FRJÁLS' VERZLUN 57 ÞEIR KOMA TIL ÍSLANDS Á RÁÐHERRAFUNDINN 1 tileíni af ráðherrafundi NATO kynnir F.V. utanríkisráðherra aðildarríkja bandalagsins, sem vœntanlega koma til landsins. DEAN RUSK, bandaríski utanrik- isráðherrann, er 59 ára, fæddur i Georgiafylki i Bandaríkjunum. Hann lauk háskólaprófi við Davidsonhá- skóla í Norður-Carolina, en stundaði síðan framhaldsnám i Oxford og Berlín. Var Rusk svo háskólafyrirles- ari í stjórnvísindum við Millsháskóla Dean Kusk. í Oakland árin 1934—’40. 1 heims- styrjöldinni var hann einn af yfir- mönnum bandarísku liðssveitanna í Kína, Burma og Indlandi og starf- aði síðar að yfirstjórn hernaðarað- gerðanna i aðalstöðvunum í banda- ríska hermálaráðuneytinu. 1 marz 1947 var Rusk skipaður forstjóri þeirrar deildar utanríkisráðuneytis- ins i Washington, sem fer með mál- efni Sameinuðu þjóðanna. Og 1949 varð hann aðstoðarmaður Dean Achesons, þáverandi utanríkisráð- herra, en það var hann, sem undir- ritaði Atlantshafssáttmálann af hálfu Bandaríkjanna hinn 4. april það ár. Var Rusk í fyrstu ráðunautur hans í málum varðandi Sameinuðu þjóð- irnar. en síðan í málum Austur-Asiu. Rusk hvarf frá störfum fyrir Banda- ríkjastjórn árið 1952 til þess að taka við stjórn Rockefeller-stofnunarinn- ar, sem hann helgaði alla starfskrafta sína um 8 ára skeið. Þá valdi John F. Kennedy hann til að gegna utan- ríkisráðherraembætti i stjórn sinni, er tók völd í janúar 1961. Því starfi hefur hann gegnt áfram, eftir að Lyndon Johnson varð forseti þcssa valdamesta ríkis veraldar. MITCHELL SHARP, heitir utan- ríkisráðherra Kanada, þess ríkis utan íslands, sem flest fólk af íslenzku bergi brotið býr í. Sjálfur er ráð- Mitchell Sharp. herrann fæddur á þeim slóðum, sem einmitt er að finna margt af þessu fólki, þ. e. í Winnipeg i Manitoba. Hann er 57 ára gamall. Háskólaprófi lauk hann 1934, en stundaði síðan framhaldsnám í hagfræði bæði heima og við London School of Economics. Störf hans voru fyrst á sviði korn- viðskipta í Winnipeg, en árið 1942 hóf hann störf i fjármálaráðuneyt- inu í höfuðborginni Ottawa, m. a. að verðlags- og viðskiptamálum á stríðs- árunum. Einnig gegndi hann for- mennsku í ýmsum nefndum, sem m. a. unnu að verkefnum, er snertu landbúnaðar-, matvæla-, húsnæðis- og félagsmál. Árið 1947 varð hann yfirmaður þeirrar deildar fjármála- ráðuneytisins, sem fjallar urn stefn- una i efnahagsmálum, og meðan hann gegndi því starfi, tók hann þátt í samningaumleitunum þeim, er leiddu til aðildar Nýfundnalands að kanadiska ríkjasambandinu. Aðstoð- arvarnamálaráðherra fyrir viðskipta- og verzlunarmál varð Sharp 1951 og átti sæti á hveitiráðstefnum í Lon- don, Washington og Genf, sykurráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í London og GATT-fundum í Genf. Árið 1958 varð hann síðan vararáðherra sömu mála, og sumarið 1962 var hann i forsæti á kaffiráðstefnu SÞ í New York. Sharp var kjörinn á þing í apríl 1963 og var skipaður viðskipta- og verlunarmálaráðherra. I desember 1965 varð hann síðan fjármálaráð- herra. Við utanríkisráðherraembætti tók hann svo i april s.l. WILLY BRANDT, varakanzlari og utanríkisráðherra V.-Þýzkalands, er 55 ára, fæddur í hinni gömlu Hansa- borg, Lúbeck. Brandt gekk í verka- lýðsflokk sósialista 1931, en varð tveimur árum síðar að leita sér hælis í Noregi, þar sem hann hóf blaða- mennskustörf. Árið 1936 sviptu naz- istar hann rikisborgararétti, og gerð- ist hann þá norskur þegn. Hann flúði til Svíþjóðar 1940 og stjórnaði þar fréttastofnun, unz hann var sendur til Þýzkalands 1945 sem fréttaritari fyrir eitt af norsku dagblöðunum. Ár- in 1946—’47 var Brandt blaðafulltrúi við norsku hernaðarsendinefndina í Berlín. Upp úr því gerðist hann á ný þýzkur borgari og gekk í flokk sósíaldemókrata. Hófst nú brátt sá stjórnmálaferill, sem enn stendur. Hann var kjörinn á Sambandsþingið sem fulltrúi Berlínar 1949 og gegndi þingstörfum allt fram til 1957, tvö síðustu árin jafnframt sem þingfor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.